Bændablaðið - 15.12.2011, Síða 18

Bændablaðið - 15.12.2011, Síða 18
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201118 „Þessi ferð var allt í senn skemmti- leg, fjölbreytt og fróðleg og skipu- leggjendum til mikils sóma,“ segir Hulda Guðmundsdóttir skógar- bóndi á Fitjum í Skorradal, en 18 manna hópur frá Íslandi fór á dögunum í kynnisferð til Hörðalandsfylkis í Noregi. Um var að ræða fólk frá Skógrækt ríkisins, skógræktarfélögum og landshlutaverkefnunum, en Hulda var eini skógarbóndinn sem var með í för. Hún var aðalhvatamaður þess að ráðist var í endurgerð Pakkhússins í Vatnshorni og er mikill áhugamaður um minjavernd auk þess að vera framkvæmdastjóri Alþjóðlegs árs skóga á Íslandi. Vígsla Pakkhússins var einn af hápunktum árs skóga hér á landi og af því tilefni komu skógræktarmenn frá Hörðalandi, en þeir styrktu einnig verkefnið. Með hópnum kom fylkis- stjórinn Lars Sponheim. Noregsferð íslenska hópsins í október kom til í framhaldi af þessari heimsókn, en svo skemmtilega vill til að Loftur Þór Jónsson er starfsmaður hjá Lars Sponheim á sviði skógarmála. Sá hann að mestu um skipulagningu ferðarinnar ytra í samráði við formenn skógræktarfélaga þeirra sveitarfélaga sem heimsótt voru. Vinsæll útivistarskógur Hulda segir að margt áhugavert hafi borið fyrir augu og tíminn hafi verið vel nýttur, en ferðin byrjaði á skoð- unarferð um Flöyen, 350-400 metra hátt fjall þar sem Skógræktarfélag Bergen hóf skógrækt á sjöunda ára- tug síðustu aldar. „Þarna er nú mjög vinsæll úti- vistarskógur og síðustu 5 ár hefur verið unnið í samstarfi við sjúkra- húsið í Bergen að verkefni þau sem skoðað er samband heilsu og útivistar í skógi. Í skóginum er líka rekinn mjög vinsæll útivistarleikskóli þar sem langur biðlisti er eftir plássum“ segir Hulda. „Það vakti athygli okkar að um 20 tegundir barrtrjáa eru á svæðinu og vöxtur þeirra er mikill. Fyrir 140 árum var svæðið nánast skóglaust“ segir Hulda. „Á Tysness, sem er eyja í mynni utanverðs Harðangursfjarðar vorum við frædd um skógarnýtingu á útnesj- um Vestur-Noregs. Þar er sitkagreni mest notað (Petersburgh-kvæmi) en í inn- og miðhéruðum er rauðgreni ráðandi tegund. Okkur fannst nokkuð merkilegt að heyra að greniskóg- arnir væru yfirleitt ekki grisjaðir í V-Noregi og að skógarvinnslan í Noregi hefði á 400 árum skapað jafnmikil verðmæti og olíuvinnsla þeirra á sl. 30 árum“ segir Hulda. Þá var skoðað laxeldi hjá Alsaker úti á firðinum, en útflutningur Norðmanna á laxi skilar þeim um 40 milljörðum norskra króna árlega. Noregur og Chile eru stærstu fram- leiðandur á eldislaxi í heiminum. „Því næst var haldið með ferju til Kvinnherad þar sem okkur var m.a. sýnd gömul uppgerð viðarsög (Vangsaga) í Rosendal og voldugt steinasafn sem jökullinn Folgefonna hefur skilað af sér. “ Hagsmunir veiða bera skógarhagsmuni ofurliði Hulda segir að eins hafi verið farið inn í Omvikedalen og ekið þar hátt upp í snarbratta hlíð og farið í gegnum gamlar gróðursetningar. Á þessum slóðum er mikið af krónu- hjörtum og verða iðulega miklar skemmdir á uppvaxandi ungskógi af hans völdum, en líka á eldri skógi. „Það virðist vera sem hagsmunir veiðanna beri skógarhagsmuni ofur- liði um allan Noreg,“ segir Hulda, en elgir, dádýr og hirtir eru fyrir- ferðarmiklir í norskum skógum. Hópurinn kom við í Agatunet, en við smíði Auðunarstofu hinnar nýju á Hólum var fyrirmynd sótt til hinnar fornu stofu þar. Þá var skoð- uð í Granvin eina sögunarmyllan í Hörðalandi, en hún kaupir árlega milli 70 og 110 þúsund m³ af rauð- greni. Fyrir u.