Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. apríl Upplag Bændablaðsins 14.141 Þriðjudagur 12. apríl 2005 7. tölublað 11. árgangur Blað nr. 215 2 Aðalfundur ferðaþjónustubænda Bændur í ís... 12 Fjarnám Tölvu- og fjarskiptatæknin hefur gjörbylt möguleikum íbúa landsbyggðarinnar í menntamálum, segir einn viðmælandi Bændablaðsins í blaðauka um fjarnám sem fylgir blaðinu í dag. Nú stunda þúsundir Íslendinga nám á háskóla- eða framhaldsskólastigi án þess að yfirgefa heimabyggð sína. Þetta eflir byggðirnar og hamlar gegn fólksflótta af landsbyggðinni. Sjá bls.17 - 23. Hagnaður hjá Leiðbeininga- miðstöðinni ehf. Tæplega sex hundruð þúsund króna hagnaður varð af rekstri Leiðbeiningamiðstöðvarinnar ehf. á Sauðárkróki á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi fyr- irtækisins fyrir skömmu. Þetta er þriðja heila starfsár stöðvar- innar, en hún var stofnuð í sept- ember 2001 og tók þá yfir þá starfsemi sem Búnaðarsamband Skagafjarðar hafði áður með höndum. Á fundinum kom jafn- framt fram að á síðasta ári lauk frágangi við uppgjör á starfsemi Búnaðarsambandsins frá fyrri tíð og er það nú skuldlaust. Hjá Leiðbeiningamiðstöðinni störfuðu 8-9 manns á síðasta ári. Þar af eru þrír ráðunautar og þrír sem starfa í bókhaldsdeild en fyr- irtækið vinnur bókhald fyrir marga aðila í héraðinu, einkum þó bændur. Auk þess eru 2-3 aðilar í verktöku og sjá um sæðingar í héraðinu. Á aðalfundinum var Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal, kosin í stjórn Leiðbein- ingamiðstöðvarinnar og er hún fyrsta konan sem sest þar í stjórn, auk hennar voru fjórar konur kjörnar í varastjórn. Árni Gunnarsson frá Flatar- tungu hefur verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. /ÖÞ Með litinn þann staka, sem stöðuvötn fá er stormskúrin þýtur við bakkann, í augunum stóru, sem starandi gljá, með stolta og hnarreista makkann Þú hrekkur við, fákur, og flögrar, og festu og kjark mínum ögrar. Stephan G. Stephansson Bændablaðið/Jón EiríkssonBændablaðið kemur næst út 26. apríl. “Þetta var góður fundur og menn skiptust á skoðunum í mikilli hreinskilni. Það var góð sátt um stefnumörkun að nýjum sauðfjársamningi, sem var aðalmál fundarins,” sagði Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda þegar aðalfundi LS lauk á Hótel Sögu sl. föstudag. Jóhannes sagði að nú biði það nýrrar samninganefndar að vinna úr tillögum fundarins og semja við ríkisvaldið um nýjan sauðfjársamning. “Á fundinum kom fram mikill baráttuhugur og meiri bjartsýni en við höfum átt að venjast undanfarin ár. Nú er lag að blása til nýrrar sóknar,” sagði Jóhannes. Á síðasta ári jókst sala dilkakjöts um 13,5%. Salan hefur líka verið góð það sem af er ársins. “Á fundinum voru menn sammála um að í haust verðum við að ná fram verðhækkunum á afurðum. Við höfum fullan hug á því að ná til baka þeirri miklu verðlækkun sem við höfum mátt sæta undanfarin ár.” Þórólfur Sveinsson, formaður LK, sagði fund kúabænda hafa gengið prýðilega, hann hafi verið málefnalegur og upplýs- andi. Í tilefni 20 ára afmælis Félags kúa- bænda á Suðurlandi var fundurinn hald- inn á Selfossi og sagði Þórólfur að öll að- staða hefði verið til fyrirmyndar. Meðal þess sem rætt var voru örlög Lánasjóðs landbúnaðarins og Bjargráðasjóðs, við- bætur við mjólkursamning, alþjóðamál, mikilvægi sjúkdómaskráningu og slæm gæði á einstaklingsmerkjum sem tekin voru í notkun í fyrra. Þá taldi fundurinn það aðkallandi að fjármálaráðgjöf á veg- um BÍ og leiðbeiningamiðstöðvanna yrði stórefld. „Fundurinn lagði áherslu að fyrir næsta aðalfund yrðu komnar skýrar línur varðandi ráðstöfum á þeim greiðslum sem eftir á að semja um í mjólkursamningnum en í samn- ingnum er kveðið á um að ljúka þessu fyrir 1. september 2006. Sú stefna var mótuð á fund- inum að reyna að komast út úr bjargráða- sjóðskerfinu. Það er breyting á lögum um Bjargráðasjóð og búnaðargjald svo það er ljóst að leita þarf til stjórnvalda um þau mál. Síðan var ályktað um Lánasjóð landbúnaðar- ins og nokkrar umræður spunnust um örlög hans. Það er ekki því að neita að menn velta fyrri sér hver muni eignast bréfin eftir þær breytingar sem nú eru fyrirhugaðar. Hver muni verða kröfuhafi á þá og hvernig bændur á jaðarsvæðum fara út úr þessu.“ Þórólfur sagði að talsvert var rætt um málefni Mjólku ehf. þó ekki hefði verið álykt- að um þau mál. „Landbúnaðarráðherra gaf mjög skýran tón í sínu ávarpi um stöðu þess máls. Það er ljóst að LK þarf að fara yfir þá stöðu í ljósi þeirrar afstöðu sem þar kom fram.“ Umræðu um einstaklingsmerkingar- málin bar einnig á góma og þeir möguleikar ræddir að e.t.v. þyrfti að skipta skipta um eitt- hvað af merkjum vegna framleiðsugalla. Einnig var rætt um samræmda sjúkdóma- skráningu sem menn vilja gjarnan að komist á hið fyrsta. Bjartsýni ríkti á fundum nautgripa- og sauðfjárbænda Sjá nánar á bls. 34 og 35. Á bls. 36 eru svipmyndir frá árshátíðum LK og LS. Aðalfundir sauðfjár- og kúabænda voru haldnir í síðustu viku

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.