Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 29
Þriðjudagur 12. apríl 2005 29 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 buvelar.is Einnig spjót og tindar í kvíslar, greipar og fl. Mikið úrval orginal varahluta í Kverneland plóga Fyrir skömmu fengu Bruna- varnir Árnessýslu (BÁ) afhenta tvo nýja slökkvibíla sem verða staðsettir á Laugarvatni og í Reykholti í Biskupstungum. Slökkviliðsmenn, sveitarstjórn- arfólk og yfirmenn brunamála í landinu tóku á móti bílunum í slökkvistöðinni á Selfossi frá umboðsaðilanum, Eldvarnamið- stöðinni í Reykjavík. Slökkvi- liðsstjórar frá öðrum liðum komu einnig til að vera viðstadd- ir afhendinguna og færðu slökkviliðinu blóm og kveðjur frá sér og sínum í tilefni dagsins. Ragnar S. Ragnarsson, sveitar- stjóri Bláskógabyggðar, sagði í samtali við Bændablaðið að þeir bílar sem fyrir voru hefðu verið orðnir gamlir og lúnir. Þess vegna var ákveðið að kaupa tvo nýja bíla frá Þýskalandi og hefur undirbún- ingur umbótanna staðið yfir í um tvö ár. Bílarnir kosta samtals um 30 milljónir króna og verður annar þeirra staðsettur í Reykholti en hinn á Laugarvatni. Tveir atvinnu- menn Brunavarna Árnessýslu eru staðsettir á Selfossi en síðan eru áhugamenn úr heimahéröðum sem mynda brunaliðshópinn. Bílarnir eru af gerðinni Rena- ult Kerax frá Frakklandi. Þeir eru með 420 hestöfl, 19 tonn með drifi á báðum öxlum, 4x4 með læsingu á báðum ásum. Yfirbygging og samsetning bílanna er framleidd og framkvæmd í Póllandi, verk- smiðjan er staðsett í bænum Bi- elsko-Biala og heitir verksmiðjan Wawerzaszek. Hemlabúnaður er ABS hemlar. Dælubúnaður bílanna er af gerðinni Ruberg, tveggja þrepa dæla með afköst upp á 4 þús. lítra, framleidd í fyrirtæki Pólverjana í Svíþjóð. Allar merkingar á dælu og öðrum búnaði bílanna er á ís- lensku, sem auðveldar alla vinnu. Bílarnir eru með 6 þús. lítra vatns- tank, hvor bíll, auk tanks fyrir slökkvifroðu. Allir skápar eru hitaðir upp með sérbúinni miðstöð sem einnig er ætlað að hita upp t.d. rými í kringum farþega í bílum sem klippa þarf út eftir umferðaslys. Öflugt loftdrifið ljósamastur er m.a. staðalbúnaður bílanna. Reyk- köfunarbúnaður, rafstöð, laus dæla, slöngur og annar búnaður verður í skápunum. Öflugt loftdrif- ið ljósamastur er í bílunum auk vinnuljósa á öllum hliðum. Bílarnir leysa af hólmi tvo slökkvibíla af Bedford gerð sem framleiddir voru árið 1961 í Bret- landi og höfðu þá verið óbreytt framleiðsla frá stríðsárum. Brunavarnir Árnessýslu fá tvo nýja slökkvibíla Fv. Björn karlsson, brunamálastjóri, Einar G. Njálsson, formaður stjórnar BÁ, Snorri Guðjónsson varðstjóri slökkviliðs í Reykholti, Guðmundur B. Böðvarsson, varðstjóri slökkviliðs Laugarvatni, sonur Guðmundar, og Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri BÁ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.