Bændablaðið - 12.04.2005, Page 14

Bændablaðið - 12.04.2005, Page 14
14 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Afurðaverð á Nýja-Sjálandi Framleiðendaverð búfjarafurða suður þar hlýtur að teljast lágt séð í íslensku ljósi. Hafa verður í huga verðið er breytilegt og ræðst m.a. af verðþróun á lítt skilgreind- um heimsmarkaði. Algengt ullarverð er um 3 ND (nýsjá- lenskir dollarar) á kg ullar (um 125 Íkr) Bændur fá nú nálægt 65 ND (2.700 Íkr) fyrir 40 kg dilk. Mjólk er greidd eftir þurrefni prótíns og fitu og er greitt um 6,75 ND fyrir kg prótíns og um 2,5 ND fyrir kg fitu. Algeng prótín- prósenta er um 3.8 og fituprósenta um 5,4. Verð á 100 kg mjólkur er þá um 40 ND eða nálægt 17 Íkr á lítra. Dregið er af verði fyrir slæma mjólk, m.a. sé frumutala yfir 400.000. Afurðastöð á mjólkurtanka á búun- um og greiðir flutning mjólkur að vinnslu- stöð en þó þarf bóndinn að taka þátt í flutn- ingskostnaði sé þurrefnishald mjólkurinnar mjög lágt (meira vatn flutt). Nýsjálenskir bændur hafa væntingar um hækkandi heimsmarkaðsverð búvara í kjöl- far nýrra WTO samninga og eru þær vænt- ingar þegar farnar að hafa áhrif á landverð. Til íhugunar: Með sama hætti og opnari alþjóðaviðskipti með búvörur munu væntanlega bæta stöðu bænda á Nýja-Sjálandi þrengja breyttir við- skiptahættir trúlega stöðu íslenskra búvöru- framleiðenda og kalla á aukið kostnaðarað- hald. Væntanlegur hagnaður af breytingum virðist fremur ætla að lenda í vasa landeig- enda en búvöruframleiðenda á Nýja-Sjá- landi. Með sömu rökum má ætla að mögu- legar breytingar muni koma harðast niður á greiðslumarkseigendum hérlendis. Beitin hagkvæmust Þótt auðvelt sé að rækta korn á Nýja-Sjá- landi leggja bændur megináherslu á gras- rækt og nýtingu beitar enda telja þeir að gras af beit sé ódýrasta fóður sem hægt er að framleiða. Lögð er áhersla á að í beiti- landi sé smári eða aðrar köfnunarefnisbind- andi jurtir og fást þá við góð skilyrði oft yf- ir10 tonn þurrefnis af hektara án þess að borið sé á miklu meira en íslenskur tún- skammtur. Hafa verður þó í huga að beitar- dýrin skila landinu aftur nær öllum búfjár- áburði sínum Landi hverrar jarðar er jafnan skipt í mörg beitarhólf og hvert hólf beitt fáa daga, allt niður í einn dag í hverri umferð. Með svo örum skiptum eiga beitardýrin ætíð að- gang að ferskri og nýsprottinni beit sem bæði eykur upptöku þurrefnis á grip á dag og dregur úr ormasmiti. Til íhugunar: Leggjum við næga áherslu á framleiðslu mjólkurafurða af beit? Getum við framleitt stærri hluta framleiðslunnar á beitarmánuð- unum og lengt beitartímann með fjölbreytt- ara tegundavali við upphaf og lok beitar- tíma? Ef til vill þyrftu íslenskir bændur einnig að huga að aukinni hólfun beitilanda og örari skiptum milli hólfa. Þröngri sauðfjárbeit fylgja heilbrigðisvandamál Algengt er að sauðfé á Nýja-Sjálandi sé gef- ið ormalyf 5 sinnum á ári. Hve oft ormalyf er gefið ræðst m.a. af umfangi ormasmits og bændur telja sjálfir egg og orma til ákvörðunar á hvenær þurfi að gefa ormalyf. Búnaður til ormatalningar fæst í landbúnað- arverslunum þeirra. Bólusett er fyrir blóð- sótt og fleiri kvillum líkt og gert er á Ís- landi. Selenskortur er víða vandamál og þar bera bændur á selen og telja það einfaldara og hagkvæmara en seleninngjöf. Steinefn- um er hins vegar gjarnan blandað í drykkj- arvatn einkum fyrir kýr. Til íhugunar: Íslenskir bændur hafa takmarkaða mögu- leika á að meta ormasmit í hjörðum sínum hvort heldur eru kýr, kindur eða hross. Lík- ur eru á að ormasmit sé