Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 32
32 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu lífeyris 2004: Efnahagsreikningur 31. desember 2004: Í milljónum króna 2004 2003 Í milljónum króna 2004 2003 Iðgjöld 388 373 Hlutabréf og verðbréfasj. 9.848 8.561 Lífeyrir -615 -587 Markaðsverðbréf 2.531 2.463 Fjárfestingartekjur 1.473 1.565 Veðlán 743 755 Fjárfestingargjöld -21 -17 Önnur útlán 546 702 Rekstrarkostnaður -27 -25 Bankainnistæður 26 123 Kröfur 65 51 Hækkun á hreinni eign á árinu 1.197 1.309 Aðrar eignir 150 60 Hrein eign frá fyrra ári 12.697 11.388 13.908 12.715 Skuldir -14 -18 Hrein eign til greiðslu lífeyris 13.894 12.697 13.894 12.697 Tryggingafræðileg staða Gerð var tryggingafræðileg úttekt á sjóðnum miðað við árslok 2004. Endurmetin hrein eign sjóðsins miðað við 3,5% ávöxtun nemur í árslok 2004 14.258 mkr. og verðmæti framtíðariðgjalda 3.867 mkr. eða samtals 18.126 mkr. Heildarskuldbindingar nema 20.082 mkr. Sjóðinn vantar því 1.957 mkr., eða 9,7%, til að eiga fyrir heildarskuldbindingum. Áfallnar skuldbindingar nema 15.124 mkr. Halli miðað við áfallnar skuldbindingar er því 866 mkr., eða 5,7%. Í árslok 2003 voru eignir 7,2% lægri en heildarskuldbindingar og 3% lægri en áfallnar skuldbindingar. Samkvæmt lögum ber að skerða réttindi og lífeyrisgreiðslur ef halli verður eitt ár umfram 10% eða umfram 5% fimm ár í röð. Aðgerðir vegna stöðu sjóðsins eru óumflýjanlegar í nánustu framtíð. Lífeyrisskuldbindingar 2004 2003 2004 2003 Hlutfall eigna af Hlutfall eigna af heildarskuldbindingum 90,3% 92,8% áföllnum skuldbindingum 94,3% 97,0% Ávöxtun – Fjárfestingarstefna Ávöxtun sjóðsins á árinu var 11,32% sem jafngildir 7,13% hreinni raunávöxtun. Hrein raunávöxtun árið 2003 var 10,49%. Helstu ástæður lakari ávöxtunar en 2003 er sú að erlendir markaðir gáfu ekki eins vel af sér og vonir stóðu til vegna styrkingar krónunnar gagnvart bandaríkjadollar en mikil hækkun varð hins vegar á innlendum hlutabréfum sem vega ekki þungt í samsetningu eigna sjóðsins. Samkvæmt fjárfestingarstefnu sjóðsins 2004 skal samsetning eigna vera sem næst eftirfarandi hlutföllum: Skuldabréf með ríkisábyrgð 40%, önnur skuldabréf 25%, erlend hlutabréf 25% og innlend hlutabréf 10%. Heimilt er að leggja allt að 15% eigna inn á bundna innlánsreikninga. Kennitölur 2004 2003 2004 2003 Nafnávöxtun 11,32% 13,50% Eignir í íslenskum krónum 78,65% 82,40% Hrein raunávöxtun 7,13% 10,49% Eignir í erlendum gjaldm. 21,35% 17,60% Meðaltal hrein raunávöxtun sl. 5 ár 1,33% 1,85% Fjöldi virkra sjóðfélaga 3.364 3.530 Meðaltal hrein raunávöxtun sl. 10 ár 4,76% 4,62% Fjöldi lífeyrisþega 3.668 3.650 Sjóðfélagalán Hámarkslán nema 2.000.000 króna út á 16 stiga réttindi en 1.500.000 króna lán eru veitt út á 3 stiga réttindi. Vextir breytast 15. hvers mánaðar og eru 1,5 prósentustigum hærri en meðaltalsávöxtun á nýjustu flokkum íbúðabréfa til 20 og 30 ára. Vextir verða þó ekki lægri en 5%. Lánasjóður landbúnaðarins sér um afgreiðslu og innheimtu lánanna. Ársfundur Ársfundur sjóðsins verður haldinn í Bændahöllinni þriðjudaginn 14. júní n.k. og verður nánar auglýstur