þ.b. öld var fura ráð- andi á timburmarkaðnum og margar litlar sögunarmyllur. Skógarbændur sameinuðust þá undir merkjum Vestskog sem nú er með um 80% af markaðnum og útflutningur skiptir stöðugt meira máli. Hulda nefnir að fram hafi komið athyglisverðar upplýsingar um flutn- ingskostnað á timbri en landflutn- ingar eru mun dýrari en sjóflutningar. Jólatré, skógarhögg og skíðagöngubrautir „Við heilsuðum líka upp á roskinn skógarbónda á ferð okkar, en hann ræktar jólatré í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli, er einkum með fjalla- þin í snarbröttum hlíðum og sölu- verðmætið er svipað og á stafafuru- jólatrjám hjá okkur,“ segir Hulda. Í Voss kynntist hópurinn skíða- menningu Norðmanna, en þar var verið að undirbúa Noregsmótið í skíðagöngu og skotfimi á næsta ári og gist var í skíðamiðstöð hátt uppi í hlíð. „Skógarvörðurinn í Voss var meðal þeirra sem komu til Pakkhússvígslunnar í sumar og það er magnað að upplifa hvað Norðmenn eru miklir Íslandsvinir, segir Hulda. Þarna var farið með okkur á svæði sem Íslendingar gróðursettu í fyrir hálfri öld, en þá voru skiptiferðir Íslendinga og Norðmanna til gróður- setninga algengar. „Okkur sýndist að þarna væri verið að höggva rauðgreni sem enn væri í örum vexti“ segir Hulda. „Það er áríðandi fyrir skógarbændur að mennta sig í faginu svo þeir geti metið það sjálfir hvað er hagkvæmt að gera, en láti ekki verktaka plata sig með gylliboðum um að einmitt nú sé rétti tíminn til höggva skóginn“ segir Hulda. Er norski ,,skogfond“ góð fyrir- mynd að sjóðakerfi skógarbænda hér á landi? Loftur Þór sem heldur utanum styrkveitingar til skógarbænda, kynnti kerfið fyrir hópnum. Norðmenn eru með Skógarsjóð sem bundinn er hverri jörð og verða bændur að nýta 4-40% af brúttósölu til fjárfestinga í skógrækt, þ.e. til gróðursetningar, grisjunar eða til vegagerðar. Það er á ábyrgð kaupanda að leggja fjármunina til hliðar. Opinberir styrkir fara allir í gegnum Skógarsjóðinn og það hvílir rík eftir- litsskylda á sveitarfélögunum í sam- vinnu við fylkismanninn, sem er eins og armur ríkisins í hverju fylki fyrir sig, en bændur fá 85% skattafslátt af skógræktarframkvæmdum sem fara í gegnum sjóðinn. ,,Þetta kerfi tryggir endurnýjun skógarins og ábyrga meðferð opin- berra fjármuna. Kannski ættum við að taka svona fyrirkomulag upp hér á landi. Þá ættum við ekki síður að taka til fyrirmyndar hvernig þeir standa glæsilega að varðveislu menningarminja með öflugu sjóða- kerfi sem heitir Kulturminnefond. Norðmenn eru vissulega fyrirmynd sem við getum lært mikið af og á mörgum sviðum. Það var sérlega ánægjulegt að finna hvað þeir bera innilega virðingu fyrir sameiginlegri sögu og menningu þjóðanna. Þeir sýndu okkur og sönnuðu enn einu sinni, að þar fara bæði sannir vinir og frændur okkar Íslendinga“ segir Hulda skógarbóndi að lokum. /MÞÞ Hópur íslenskra skógarmanna á ferð um Hörðaland í Noregi: Áhugavert kerfi notað til að tryggja endurnýjun skóganna Hópur Íslendinga, alls 18 talsins, var á ferð um Hörðaland í Noregi á dögunum og kynnti sér eitt og annað sem viðkemur skógrækt. Myndir / Hulda Guðmundsdóttir. Íslendingar voru hér á ferðinni fyrir 50 árum að planta. 150 ára gamall skógur í Stend, ótrúlega tignarlegur og dulúðugur.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.