Bændablaðið - 15.12.2011, Side 7

Bændablaðið - 15.12.2011, Side 7
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 7 nn eru mér að berast bréf frá Íslandi, þar sem sakn- aðar gætir vegna fjarveru minnar. Eitt slíkt barst frá Magnúsi Halldórssyni á Hvolsvelli. Efnislega lýsir Magnús mikilli sorg og söknuði vegna utanreisu minnar, og fer um mig mörgum þægindum og hlýyrðum. Trega sínum til staðfestu, lætur Magnús fylgja tvær vísur. Mikið ósamræmi er milli bréfs og brags, og sýnist mér að bréfið sjálft hafi jafnvel verið öðrum eða annarri ætlað. Hitt gæti líka verið, sem mér finnst trúlegra, að hvorki hugur né hönd Magnúsar hafi svo mjög vanist við gerð tregaljóða, og því hafi ætlunarverkið verið honum ofviða: Til Austurríkis Árni heldur, ætlar að feta söngsins braut. Skilja fáir vart hvað veldur að vilja öðrum slíka þraut. Ef ávöxt þetta einhvern bæri, yrði það varla í bækur fært. En Guð einn veit hve gaman væri, gætirðu eitthvað hjá þeim lært. Erlendur Hansen sendi þætt- inum þessa veðurlýsingu frá Sauðárkróki: Kalt er oft á Króknum sauða, karlar lúnir berja sér. Kerlingarnar nudda og nauða nema þegar sólskin er. Súptu vel á Svartadauða, svartnættið á burtu fer. Nokkuð hefur verið fjallað bæði í blöðum og útvarpi, um sögulega hestaferð Jóns bónda á Högnastöðum á slóðir Reynistaðamanna fyrr í haust. Með Jóni í för voru og nokkrir söguþyrstir sveitungar hans. Haustferð þeirra félaga var sum- part söguleg líka, en meðal annars glataði Jón þar gleraugum sínum. Gerði hann því aðra reisu síðar til leitar sjónbæti sínum. Pétur Pétursson læknir dregur hér saman meginmál þessarar ferðar: Við Jón á fjöllum golan gældi ganga víða sagan mun. Tönnum sínum ekki ældi og aftur fann hann gleraugun. Leitar öðrum bændum betur, ber ég lof á höfðingjann. Kjarna málsins greint nú getur með gleraugunum sem hann fann. Áður ókynntur liðsfélagi vísna- þáttarins bættist í hóp hagyrðinga á dögunum. Sigurður Kristjánsson er fæddur á Ketilsstöðum á Tjörnesi, en starfar nú sem stend- ur hjá Bændasamtökunum við Hagatorg. Sigurður er bragfær í betra lagi og fer því vel að enda þennan jólaþátt Bændablaðsins með tveimur hátíðavísum hans: Hversdagsins þys og erill endar, auga dagsins að lokast í vestri. Framundan jól með frið og yndi, fjölskyldunni og bókalestri. Loksins fer að að lengja daginn, lyftist brúnin, hækkar sól. Gangi ykkur allt í haginn, eigið gleði‘ og friðarjól. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM E Það var fitjað upp á ýmsu á vel sóttum bændafundi á Ísafirði. Mynd / HKr Bændaforystan fundaði með bændum um allt land: Breytingar á ráðgjafarþjónustu efst á baugi - Fundað var á 19 stöðum Frá bændafundi á Flúðum. Mynd /ehg Vík í Mýrdal. Mynd / ehg Frá bændafundi í Búðardal. Mynd / smh Það voru hressir bændur á fund- inum í Eyjafirði. Mynd / MÞÞ Vigdís Sveinbjörnsdóttir á bænda- fundi á Breiðumýri. Mynd / TB Á hverju ári halda forvígismenn Bændasamtakanna til fundar við bændur um allt land. Í ár voru fundirnir óvenju margir eða alls 19 talsins. Einum fundi í Vopnafirði var frestað vegna veðurs. Ýmis mál voru til umræðu en fyrirhugaðar breytingar á ráð- gjafarþjónustu landbúnaðarins og hugmyndir þar að lútandi voru alls staðar á dagskrá. Töluverðar umræður sköpuðust um málið en víðast voru bændur jákvæðir fyrir því að sameina krafta ráðgjafa í landbúnaði á landsvísu þar sem markmiðið væri fyrst og fremst að bjóða betri fagþjónustu. Þá var rætt um hagsmunagæslu bænda í víðu samhengi og spurt hvers virði hún væri. Fram kom í máli forsvarsmanna BÍ að t.d. vinna vegna ESB-umsóknar stjórnvalda hefði nú þegar kostað samtökin um 12 milljónir