Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 24
24 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Sara Regína Valdimarsdóttir á Frostastöðum hefur verið skóla- stjóri frá árinu 1998. Hún fór með fréttamann í skoðunarferð um skólann og mátti þar sjá mikið af ýmiss konar myndverk- um eftir nemendur á veggjum skólans. Skólastjórinn upplýsti að þau legðu mikið upp úr því að hafa vinnu nemenda sýnilega. Setja myndir í ramma, merkja þær og ganga þannig frá þeim að krakkarnir fyndu að það væri borin virðing fyrir því sem þau gerðu.. Elsti hluti skólahússins, salur- inn, var byggður árið 1921. Húsið var byggt til minningar um Skarp- héðin Símonarson en var oftast nefnt Þinghúsið. Fljótlega varð húsið einn af kennslustöðunum í Akrahreppi og var svo fram á sjötta áratuginn. Árið 1961 var byggt við húsið, sem hlaut þá nafnið Héðinsminni, og hefur þar verið skóli sveitarinnar allar götur síðan. Árið 1990 var húsið enn stækkað og þá með þarfir skólans í huga. Þá fékk skólinn skrifstofuað- stöðu og tvær kennslustofur auk þess var húsinu breytt. Húsið hef- ur alltaf verið samkomustaður sveitarinnar. Hér fara nánast allar samkomur fram, fundir, veislur og margvíslegar skemmtanir. Að sögn skólastjórans krefst það þess að mestallur búnaður skólans sé færður úr salnum s.s. tölvur og kennslugögn. Það setur skólastarf- inu auðvitað nokkrar skorður en er að sjálfsögðu löngu komið upp í vana. Eftir að síðasta stækkun komst í gagnið er húsið um 385 fermetra að gólffleti og tiltölulega rúmt bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Fimm ára börnin tvo daga í viku Á þessu skólaári eru 19 börn í 1.-7. bekk í skólanum. Eftir 7. bekk fara krakkarnir úr sveitinni í Varma- hlíðarskóla í 8.-10. bekk. Nemend- um í 1.-7. bekk er yfirleitt skipt í tvo hópa í kennslunni, eldri og yngri deild, en í lesgreinum sem og verklegum greinum er skipt í minni hópa eftir þörfum hverju sinni. Tvo daga í viku er hópnum ekið í Varmahlíð þar sem íþrótta- kennslan fer fram, en hreppurinn er eignaraðili bæði að íþróttahúsi og sundlaug sem þar eru. Þá hefur Tónlistarskóli Skagafjarðar að- stöðu í húsinu og koma kennarar þaðan og annast tónlistarkennslu 4 daga vikunnar. Frá árinu 1999 hafa fimm ára börnin í sveitinni átt þess kost að vera í Akraskóla einn dag í viku. Í vetur eru þau tvo daga eða alls 10 kennslustundir á viku. Sara segir að það sé sameiginleg ákvörðun starfsliðs, skólanefndar og sveitar- stjórnar að bjóða upp á þessa kennslu. Skólavist 5 ára barnanna er foreldrum að kostnaðarlausu nema hvað þeir þurfa að borga fæði. Þessi skólavist er ekki skylda en öll 5 ára börn í sveitinni hafa nýtt sér kennsluna til þessa. Sara segir að kennsla 5 ára sé í raun hugsuð sem hægfara aðlögun að skólanum og því starfi sem þar fer fram. Krakkarnir eru í námi og að hluta til í bekk með 6-9 ára börn- unum. Reynt er að kynna fyrir þeim flestar kennslugreinar og mest áhersla lögð á stærðfræði og undirbúning fyrir lestrarnám. Með þessu þekkja börnin skólann sinn og eru miklu betur undirbúin fyrir hina eiginlegu skólagöngu í 1. bekk en þá eru þau 30 kennslu- stundir á viku í skólanum. „Eini“ vinnustaður sveitarinnar Íbúar Akrahrepps voru 215 talsins 1. desember 2004. Langflestir íbú- arnir lifa af hefðbundnum búskap þótt nokkrir stundi vinnu utan heimilis bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Í hreppnum er enginn þéttbýliskjarni og skólinn er eini vinnustaður sveitarinnar utan sveitabýlanna. Við hann eru um það bil fimm stöðugildi