Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Tækni og tæki Pallbíll er eitthvað sem allir hafa einhvern tíman not fyrir, ég rakst á einn fyrir nokkru á hreint frá- bæru verði. Það er Kia K2900 sem fæst á tilboði fyrir aðeins 1.590.000 krónur fyrir utan virðisaukaskatt. Askja er með umboðið fyrir Kia og hefur verið að bjóða litla pallbíla undanfarið á hlægilegu verði, Kia K2900 og hafa verið í boði þrjár útfærslur af þessum bíl. Sökum hag- stæðs verðs er aðeins ein tegundin eftir sem er 2.9 King Cab disel bein- skiptur 5 gíra með 125 hestafla vél. Mjög lipur Ég brá mér upp í Öskju og fékk að prófa bílinn í dagspart fyrir nokkru. Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu hægt var að leggja mikið á bílinn í beygjum og fyrir vikið gerir þetta bílinn mjög lipran á bílaplön- um og við þröngar aðstæður. Það var blautur snjór yfir flestum hliðar- götum þennann dag og því aðstæður til prufuaksturs ekki þær bestu fyrir akstur á tómum og óhlöðnum pall- bíl, en 75% tregðulæsingin kom á óvart og í tvígang komst ég þangað sem ég var fyrirfram búinn að ákveða að væri vonlaust á tómum bílnum á sumardekkjunum. Sé bíll- inn notaður mikið í snjó og hálku er gott pláss til að setja keðjur á bílinn að aftan. Krafturinn í vélinni skilar bílnum vel áfram og upptakið er mjög gott, frekar stutt á milli gíra, en það tekur ekki nema um 100 metra að klára gírana úr einum og upp í fimm sé maður grimmur á gjöfinni. Full þröngt fyrir þrjá Bíllinn er skráður fyrir tvo farþega, en plássið er ekki mikið fyrir þrjá fullvaxna Íslendinga, en fyrir tvo er plássið gott, þá er hægt að setja bakið í miðjunni niður og kemur þá þetta fína borð fyrir kaffið og nestisboxið. Fyrir aftan sætin er ágætis pláss fyrir farangur (þó er varla pláss þar fyrir reiðhnakk, en ætti að vera nægilegt pláss fyrir meðalstærð af smalahundi og jafn vel kæmust tveir hundar þar fyrir). Tekur fjórar heyrúllur Eins og fyrr segir var boðið upp á þrjár mismunandi gerðir af bíln- um, en þessi sem ég ók er með tæplega þriggja metra löngum palli (L 2.860x1.630B) sem má hlaða á 1450 kg (ætti að fara vel með fjórar heyrúllur), en hæðin upp á pallinn er 76cm. sem er þægilega lágt upp á að hlaða bílinn með handafli (skjól- borðin á hliðunum og að aftan eru niðursetjanleg). Þar sem bíllinn er með 12 tommu dekk að aftan og 15 tommu að framan eru tvö varadekk undir bíln- um aftarlega. Diselolíutankurinn er um 50 lítra, en uppgefin eyðsla á hundraðið er 10,2 lítrar. Dráttargeta bílsins er 1400 kg, en ég mæli ein- dregið með því að það séu a.m.k. 200 kg aftarlega á pallinum ef verið er með kerru aftan í bílnum eða verið að draga annað ökutæki. Gríptu gæsina Askja hefur verið með bílinn á til- boði og eru aðeins eitt eða tvö eintök eftir á þessu tilboði, en miðað við verðlag og gengi gjaldmiðla get ég ekki séð að svona verð komi til með að sjást nokkurn tíma aftur og því ætti að vera í lagi að enda þetta með setningunni: Gríptu gæsina á meðan færi gefst. Kia pallbíll á hlægilegu verði Varadekkin eru aftast undir pallinum. Nýr Kia K2900 fæst á tilboði á tæplega 1,6 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Gott pláss fyrir tvo með kaffiborð á milli sín og ágætis pláss fyrir aftan sætin. Mælaborðið er ósköp venjulegt, ekk- ert bruðl, bara það nauðsynlegasta þar. Verð: (tilboð) 1.590.000 + vsk Lengd: 5120 mm Breidd: 1740 mm Hæð 1995 mm Hestöfl: 125 Vél: 2,900cc CRDI turbo disel intercooler 4cl. Dekk, framan 195-15 aftan 500-12 hleðsludekk Helstu mál Kia K2900: Bændur á Vesturlandi á loðnuvertíð Hér er loðnuhrygnan skorin, hrognin eru skilin frá og fara í hreinsun en hratið fer beint í bræðslu. Starfsfólkið sem vinnur að frystingu og pökkun. Myndir | smh Í frystihúsi HB Granda á Akranesi sér nú fyrir endann á vel heppn- aðri loðnuvertíð. Unnið er hörðum höndum við vinnslu loðnuhrogna og frystingu og eru 80 manns að störfum allan sólarhringinn á tví- skiptum 16 tíma vöktum. Sem fyrr fjölmenna sauðfjárbændur víðsveg- ar af Vesturlandi á Skagann til að vinna úr verðmætunum og blandast þar hópi heimamanna, en um árabil hafa bændur vikið frá daglegum bústörfum í nokkrar vikur á þessum árstíma og skellt sér á vertíð. Þegar blaðamaður heimsótti gamla Heimaskagahúsið var farið að sjá fyrir endann á vertíðinni. Andinn í hópnum var góður enda á boðstólum kræsileg terta sem hafði verið gerð af því tilefni að búið var að frysta 1.000 tonn af hrognum. Arnar Eysteinsson, sauð- fjárbóndi í Stórholti í Dölum, fer fyrir bændahópnum (og fylgifiskum) en hann hefur verið á loðnuvertíðum frá 2001. Upphafið rekur hann til ársins 2000 þegar hann byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu Djúpakletti í Grundarfirði, sem á þeim tíma sá um landanir úr frystitogurum Haraldar Böðvarssonar á Akranesi ásamt því að manna loðnu- vertíðirnar. „Við komum þá fjórir úr Dölunum og tókum þátt í löndunum, m.a. úr Helgu Maríu og Höfrungi III, og unnum á loðnuvertíðunum. HB Grandi hætti samstarfi við Djúpaklett eftir vertíðina 2005 og árið eftir báðu þeir mig um að útvega svona 6-7 karla í loðnuvertíðina, síðan hefur fólkinu sem er á mínum vegum fjölgað jafnt og þétt. Núna er fjöldinn um 50 og það kemur víða að; Snæfellsnesi, Dölum, Borgarfirði, Reykhólasveit og Akranesi – af öllu Vesturlandi má segja. Að auki er innanbúðarfólk frá fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi, um 30 manns, líka við hrognavinnsl- una,“ segir Arnar. Vinnslan á Akranesi afkastar um 170 til 180 tonnum af hrognum á sólarhring. Það samsvarar vinnslu úr um 1.500 tonna loðnufarmi. Frystigetan er hins vegar 100 tonn á sólarhring. Þegar hrognavertíðin er í hámarki og vel veiðist eru fersk loðnuhrogn því send landleiðina frá Akranesi, sem er í næsta nágrenni við loðnumiðin, til Vopnafjarðar til frystingar og pökkunar. Auk þess sigla skip HB Granda þangað með afla til hrognatöku. /smh Þúsund tonna markinu náð. Arnar fær sér sneið. Hrognunum pakkað. Á Eyrinni, þar sem hrognin eru þurrkuð.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.