króna og mörg mál sem bærust á borð samtakanna væru bæði dýr og tímafrek. Að vanda eru umfjöllunarefni bændafunda ólík eftir stöðum og það sem brennur á bændum misjafnt. Á Vestfjörðum t.a.m. höfðu bændur áhyggjur af því hvert stefndi með mjólkuriðnaðinn í landinu. Helgast það af þeirri staðreynd að MS hyggst leggja niður hluta af sinni starfsemi á Ísafirði. Skert þjónusta MS á svæðinu hafi þegar leitt til vandræða varðandi dreifingu á mjólkurvörum og þjónustu við íbúa. Í Þistilfirði var bændum hins vegar á orði af hverju ungbænd- urnir voru ekki mættir á bændafund. Töldu þeir að ýmislegt í nærum- hverfi þeirra, eins og strjálli byggð og lélegar nettengingar væri það sem ógnaði lífskjörum á svæðinu. Í Húnavatnssýslum var bændum tíðrætt um þann vanda sem uppi væri vegna skertrar dýralæknaþjónustu og væri það grafalvarleg staða. Umræða um jarðalög var víða áberandi og þær skyldur sem lagðar eru á landeigendur, ekki síst í ljósi nýlegra frétta af áhuga Kínverja á jarðakaupum á Íslandi. Búorka fékk góðar undirtektir Stjórnarmenn í Bændasamtökunum ásamt starfsmönnum þeirra fóru í framsöguerindi yfir þau mál sem unnið hefur verið að á vegum BÍ á liðnum mánuðum og misserum. Rætt var um nýja forgangsröðun verkefna vegna minnkandi fjár- hagsramma og breytingar sem gætu orðið í nánustu framtíð á starfsum- hverfi bænda, m.a. vegna breyttra búvörusamninga og mögulegra breytinga á búnaðargjaldi. Nokkur umfjöllun var um verkefnið Búorku sem miðar að því að auka sjálfbærni landbúnaðarins og gera hann minna háðan aðkeyptri orku. Var góður rómur gerður að þeim áformum á flestum fundunum. Breytingar á ráðgjafarþjónustunni Eins og áður sagði var endurskipu- lagning á ráðgjafaþjónustu bænda eitt meginefna fundanna. Árni Brynjólfsson, bóndi á Vöðlum í Öndunarfirði og stjórnarmaður í BÍ, sagði á Ísafjarðarfundinum að breytingar á ráðgjafaþjónustunni, innheimta búnaðargjalds og félags- þjónusta bænda væru þrjú óað- skiljanleg mál. Stjórn BÍ hafi verið falið á síðasta Búnaðarþingi að leita leiða til úrbóta í þessum málum og hafi verið unnið að því síðan. Tillögur danska ráðgjafans Ole Christensen voru ræddar í þaula en þær ganga út á að ráðgjafarþjón- ustan verði rekin út frá miðlægum punkti í stað þess að vera rekin í mörgum sjálfstæðum einingum víða um land. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, sagði bændur verða að gera upp við sig hvort þeir vildu skera upp núverandi kerfi. Ljóst væri að fjármagn frá ríkinu til þessarar starfsemi færi þverrandi og málið snerist því ekki síst um að nýta þá fjármuni betur. Allt snerist þetta líka um byggðamál. Einn þátturinn í þessu væri t.d. að finna leiðir til að jafna kostnað bænda hvað varðar kúasæðingar. Þar sætu menn í dag alls ekki við sama borð og úr því yrði að bæta. Fleiri grípi til varna fyrir bændur Haraldur formaður BÍ kom inn á þau átök og árásir sem dunið hafa yfir bændur af hálfu smásöluversl- unar í landinu og fleiri aðila í sumar og haust. Taldi hann þær árásir ómaklegar og það væru í raun ekki bændur sjálfir sem hefðu átt að svara fyrir slíkar ásakanir, heldur sláturhúsin og afurðastöðvarnar í landinu sem gera samninga við smá- söluna um kjötsölu. Fundarmenn á Ísafirði tóku undir það að gagnrýnin á bændur hafi verið afar ómakleg og umræða um kjötskort í landinu hafi verið fjarri öllu sanni. Réttast væri að bændur brýndu fyrir sínum mönnum innan afurðastöðvanna að þar yrði gripið til öflugra varna þegar slík umræða kemur upp. /HK & TB Haraldur Benediktsson formaður BÍ ræðir við bændur á fundi í Þingborg. - sins í fundarhléi. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.