Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 20122 Fréttir „Það er ljóst að veiðin í sumar er langt undir væntingum og á það sérstaklega við um þær laxveiðiár sem við köllum sjálfbærar veiðiár. Á hinn bóginn er veiðin í Rangánum og hliðarám í góðu meðallagi,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Smálaxinn mætti óvenju snemma og að öllu jöfnu er það vísbending um sterkar göngur en sú varð ekki raunin. Sá smálax sem við sáum í júlí var bæði smár og illa haldinn – og það var mjög lítið af honum. Við höfum séð þetta gerast áður t.d. árið 1980 en þá var var stórlaxastofninn sterkari og bætti upp veiðina. Nú hefur verið lítið af 2ja ára laxi í ánum mörg undanfarin ár og því ljóst að veiðin byggir aðallega á smálaxi. Það var alltaf vitað að lítið af smálaxi myndi verða ávísun á lélegt veiðisumar. Ég held að vatnsleysi verði ekki alfarið kennt um þetta ástand nú þar sem nokkuð er liðið á veiðitímann.“ Óðinn segir að erfitt sé að taka úr ár í þessu sambandi en þó megi segja að Borgarfjarðarárnar hafi verið mjög slakar og svo margar ár í Húnavatnssýslum. „Á hinn bóg- inn standa ár á Norðausturlandi sig nokkuð vel s.s. Hofsá og sérstaklega Selá sem hefur verið á mikilli uppleið undanfarin ár.“ Á ekki von á lækkun Óðinn á ekkert sérstaklega von á að veiðin í sumar hafi nein bein áhrif á leiguverðið fyrir árnar strax. „Víðast hvar eru samningar í gildi og mjög fá svæði sem losna nú í haust. Hvernig veiðist eitt sumar spilar ekki stóra rullu í því sambandi. Þegar veiðin veldur vonbrigðum fara að sjálfsögðu að heyrast raddir um lækkun veiðileyfa en aldrei heyrum við nú að það þurfi að hækka veiðileyfin þegar veiðin fer fram úr öllum vonum. Ef við erum hinsvegar að sigla inn í lægð hvað veiðina varðar næstu árin þá er ljóst að slíkt mun að sjálfsögðu hafa áhrif á eftirspurn eftir stangveiði þar sem við erum jú í samkeppni við aðrar þjóðir um stangveiðimenn.“ Hann segir sölu veiðileyfa hafa verið mjög góða undanfarin ár og því sé ekki að neita að það byggir að nokkru á væntingum um góða veiði í ljósi veiðitalna undanfarin sumur. /smh Formaður LV: Veiðin langt undir væntingum Styttist í að sláturtíð hefjist Þurrkar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á vöxt lamba í sumar – segir Björn Víkingur Björnsson hjá Fjallalambi „Við mun slátra hér um 31.000 fjár og ætlum að byrja 12. september næstkomandi,“ segir Björn Víkingur Björnsson framkvæmdastjóri hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Starfsmenn verða milli 60 og 70 talsins. „Við erum bara bjartsýn á haustið. Lömb eru víða mjög falleg og hefur farið vel fram. Þurrkar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á vöxt lambanna í sumar,“ segir Björn Víkingur. Hann segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um forslátrun hjá Fjallalambi en málið verði skoðað og ákvörðun tekin um miðjan ágúst. Sláturfélag Suðurlands, SS, hefur slátrun miðvikudaginn 22. ágúst með 800 kindum og 113% verðhlutfalli fyrir dilka. Slátrað verður næst miðvikudaginn 29. ágúst 800 kindum og greitt 111% verðhlutfall fyrir dilka. Samfelld slátrun hefst svo miðvikudaginn 5. september með um 800 lömbum á dag og svo stigvaxandi í fulla slátrun í lok 37. viku. Bætt hefur verið við sláturviku í nóvember með 110% verðhlutfalli til að hvetja þá sem það geta að geyma gimbrar. Forslátrun hefst hjá Norðlenska á Húsavík í viku í lok ágúst eða dagana 27. til 31. ágúst, þó með fyrirvara um að sláturloforð berist. Ekki verður slátrað með fullum afköstum á Húsavík fyrr en í fyrstu heilu viku september. Forslátrun hefst einnig á Höfn í sömu viku, hafi sláturloforð borist. Haustslátrun hefst síðan með fullum afköstum á Höfn þann 