síðar. LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA Stjórn Lífeyrissjóðs bænda Skrifstofa sjóðsins er til húsa á 3. hæð í Guðríður Þorsteinsdóttir, formaður Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Ólafur Páll Gunnarsson Afgreiðslutími er frá kl.10 - 16. Loftur Þorsteinsson Sími 563 0300 og myndsendir 561 9100 Guðmundur Grétar Guðmundsson Örn Bergsson Heimasíða lífeyrissjóðsins er www.lsb.is Netfang: lsb@lsb.is Framkvæmdastjóri er Sigurbjörg Björnsdóttir Meginniðurstöður ársreiknings 2004 væru um margt ólíkar, til dæmis gætu veikindi barna, bræla á sjónum eða vinnutarnir sett strik í reikning þeirra fyrrnefndu. Hann ræddi nokkuð um fyrir- komulag prófa sem þyrftu að fara fram við sömu aðstæður og námið. Það þýddi fyrir fjarnema að próf ættu að fara fram í tölvunni. Slíkt væri enginn vandi fyrir kennara en stjórnendur hefðu enn ekki fallist á þá lausn. Að því myndi þó koma. Nálægð og fjarlægð Nokkur munur er á því hvort skólar vilja fá nemendur til sín í námslotur eða ekki. Slíkt tíðkast í háskólanámi en er sjaldgæfara á framhaldsskóla- stiginu. Þarna spilar kostnaður ef- laust inn í því það kostar sitt að kalla hundruð nemenda saman einu sinni til tvisvar á önn. Guðmundur var ekki viss um að þetta myndi bæta kennsluna, það myndi vissulega létta kennurum störfin en námslegur ágóði nemenda væri óviss. Þeir græddu hins vegar heilmikið á því félagslega. Hann kvaðst vera á því að skól- arnir þyrftu að slíta tengsl fjarnáms- ins við námsannir skólanna. „Nem- endur ættu að geta hafið nám þegar þeim hentar og lokið því þegar þeim hentar. Um þetta ættu þeir að geta gert samning við skólann sinn. Sumum hentar nefnilega að taka eina eða fáar námsgreinar í einu, aðrir þurfa helst að fást við margt í einu. Sumir vinna best á sumrin, aðrir á veturna. Sumir vilja nota veikindafrí, orlof og löng vinnuleyfi til náms.“ Guðmundur sagði að fjarnámið gerði endanlega út af við hið úrelta hlutverk kennarans: að vera hinn fróði fræðaþulur og allsherjar þekk- ingarveita. Nemendur í fjarnámi bera sjálfir ábyrgð á og stjórna námi sínu en hlutverk kennara er að styðja einstaklinga og hóp, hvetja og leiðbeina. Í lokin sagði Guðmundur að sumir sæju fyrir sér að kennarinn yrði smátt og smátt óþarfur í fjar- náminu. Það gæti vafalaust hentað sumum. „En flestir - að ég tel - munu hér eftir sem hingað til hafa þörf fyrir persónulegt samband og nálægð kennara eða leiðbeinenda. Og sú nálægð þarf samkvæmt minni reynslu ekki að vera neitt minni þótt í gegnum tölvur sé en í skólastofu þar sem aðeins hinir háværustu og frekustu ná sambandi við kennar- ann.“ Framhald af bls. 23 Reykjavíkur- flugvöllur verði rekinn áfram Búnaðarþing 2005 samþykkti ályktun þar sem það beinir því til ráðherra samgöngumála að hann tryggi núverandi aðgang landsmanna að höfuðborginni með því að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Búnaðarþing 2005 hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til þess að axla þá ábyrgð sem höfuðborgin ber gagnvart öllum landsmönnum og skerði ekki aðgengi að borginni með því að hafna núverandi innanlandsflugvelli.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.