vanmetið í einhverj- um tilfellum og athugandi hvort sá búnaður sem Nýsjálendingar nota við mat á orma- smiti henti hérlendis. Blöndun steinefna í drykkjarvatn gæti vel verið hentug lausn t.d. við innifóðrun sauðfjár. Framleiðendasamvinnufélög farsælust Nýsjálenskir bændur voru spurðir um mis- munandi rekstrarform afurðavinnslu og töldu þeir samvinnufélagsformið farsælast til lengri tíma litið. Afurðastöðvar voru áður gjarnan að hluta eða alveg í eigu erlendra aðila. Rætt var sérstaklega um þessi efni við bónda sem situr í stjórn samvinnufélags um rekstur sláturhúss. Í því félagi þurfa bændur að leggja hluta af innleggi í stofnsjóð þar til þeir eiga í stofnsjóði 17.500 ND (720.000 Íkr). Aðeins er tekið í stofnsjóð þegar það verð sem fæst fyrir afurðirnar er yfir áætl- uðu verði og þá mest þriðjungur af því sem næst umfram áætlað verð og því tæpast yfir 1 ND á kind (2,50 Íkr/kg kjöts). Gengi stofnsjóðsinneignar er 1,00 og er óbreytan- legt, greiddir eru 7 % ársvextir af stofnsjóði og sjóðurinn greiddur út við andlát eða fylg- ir jörð við sölu. Sambærilegar reglur gilda í samvinnufélögum um mjólkurvinnslu. Til íhugunar: Grunnhugsunin er að stofnsjóðurinn sé kjöl- festa fyrirtækisins og aðgangur að afurða- vinnslu kosti fjármuni, án þess að unnt sé að eignast „ráðandi hlut“ með miklum við- skiptum. Er þetta skynsamlegur millivegur milli íslenskrar umræðu annars vegar um afl fjármagns í hlutafélögum og hins vegar um fé án hirðis í samvinnufélagaforminu? Nýlega var efnt til hópferðar til Nýja-Sjálands að forgöngu Landssambands kúabænda eftir tillögu Sigurðar Loftssonar í Steinsholti. LK og Ferðaskrifstofa Vesturlands önnuðust undirbúning ferðarinnar hér heima. Undirbúningur og fararstjórn á Nýja-Sjálandi annaðist Valdimar Ein- arsson frá Lambeyrum í Dölum, en hann nam landbúnaðarfræði á Nýja-Sjá- landi og hefur starfað þar um 20 ár að viðfangsefnum tengdum landbúnaði, nú síðast sem einn af bankastjórum Rabobank sem er einn öflugasti búnað- arbanki landsins. Leiðsögn Valdimars var ómetanleg, bæði varðandi fróð- leik um líf og landshagi og þó ekki síst landbúnað á þessu fjarlæga og frjó- sama landi. Komið var til Nýja-Sjálands 18. febrúar á fögrum síðsumardegi og farið þaðan 28. febrúar. Bændablaðið hefur fengið einn ferðalanganna, Ara Teitsson, til að greina stuttlega frá ýmsu áhugaverðu sem fyrir augu bar. Landbúnaður á Nýja-Sjálandi Bændaferðir efna til landbúnaðarferðar dagana 25. ágúst til 1. september í sumar. Í ferðinni verður bændum og öðru áhugafólki um landbúnað gefinn kostur á að kynnast norskum landbúnaði auk þess sem staðir sem sumir standa okkur Íslendingum nærri verða heimsóttir. Ætlunin er að heimsækja a.m.k. 4-5 bændur í ferðinni en meðal þeirra staða sem verða heimsóttir eru Lille- hammer. Auk ólympíumannvirkjanna er í Lillehammer frábært byggðasafn á Maihaugen. Frá Lillehammer er ekið um Valdres, Jötunheimen, um Guðbrandsdalinn, Dovrefjöll og til Þrándheims. Í Þrándheimi verður m.a. Niðaróss dómkirkjan skoðuð, en í Þrándheimi eða Niðarósi verður gist í tvær nætur. Frá Þrándheimi verður ekið til ekið til Röros sem er gamall námu- bær þar sem m.a. var unninn kopar. Námurnar verða skoðaðar en gist verður eina nótt í Röros. Frá Röros verður ekið um Österdalen til Óslóar, m.a. með viðkomu í Hamri og Eidsvoll. Ósló fagnar í ár 100 ára afmæli sínu en flestir Íslendingar kannast við Holmenkollen, Vige- landsgarðinn, konungshöllina, stórþingið og Harl Johan verslunargöt- una. Einnig verður komið við í Ås, en þar er norski