Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 35
Þriðjudagur 12. apríl 2005 35 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 jotunn.is NC og Duun Mykjudælur og tankar NC mykjudælur, landsþekktar fyrir endingu og mikil afköst. Duun skádælur, öflugar og vandaðar mykjudælur. NC haugsugur og tankar, margar stærðir, hagstætt verð. Stofnfundur Félags nautakjötsframleiðenda Þriðjudaginn 19. Apríl nk. verður haldinn stofnfundur Félags nautakjötsframleið- enda. Fundurinn verður haldinn á bókasafni Bændasamtaka íslands í Bændahöllinni við Hagatorg og hefst hann kl.13:30. Hvetjum alla sem sérhæfa sig í framleiðlsu ungnautakjöts að mæta Undirbúningsnefndin. Uppl.í síma.897-7687, 566-7040, Snorri Hilmarsson Á aðalfundi LS hættu tveir stjórnarmenn; þeir Hörður Hjartarson í Vífilsdal og Árni Þorvaldsson, Bíldsfelli. Hörður hafði setið í stjórn í sex ár en Árni átti eftir eitt ár þannig að varamaður hans, Ólöf Fanney Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri, tók sæti Árna í stjórn. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti, er nýr maður í stjórn LS. Jóhanns Sigfússon sagði í samtali við Bændablaðið að mikil söluaukning innanlands gæti orðið til þess að ekki verði til nóg kjöt til útflutnings. Á fundinum var mikið rætt um útflutningsskylduna, en ljóst er að hún mun lækka verulega í haust. Jóhannes sagði líklegt útflutningsskyldan yrði 15% frá og með miðjum september, en lægri mætti hún ekki vera svo hægt væri að þjóna þeim mörkuðum ytra sem gefa best verð; gott væri að vera í þeirri stöðu að geta skorið á brott þá kaupendur sem minna gefa. Sauðfjárbændur beindu því til stjórnar Bændasamtaka Íslands að láta kanna réttarstöðu bænda gagnvart jarðstrengjum sem Landsíminn hefur gegnum árin víða lagt þvers og krus um landareignir, en í samþykkt segir að þetta sé mjög brýnt nú þegar áformað er að Síminn ásamt dreifikerfinu verði seldur. Aðalfundurinn samþykkti að þrýsta á að áætlun um útflutningshlutfall dilkakjöts liggi fyrir 20. maí ár hvert í samræmi við markaðshorfur. Í framhaldi af því verði þrýst á sláturleyfishafa að gefa út verðskrár fyrri slátrun svo bændur geti sem fyrst tekið ákvarðanir um sláturtíma síns fjár og hagað fjallrekstri og beitarmálum eftir því. Aðalfundurinn skoraði á Landgræðslu ríkisins að koma með virkum hætti að gerð landbótaáætlana með þeim bændum sem fengið hafa höfnun á gæðastýringu vegna mats Landgræðslunnar á ástandi beitilanda viðkomandi jarða. Fundurinn fól stjórn LS að leita sem allra fyrst eftir viðræðum við Landssamtök sláturleyfishafa um viðmiðunarverð sem felur í sér verulega hækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda. Fundurinn beindi því til stjórnar BÍ að leita eftir fjármagni til þess að styrkja sauðfjárbændur til breytinga á gripahúsum sem myndu hafa það að markmiði að létta vinnu og auka framlegð. Fundurinn beindi því til BÍ í sambandi við endurskoðun búnaðarlagasamnings að styrkir vegna jarðræktar verði greiddir út á kornrækt, grænfóðurrækt og túnrækt. Fundurinn var efnislega sammála ályktun búnaðarþings 2005 um málefni Lánasjóðs landbúnaðarins. Komi til sölu Lánasjóðsins telur fundurinn að vanda þurfi þá vinnu og tryggja að lán bænda verði á sambærilegum kjörum og nú er, þó að teknu tilliti til niðurfellingar búnaðargjalds. Fundurinn leggur þunga áherslu á að bændur eigi jafnan aðgang að lánsfé og vaxtakjörum óháð búsetu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphaf aðalfundar LS. Aðalfundur LS um nýjan sauðfjársamning.f 1. Með samningnum þarf að tryggja greininni nægt fjár- magn til að hún búi við eðlileg rekstrarskilyrði og möguleika til nýliðunar 2. Ullarniðurgreiðslur verði með svipuðum hætti og verið hef- ur. 3. Þjónustu og þróunarkostnaður verði álíka stór liður og verið hefur. Hluta hans verði varið til að örva sumarslátrun með- an það er nauðsynlegt. Þessi liður verði alfarið í umsjá bænda. 4. Ein útflutningsprósenta gildi allt árið. Vísað er í lið 3 til að örva sumarslátrun. 5. 0,7 reglan verði aflögð. 6. Jöfnunargreiðslur verði skoð- aðar sérstaklega. 7. Fjármunum verði varið í markaðsstarf sem og fag- mennsku í sauðfjárrækt. 8. Þeim fjármunum sem ekki er þegar búið að ráðstafa verði skipt með eftirfarandi hætti. 65% verði greitt út á gildandi greiðslumark. Grænt. 25% verði álagsgreiðslur greitt á innlagt kjötkíló. Gult. 10% verði greitt út sem gripa- greiðslur á innlagt lamb í slát- urhús. Blátt. 9. Álags- og gripagreiðslur verði háðar gæðastýringu. Gæða- stýring verði með svipuðu sniði og verið hefur. Gæða- handbókin verði einfölduð. 10. Heildargreiðslumark sem gildir í dag verði óbreytt, en framseljanlegt og óháð fram- leiðslu á kindakjöti. Ásetn- ingsskylda verði hækkuð í áföngum upp í 80% af greiðslumarki. Framkvæmda- nefnd búvörusamninga hafi heimild til að hækka þetta enn frekar á samningstímanum. 11. Gulur stuðningur verði skor- inn niður með því að ráðherra hætti að ákveða útflutnings- prósentu. Í staðinn komi bændur og sláturleyfishafar sér saman um útflutningspró- sentu. (Markaðsráð kinda- kjöts) 12. Heimilt verði að flytja greiðslumark milli aðila allt árið. 13. Samningurinn verði vísitölu- tengdur. 14. Skilyrði fyrir greiðslum úr sauðfjársamningi er að greiðsluþegi hafi fasta búsetu á svæðinu (innan 50 km) þar sem framleiðslan fer fram. Sé sauðfjárbú rekið af lögaðila skal einn af eigendum, sem á að lágmarki 25% af félaginu, hafa búsetu á svæðinu þar sem framleiðslan fer fram. 15. Þak verði sett á beingreiðslur þannig að 800-1000 ærgildi fái 50% beingreiðslna, yfir 1000 ærgildi engar. Nokkrir aðalfundarfulltrúa LS við upphaf fundarins sl. fimmtudag. Brot úr samþykktum sauðfjárbænda Jóhannes Sigfússon.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.