og auk þess tveir skólabílstjórar sem aka með börnin frá hvorum enda sveit- arinnar. Sara segir að auk sín sé einn kennari í fullu starfi og fimm kennarar sem skipti með sér einu og hálfu starfi. Við skólann er matráðskona og eitt starf skólaliða sem tveir skiðta með sér. Þessi vinnustaður hafi því mikið að segja fyrir sveitarfélagið og íbúar sveitarinnar séu flestir mjög já- kvæðir gagnvart skólanum og því starfi sem þar er unnið. Hún segist telja að meðan hreppurinn sé sjálf- stætt sveitarfélag verði skólinn rekinn með svipuðu fyrirkomulagi. Fyrir því sé eindreginn vilji meiri- hluta hreppsbúa. Nú er skólinn samkomustaður sveitarinnar og sameign allra íbúanna. Ef til vill endurspeglaðist þessi afstaða íbúa Akrahrepps gagnvart skólanum í niðurstöðum sameiningarkosninganna í Skaga- firði um árið þegar þeir voru meðal þeirra hreppa í héraðinu sem felldu sameininguna og kusu að halda sjálfstæði sínu sem sveitarfélag hvað sem aðrir íbúar héraðsins gerðu. Sara segist vera mjög ánægð með það góða starfsfólk sem ráðist hefur að skólanum. Allir kennarar hafa kennsluréttindi utan einn sem er þó með 30 ára reynslu af barna- kennslu. Einn kennaranna er menntaður tónmenntakennari auk þess að vera organisti sveitarinnar og nýtur skólinn þess samstarfs. Mest um vert sé þó að hópurinn er samhentur og búinn að vinna sam- an í nokkur ár. Sara bendir á að skólastarf í litlum samkennsluskól- um krefjist mikils af kennurum, því að auk þess að vera færir um að kenna flestar kennslugreinar verði þeir að samkenna allt að fjór- um árgöngum. Það sé flókið mál sem krefjist mikillar skipulagning- ar og yfirsýnar kennarans. En starf í litlum skólum hafi líka marga kosti. Þar sé auðveldara að sveigja skólastarfið að þörfum hverju sinni, t.d. breyta stundaskrá, sam- þætta kennslugreinar og vinna þemaverkefni. Sara segir einnig að starfsfólk í litlum skólum verði einfaldlega að vera sveigjanlegt og tilbúið að semja sig að aðstæðun- um, þá gangi þetta allt saman ágætlega. Leggja áherslu á að kenna krökkunum að koma fram ,,Verklegar greinar, þ.e. hand- mennt, myndmennt, heimilisfræði, tónmennt og smíðar hafa ávallt fengið mjög góðan tíma í skólan- um. Það nær langt aftur,“ segir Sara. „ Jafnvel þótt skólinn hafi aldrei haft sérstakar kennslustofur fyrir verkgreinakennslu hafa þessar greinar verið kenndar eins og hægt hefur verið. Heimilisfræðin er til dæmis kennd í eldhúsi skólans í góðu samráði við matráðskonuna okkar. Smíðir eru kenndar í venju- legri kennslustofu með þeim tækj- um sem unnt er að koma við þar. Mér finnst alltof oft vera einblínt á það í íslenskum skólum að til þess að kenna tilteknar greinar þurfi að vera svona og svona góð aðstaða. Við bara kennum þessar greinar eins vel og við getum og lögum okkur einfaldlega að þeim aðstæð- um sem hér eru.“ ,,Einnig leggjum við mjög mik- ið upp úr því að kenna krökkunum að koma fram á ýmsum samkom- um sem skólinn heldur. Það má segja að það byrji strax í kirkju- skólanum hjá séra Döllu á Mikla- bæ. Þar byrja þau mjög ung að standa upp og syngja við æskulýðs- messu og á aðventunni. Þegar þau koma hingað 5 ára gömul fara þau að koma fram á sviði og syngja, lesa upp, leika leikrit, kynna dag- skrána og jafnvel stjórna samkom- unni. Við leggjum áherslu á að þau komi alltaf öll fram á samkomum skólans. Skólinn heldur þrjár fastar skemmtanir yfir árið. Litlu jólin og þorrablót skólans eru opin fyrir for- eldra , afa, ömmur og systkini. Þá er alltaf skemmtun á sumardaginn fyrsta sem er opin fyrir