Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 30
30 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Aukinn innflutningur á ódýrum búvörum og lægri tollar verður stór biti að kyngja fyrir danskan landbúnað þeg- ar Alþjóða viðskiptastofnunin, WTO, opnar enn frekar fyrir alþjóðaviðskipti. Danskur landbúnaður er hins veg- ar reiðubúinn að undirgangast alþjóðasamninga um við- skipti með búvörur þar sem gerðar eru sömu kröfur um matvælaöryggi, umgengni við umhverfið og góða með- ferð búfjár og í Danmörku. Samtök danskra bænda, Dansk Landbrug, bíða með óþreyju eftir að leikreglur í alþjóðaviðskiptum með búvörur komist á hreint. Umræður um þær innan WTO hafa nú staðið árum saman. Það versta fyrir okkur er langvarandi óvissa, segir Peter Gæmelke, formaður Dansk Landbrug og jafnframt formaður í Landbrugsråded, samstarfsstofnunar dansks landbúnaður. Hann vonast til að fá hófstilltan samning um viðskipti milli landa án dulbúinna styrkja eins og nú tíðkast. Ef útflutningsstyrkir í Evrópu verða lagðir niður þá verð- ur að leggja niður hvers kyns annan stuðning við útflutning, svo sem greiðslufresti, matvælaaðstoð og viðskiptafyrirtæki í opinberri eigu, sem aðrar þjóðir stunda, segir hann. Dansk Landbrug vill ljúka samningum sem fyrst þannig að unnt sé að bregðast skipulega við þeim. Með því er ekki átt við að fella eigi strax niður alla tolla og stuðning. Peter Gæmelke væntir þess að tollar og útflutningsstyrkir dragist saman jafnt og þétt um nokkurt árabil þannig að landbúnaðurinn fái tíma til að laga sig að nýjum aðstæðum. Menn skulu jafnframt hafa það í huga að ESB flytur meira inn en út af búvörum. Tilbúið verð Verð á búvörum hefur um langt árabil stjórnast meira af framboði en eftirspurn. Á árum áður fengu bændur styrki til að auka framleiðsluna þannig að viðkomandi lönd væru sjálfum sér næg um mat. Á síðari árum hefur landbúnaðar- stefnan meira miðast við að tryggja að bændur, m.a. í Dan- mörku, þurfi ekki að ganga frá búum sínum vegna þess að bændur í öðrum löndum standa betur að vígi í óeðlilegri samkeppni. Danskir bændur hafa verið bundnir af stefnu ESB og sambandið hefur, eins og margur aðrir heimshlutar, haft stjórn á viðskiptunum með því að beita tollum og útflutn- ingsbótum. ESB hefur lagt tolla á innflutning fjölda búvara frá lönd- um utan sambandsins til að auðvelda bændum í ESB að keppa við þær. Þar á meðal má nefna nautakjöt. Á sama tíma hafa mjólkurafurðir notið þar útflutningsbóta, svo sem ostur, smjör og mjólkurduft, til að auðvelda sölu þeirra utan ESB. Erfitt púsluspil Þegar löndin 148, sem eiga aðild aða WTO, ætla að komast út úr þeirri öndunarvél sem tollar og útflutningsbætur eru fyrir sum aðildarlandanna, þá reka þau sig á það að allra hagur er að framleiðslan fari fram þar sem hún er ódýrust. Bananar vaxa þrátt fyrir allt betur í Afríku en í Danmörku, en þar er hins vegar svínarækt hagkvæmari. Ef löndin fella niður tolla og út- flutningsbætur þá verður meira af banönum og svínakjöti handa öllum, segja fræðin. Þegar það tekur WTO samt sem áður jafn mörg ár og raun ber vitni að ná samkomulagi um meira frelsi í viðskiptum er það vegna þess að aðildarlöndin hafa öll einhverjar sérþarfir sem þau eru ekki tilbúin að afsala sér. Púsluspilið sem á að finna lausn á er því afar flókið. WTO samningarnir takmarkast heldur ekki við viðskipti með búvörur, heldur fjalla einnig um iðnaðarvörur og þjónustugreinar. Hófstilltur samningur Dansk Landbrug biður um hófstilltan WTO-samning, sem annars vegar eykur frelsi í heimsviðskiptum með búvörur en á hinn bóginn verndar framleiðslu landa til eigin neyslu upp að ákveðnu marki. „Slíkan samning er unnt að gera með því að leyfa ekki frjálsan heldur takmarkaðan aðgang að mörkuðum, þannig að við getum varið þá framleiðslu, sem við viljum verja í Evrópu,“ segir Peter Gæmelke. Hann vill halda uppi kornframleiðslu og nautakjötsframleiðslu en óttast að þessar greinar verði undir ef innflutningur korns og nautakjöts verður gefinn frjáls. Nú er nokkur tollfrjáls kvóti á nautakjöti í ESB, en tollar eru lagðir á frekari innflutning. Peter Gæmelke veit að tollfrjálsi innflutningurinn mun óhjákvæmilega aukast með nýjum WTO-samningi og þar með innflutningur á ódýra nautakjöti frá Suður-Ameríku. Á hinn bóginn er hann ánægður með að unnt er að opna upp á gátt fyrir innflutning á sojabaunum sem danskir bændur framleiða ekki en nota í stórum stíl í fóður. Ástæða þess að leiðtogi danskra bænda styður ekki að bú- vöruviðskipti séu gefin algjörlega frjáls er sú að hann vill að unnt verði áfram að stunda landbúnað í Danmörku. Við getum ekki búið við