landbúnaðarhá- skólinn sem fjölmargir Íslendingar hafa numið við. Alls tekur ferðin 8 daga. Hér er um að ræða blandaða ferð þar sem gamni, fróðleik og sögu verður fléttað saman við margrómaða náttúrufegurð Noregs. Fararstjóri er Guðmundur Stefánsson. Síðsumarsferð til Noregs Fósturlandsins Freyjur er verk- efni á vegum Atvinnu- og jafn- réttisráðgjafa Byggðastofnunar, styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og Kvenna- sjóði Vinnumálastofnunar. Meg- in tilgangur þess er að styðja við konur í dreifbýli til að nýta nátt- úruauðlindir til atvinnusköpun- ar. Nú hafa Fósturlandsins Freyjur auglýst eftir samstarfi við konur sem hafa aðgang að landrými til jurtatínslu og ræktunar. Þegar hef- ur konum verið boðið upp á nám- skeið í jurtatínslu og meðhöndlun jurta og í vor stendur til að halda námskeið í ræktun. Annar tveggja forsvarsmanna verkefnisins á Íslandi er Bjarn- heiður Jóhannsdóttir, atvinnu- og jafnréttisráðgjafi Suðurkjördæmis. Hún segir að unnið hafi verið að því að koma á tengslum við fyrir- tæki sem nota jurtir til ýmissa hluta svo sem smyrsl eða græð- andi krem. Sömuleiðis hefur kon- um hér á landi sem sjálfar búa til smyrsl úr jurtum verið boðið til Finnlands til að kynnast því sem þar er að gerast. Jurtirnar sem um ræðir eru vallhumall, sem er mikið notaður í græðandi krem, og síðan heilsu- jurtir eins og ætihvönn, mjaðurt, blóðberg, baldursbrá, fjallagrös, maríustakkur, klóefling, rabarbari og lerkisveppur. Bjarnheiður segir að það sé al- veg eftir að kortleggja grasalækna- sviðið en þar er um að ræða fleiri jurtir en þær sem eru taldar upp hér að ofan. Hún bendir á að hér sé um þróunarverkefni að ræða og það taki alltaf langan tíma að ná sambandi og samningum við þá sem nota jurtirnar. Hér á landi eru fyrirtæki sem flytja út jurtakrem til Bretlands úr íslenskum jurtum. Segir Bjarnheiður að þar sé um ágætis útflutningsvon að ræða. Eins er líka möguleiki á að flytja sjálfar jurtirnar út ef eitthvert fyrir- tæki hefur áhuga á því og er með sambönd erlendis, en fullvinnsla þeirra hér skapi þó töluvert meiri virðisauka fyrir þjóðarbúið. Hún segir engan vafa leika á því að þarna er opinn möguleiki fyrir konur í sveitum til að nýta lönd sín og hafa gott upp úr því. Fósturlandsins Freyjur Hvetja konur sem hafa aðgang að landi til jurtatínslu og ræktunar Mikill og vaxandi áhugi er fyrir kornrækt í Bláskógabyggð og Grímsnesi. Í fyrra voru lagðir um 50 hektarar undir kornrækt en í ár verða það rúmlega 100 hektarar sem fara undir korn- ræktina, að sögn Brynjars Sig- urðssonar á Heiði, sem er for- maður Gullkorns. félags korn- bænda. Hann segir að nokkrir hafi fengist við kornrækt í smáum stíl sl. 10 ár eða svo. Síðan kom riðu- niðurskurður hjá bændum á svæð- inu og það var til þess að þeir juku kornræktina og stofnuðu fé- lag um að kaupa kornþreskivél og þá varð félagið Gullkorn til. Keypt var notuð vél frá Dan- mörku á 1700 þúsund en nýjar svona vélar kosta 6 til 8 milljónir króna. Brynjar segir að þessi eina vél hafi dugað þeim í fyrra en mjög sennilega þurfi þeir að kaupa aðra vél í ár ef korn verður ræktað á yfir 100 hekturum. Aðal ræktunarsvæðin eru í Tungunum, Laugardal og Gríms- nesi. Landgræðslan hafði alltaf skorið kornið þar efra þar til rið- an kom upp þá var því hætt vegna smithættu. Brynjar segir það draum manna að koma sér upp húsi til að þurrka kornið því ekki vanti heita vatnið á þessu svæði. Mikill uppgangur í kornrækt í Bláskógabyggð og Grímsnesi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.