alla hreppsbúa. Einnig hafa nemendur flutt söngleiki í kirkjunni auk til- fallandi skemmtana í skólanum, t.d. á degi íslenskrar tungu. Þá koma nemendur fram við hin ýmsu tækifæri svo sem á tónleikum Tón- listarskólans, í árlegri upplestrar- keppni og við skólaslit. Þegar þau hafa lokið 7. bekk eru þau orðin býsna sviðsvön. Þrátt fyrir að vera í svona fá- mennum skóla finnst mér krakk- arnir okkar vera mjög fær félags- lega. Ég tek alls ekki undir þau sjónarmið sem oft heyrast gagnvart þessum litlu skólum að þar verði börnin svo heimóttarleg og skorti félagslega færni og félagsskap jafnaldra. Ég tel einmitt að þessu sé á annan veg farið. Nemendur í litlum skóla fá betur að njóta sín sem einstaklingar. Ég held einnig að þar sem börnin eru í hópi með bæði yngri og eldri nemendum læri þau umburðarlyndi og tillitssemi eins og börn gera í systkinahópi. Það er hægt að eignast vini þótt þeir séu ekki endilega jafngamlir manni sjálfum. Í litlu skólunum er miklu meiri tími til að sinna hverjum og einum nemanda. Andrúmsloftið þar er heimilislegt og öruggt. Kennarar og aðrir starfsmenn ná betra sam- bandi við nemendur og þekkja námsþarfir, hegðun og tilfinningar hvers og eins nemanda miklu betur en í fjölmennum skólum. Þess vegna er yfirleitt auðveldara að bregðast við erfiðleikum ef upp koma í svona litlum hópi. Þegar allt er skoðað finnst mér í rauninni alger forréttindi fyrir krakka að fá að vera í fámennum skóla. Gott skólastarf byggist ekki á umgjörð starfsins heldur því inni- haldi og samskiptum sem starfið innanhúss felur í sér,“ sagði Sara Regína Valdimarsdóttir að lokum. /ÖÞ Það eru forréttindi að vera í fámennum skóla Þ að var bjart yfir Blöndu- hlíðinni í Skagafirði á dögun- um þegar tíðindamaður blaðsins skrapp í heim- sókn til nemenda og starfsfólks grunnskóla sveitarinnar sem stað- settur er á Stóru-Ökr- um. Ástæða heimsókn- arinnnar var góður ár- angur sem krakkarnir í skólanum náðu í myndlistarsamkeppni Bænda- samtaka Íslands á dögunum. Grunn- skólinn er án efa ein mikilvæg- asta stofn- un landsins , engu að síður hefur oft gustað hressilega um þennan hornstein þjóðfélags- isns eins og skólinn er gjarnan nefndur á há- tíðis- og tyllidögum. Í smærri byggðarlögum er skólinn oft viss kjöl- festa, bæði sem vinnu- staður og uppeldis- stofnun. Engu að síður er skólinn, ekki síst þeir smæstu, oft það sem horft er til þegar spara þarf í rekstri sveitarfélaga. Akra- skóli, eins og heima- menn nefna hann, er eflaust hefðbundinn sveitaskóli á Íslandi. Það er Akrahreppur sem stendur að rekstri hans og nemendur á þessu skólaári eru 19 talsins í 1.-7. bekk, auk 5 barna í 5 ára deild skólans. Á myndinni hér fyrir ofan er Sara Regína Valdimarsdóttir, skólastjóri. Frá vinstri: Kristján Bohra Brekkukoti, Gréta María Halldórsdóttir Úlfsstöðum, Stefán Ingi Gestsson Höskuldsstöðum, Hrafnhildur Gunnarsdóttir Stóru- Ökrum, Þóra Kristín Þórarinsdóttir Frostastöðum, Amalía Stefánsdóttir Þverá, Íris Ósk Matthíasdóttir Stekkjarflötum, Sylvía Sif Halldórsdóttir Úlfsstöðum, Jórunn Rögnvaldsdóttir Flugumýrarhvammi, Aron Þór Agnarsson Hjaltastöðum, Gunnar Freyr Gestsson Höskuldsstöðum, Inga Einarsdóttir Flatatungu, Kolbjörg Katla og Jóndís Inga Hinriksdætur Syðstu-Grund, Rakel Eir og Katarína Ingimarsdætur Flugumýri, Helgi Fannar Gestsson Hösk- uldsstöðum, Pétur Óli Þórólfsson Hjaltastöðum og Einar Örn Gunnarsson Sólheimum. Á myndina vantar 5 nemendur sem voru fjarverandi þennan dag.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.