brasilísk framleiðsluskilyrði, við verðum að reka bú okkar við þau rekstrarskilyrði sem gilda í ESB, segir hann. Vel undirbúið ESB hefur með síðustu breytingum á landbúnaðarstefnu sinni undirbúið sambandið með að spjara sig betur á alþjóð- legum búvörumarkaði. Það hefur sambandið gert með því að framlög til landbúnaðar eru ekki lengur bundin fram- leiðslunni. Bændur þurfa því ekki lengur að velta fyrir sér hvaða framleiðsla fær mesta styrki, heldur hvaða fram- leiðslu þeir hafa sjálfir mest upp úr, þ.e. hvað markaðurinn biður um. Bóndinn fær (næstum því) sömu framlög hvað sem hann ræktar. Jafnframt hefur markaðsverðið í ESB nálgast heimsmarkaðsverðið en ESB - verðið var áður miklu hærra. Því nær sem verðið í ESB er heimsmarkaðsverðinu því auðveldara er það fyrir danskar búvörur að standa sig í samkeppninni, bæði á heimamarkaði og alþjóðamarkaði. Peter Gæmelke væntir þess að danskur landbúnaður haldi samkeppnisstöðu sinni í svína- og alifuglarækt og að öll lönd í ESB uppfylli þær kröfur um gæði, matvælaöryggi, umhverfi og dýravernd sem gilda þar. Ef við þurfum að búa við strangari kröfur lútum við auðveldlega í lægra haldi, segir hann. Hann trúir því einnig að mjólkurframleiðsla eigi sér framtíð í Danmörku vegna þess að áfram þarf að fullnægja innri markaði ESB um mjólk og mjólkurvörur. Annar út- flutningur mjólkurvara verður ekki mikill þegar útflutnings- bæturnar hverfa, bætir hann við. Mjólkurframleiðslan er undir miklu álagi, verð á mjólk hefur þegar lækkað verulega og danskur landbúnaður vonast eftir að WTO sýni sveigjan- leika hvað varðar útflutningsbætur með mjólkurafurðum. Að öðrum kosti þarf að lækka mjólkurverð í ESB enn frekar og bæta mjólkurframleiðendum það upp á annan hátt. Það verður þó ekki auðvelt þar sem framlög ESB til landbúnaðar hafa þegar verið bundin fast fram til ársins 2013. Það eru erfiðir kostir fyrir mjólkurframleiðendur sem einungis hinir duglegustu þeirra munu standast. Hvað gerir Alþjóða viðskiptastofnunin, WTO? * WTO er skammstöfun á World Trade Organisation, sem er eina alþjóðlega viðskipastofnunin. * Tilgangurinn með WTO er að auðvelda viðskipti með vörur og þjónustu og mynda fastan ramma um þau fyrir fram- leiðendur, útflytjendur og innflytjendur um víða veröld. * Það gerist m.a. með því að innan WTO eiga sér stað viðvarandi viðræður milli aðildarlandanna. * Miðlægir í þessu starfi eru viðskiptasamningar WTO, sem öll lönd stofnunarinnar hafa komið að vinnu við og sam- þykkt. * Stofnunin er æðsta ráð til að ná sáttum í málefnum sem varða starfsemi hennar. * WTO veitir þróunarlöndum tækniaðstoð. * Aðildarríki WTO eru 148 og nýlega gerðist Kína aðili að henni. * Ráðherrafundir WTO, sem haldnir eru að jafnaði annað hvert ár, eru valdamestu samkomur stofnunarinnar. * WTO var stofnað árið 1995 og tók við hlutverki GATT, (General Agreement on Tariffs and Trade). Sameiginleg landbúnaðarstefna gildir fyrir öll lönd ESB. Það eru ekki hin einstöku aðildarlönd heldur ESB sem greiðir styrkina, útflutningsbætur og ákveður þá tolla sem lagðir eru á innflutning búvara til sambandsins. Ný- lega tók Mariann Fischer Boel, sem er dönsk, við starfi landbúnaðarstjóra ESB af Franz Fischler, sem hafði gegnt því um árabil. Hlutur Mariann Fischer Boel í yfirstandandi viðræðum um viðskipti með búvörur innan Alþjóða viðskiptastofnun- arinnar WTO er mjög mikil. Hins vegar mun Bretinn Peter Mandelson, sem fer með viðskiptamál í ESB, vera í forsvari fyrir sambandið í þessum viðræðum. Mariann Fischer Boel mun þó jafnframt sitja alla samningafundina. Í ESB skiptir landbúnaður efnahagslega tiltölulega litlu máli. Í þeim löndum, sem ESB er að semja við innan WTO, svo sem Brasilíu, Argentínu, Afríku, Vestur-Indíum og Kyrrahafslöndunum er landbúnaður efnahagslega mjög mik- ilvægur og þau munu fylgja þar málum sínum fast eftir. Það er ekki unnt að gera nýjan samning um landbúnað innan WTO nema allir samningsaðilar hafi eitthvert gagn af honum. Allur kapallinn verður að ganga upp. Mariann Fi- scher Boel telur að öðru leyti að ESB, með þeirri endurskoð- un sem sambandið hefur nýlega gert á landbúnaðarstefnu sinni, hafi stigið stórt skref til móts við kröfur annarra þjóða. Við bíðum nú eftir að sjá útspil þeirra, segir hún. Evrópskir bændur bíða nú áhyggjufullir eftir því hvaða starfsskilyrði þeim bjóðast þegar niðurstöður yfirstandandi samningalotu innan WTO, sem lýkur með fundi í Hong Kong í desember á þessu ári, liggja fyrir. Mariann Fischer Boel frá Danmörku, nýr landbúnaðarstjóri ESB Danskur landbúnaður bíður eftir nýjum WTO-samningi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.