Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 40
40 Þriðjudagur 12. apríl 2005 Auðlindakort af Hruna- mannahreppi Íslenskar orkurannsóknir og Hrunamannahreppur hafa gert með sér samning um gerð auð- lindakorts af Hrunamanna- hreppi. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamanna- hrepps, sagði að árið 1976 hafi Kristján Sæmundsson vísinda- maður farið um Hrunamanna- hrepp með hóp stúdenta, sem voru að læra jarðfræði, og kort- lagt svæðið. ,,Hér er gríðarlega mikið af heitu vatni og nú er tæknin orðin með þeim hætti að allt er sett í tölvur. Það sem við erum nú að gera er að færa upplýsingarnar sem Kristján og lærisveinar hans kortlögðu í tölvutækt form. Okkur þótti tími til kominn að þessar upplýsingar sem hópurinn aflaði kæmust í tölvutækt form,“ sagði Ísólfur Gylfi. Sótt var um styrk til Orkusjóðs og fékkst þar 3 milljóna króna styrkur en hreppurinn leggur fram það fé sem á vantar. Helstu verkþættir eru gerð stafræns kortagrunns, kortlagning, jarðhitastaða, jarðfræðikortlagn- ing, yfirlit yfir borholur, viðnáms- mælingar og hitastigulkort. Ísól- fur Gylfi segir að í framtíðinni geti menn síðan skoðað með auðveld- um hætti hvort hagstætt væri að framleiða raforku með heitu vatni eða jarðgufum auk annarra nota sem eru af heita vatninu. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir febrúar 2005 feb.05 des.04 mar.04 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2004 feb.05 feb.05 febrúar '04 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 349.142 1.254.847 5.368.753 -10,8 -2,0 -2,4 22,4% Hrossakjöt 75.345 265.738 858.899 -6,8 3,8 3,8 3,6% Kindakjöt* 0 138.893 8.640.886 -100,0 -56,4 -1,8 36,1% Nautgripakjöt 311.525 888.522 3.604.880 4,1 4,0 -0,7 15,0% Svínakjöt 385.294 1.193.366 5.482.513 -13,1 -11,8 -11,1 22,9% Samtals kjöt 1.121.306 3.741.366 23.955.931 -7,9 -7,9 -3,9 Mjólk 8.905.402 27.651.133 112.337.156 1,9 1,8 4,8 Sala innanlands Alifuglakjöt 428.586 1.342.310 5.337.185 19,0 11,9 1,1 24,1% Hrossakjöt 42.058 140.393 567.976 -22,9 -0,4 22,3 2,6% Kindakjöt 477.846 1.542.264 7.316.596 11,4 11,4 15,4 33,0% Nautgripakjöt 301.859 888.400 3.591.764 -2,9 2,6 -1,3 16,2% Svínakjöt 381.835 1.180.531 5.348.736 -14,8 -12,8 -11,8 24,1% Samtals kjöt 1.632.184 5.093.898 22.162.257 1,8 3,0 1,7 Mjólk: Sala á próteingrunni: 8.707.347 26.401.770 109.760.847 2,4 1,1 3,2 Sala á fitugrunni: 7.451.298 24.460.687 98.512.157 -1,0 -0,6 1,9 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu              Hrossaræktardeild hesta- mannafélagsins Mána á Suður- nesjum hélt á dögunum sína ár- legu folaldasýningu í reið- skemmunni á Mánagrund. Sautján folöld komu fram, öll í eigu félagsmanna og úr þeirra ræktun. Sýningin var stór- skemmtileg og greinilega mikill metnaður í hrossarækt Suður- nesjamanna. Folöldin voru hvert öðru glæsilegra, vel hirt og tilhöfð af eigendum sínum. Dómarar voru þeir Jón Finnur Hansson og Ólafur E. Ólafsson og mátu þeir hvert folald út frá sköpulagi og hreyfingum. Þarna voru folöld undan mörgum af þekktustu stóðhestum landsins, s.s. Orra frá Þúfu, Gusti frá Hóli, Leikni frá Vakurstöðum, Árna-Geir frá Feti, Gauta frá Reykjavík, Lúðvík frá Feti, Þristi frá Feti og Roða frá Múla, auk fleiri. Sex folöld voru svo valin til að koma fram aftur og keppa til úr- slita og urðu niðurstöðurnar þær að sigurvegarinn varð Glóðar frá Þingholti, rauður foli undan Lúð- vík frá Feti og Menju frá Árbakka. Ræktandi hans og eigandi er Jó- hann G. Jóhannsson í Keflavík. Glóðar fór mikinn á sýningunni og sýndi glæsileg tilfþrif á gangi, auk þess að vera ljómandi mynd- arlegur, sannarlega athyglisverður foli. Annar varð Sigurþór frá Feti, úr ræktun Brynjars Vilmundar- sonar á Feti, sem jafnframt er eig- andinn, undan Árna Geir frá Feti og Forsíðu frá Feti. Þessi foli sem er jarpblesóttur er einstaklega fal- legur og frambyggingin ótrúleg, gríðarlega fallegur háls og frítt höfuð. Hann sýndi mikinn gang og vakti verðskuldaða lukku. Þriðji varð svo Fans frá Reynis- stað úr ræktun og í eigu Brynjars Guðmundssonar og Ásdísar Ad- olfsdóttur. Fans er undan Spyrni frá Sigríðarstöðum og Grábrá frá Reynisstað og er gráblesóttur að lit, léttbyggður og hágengur. Hin þrjú folöldin sem komust í úrslit voru Eyþór frá Feti, undan Orra frá Þúfu og Smáey frá Feti, al- bróðir hinnar þekktu Surtseyjar frá Feti. Sólon frá Melabergi, und- an Gauta frá Reykjavík og Sóley frá Melabergi og Víðir frá Feti, undan Voninni frá Feti og Árna Geir frá Feti. Sama kvöld fór svo fram hið svokallaða „Karlatölt“ Mána og tókst það vel, hörkukeppni þar sem ýmsir knáir Mánamenn sýndu hvað í þeim býr. Sigurvegari þar varð einmitt Jóhann G. sem átti sigurfolaldið, þannig að þetta var svo sannarlega hans dagur og fór hann heim hlaðinn verðlaunagrip- um eftir þessa skemmtilegu dag- skrá. /HGG Flott folöld í Keflavík Verðlaunafolöldin ásamt eigendum eða umsjónarmönnum og dómarapari kvöldsins. Bændablaðsmynd: HGG. Nautastöðin á Hvanneyri auglýsir: Laust er til umsóknar starf nautahirðis við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hvanneyri. Starfið felst í hirðingu nauta, þrifum, umsjón með sæðisbirgðum, minniháttar viðhaldi, vöruafgreiðslu, aðstoð við sæðistöku og ýmsum fleiri verkþáttum. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. en ráðið verður í stöðuna frá 1. júní. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið búfræðiprófi eða hafi mikla reynslu af nautgriparækt. Starfið hentar ekki síður konu en karli. Allar frekari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 4370020 eða í tölvupósti bull@emax.is. Umsóknum skal skila til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hvanneyri. Styrkur til framhaldsnáms - Blikastaðasjóður - Blikastaðasjóður auglýsir lausa til umsókna styrki til framhaldsnáms á skólaárinu 2005-2006. Hlutverk Blikastaðasjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskólanámi frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri (nú Landbúnaðarháskóla Íslands) til fram- haldsnáms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðar- vísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Umsóknafrestur er til 22. apríl n.k. Styrkveitingar fara fram í júnimánuði. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsárangur og fyrirhugað framhaldsnám skulu sendast til: Blikaststaðasjóður Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri 311 Borgarnes. Stjórn Blikastaðasjóðs

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.