18. september. Boðið verður upp á sumarslátrun sauðfjár hjá SAH Afurðum á Blönduósi nú í ágústmánuði. Hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga á Vopnafirði hefst slátrun í fyrstu vikunni í september. /MÞÞ Bændur í Breiðdal hafa kvartað undan ágangi hreindýra og á Stöðvarfirði óttast menn um skóg- rækt. Hrafn Baldursson, íbúi á Stöðvarfirði, viðrar áhyggjur sínar af ágangi hreindýranna í bréfi sem hann sendi bæjarráði Fjarðabyggðar nú í byrjun mánaðarins. „Þar sem verið er að koma upp lítilsháttar skógrækt á jörðunum innan við þorpið stefnir í tjón á henni takist ekki að stemma stigu við ágangi,“ segir hann. Þar segist hann hafa séð afleiðingar þess að hreindýr gangi laus í skógrækt og leitar eftir viðbrögðum bæjaryfirvalda. Bent er á að stórar hjarðir hreindýra hafi haldið til í Breiðdal á liðnum vetri og því hafi ekki komið á óvart að fyrsta dýr nýhafins veiðitímabils hafi einmitt verið fellt á þeim slóðum. Bændur í Breiðdal eru ekki alls kostar sáttir við komu dýranna sem skemma tún og girðingar. „Hreindýrin hafa skemmt fyrir okkur trjágróður, það hef ég orðið var við. Sömuleiðis hafa þau brotið girð- ingarstaura, slitið niður hlið, slitið vír og rifið af einangrun. Árs og tveggja ára gamlar nýræktir eru bara eins og golfvellir, þær eru nagaðar alveg ofan í rót,“ sagði Arnaldur Sigurðsson, bóndi á Hlíðarenda í Breiðdal sagði í samtali við Bændablaðið í vor að hreindýr hefðu skemmt trjágróður, brotið girðingarstraura, slitið niður hlið, sömuleiðis vír og rifið niður einangrun. „Árs og tveggja ára gamlar nýræktir eru bara eins og golfvellir, þær eru nagaðar alveg ofan í rót,“ sagði Arnaldur /MÞÞ Bændur í Breiðdal kvarta undan ágangi hreindýra Valda tjóni á túnum, girðingum og í skógrækt Hreindýr eru aðgangshörð í löndum bænda. Mynd /Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Í næsta Bændablaði verður birt árleg skrá um helstu fjár- og stóðréttir í landinu. Sveitarstjórar oddvitar, fjallskilastjórar og aðrir sem geta gefið öruggar upplýsingar um réttardaga í haust eru vinsamlegast beðnir að senda þær til Ólafs R. Dýrmundssonar ráðunautar (ord@bondi.is) og Freys Rögnvaldssonar blaðamanns (fr@ bondi.is), sími 563-0300, sem allra fyrst og eigi síðar en þriðjudag 21. ágúst nk. Bændasamtökunum berast stöðugt fyrirspurnir um göngur og réttir, m.a. frá innlendum og erlendum aðilum í ferðaþjónustu, auk þess sem margir þéttbýlisbúar leita eftir þessum upplýsingum þegar líður að hausti því að réttarferðir njóta alltaf mikilla vinsælda. Réttardagar í haust Norrænn ráðherrafundur: Norðurlönd í fararbroddi um öryggi matvæla Landbúnaðarráðherrar á Norður - lönd unum komu saman til fundar í Þrándheimi í Noregi snemma í júlí sl. Á fundinum var m.a. fjallað um eftirlit með gæðum matvæla í milliríkjaviðskiptum og mikilvægi þess að þar sé öllum opinberum stöðlum framfylgt. Þá var fjallað um vistvæna framleiðslu búvara og ályktanir sem gerðar voru á Ríó+20ráðstefnunni um sjálfbæran landbúnað en hún var haldin í framhaldi af alþjóðaráðstefnu í Kaupmannahöfn fyrir 20 árum um sama efni. Fundinn sat einnig Ann Tutwiller, staðgengill framkvæmdastjóra FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna), en hún flutti fundinum þakkir FAO fyrir hlut Norðurlandanna í því að halda uppi öryggi í viðskiptum með matvæli. Einnig vakti hún athygli á hlut Norðurlanda í því að auka samstarf landbúnaðar, fiskveiða og skógræktar í því skyni að styrkja matvælaöryggi á alþjóðavísu. Landbúnaðar ráðher ra rn i r af greiddu á fundinum svokallaða „Niðarósyfirlýsingu“, sem hnykkir á mikilvægi frumframleiðslu- og úrvinnslugreina fyrir framgang umhverfisvænnar matvælaframleiðslu en Niðarós er eldra nafn á Þrándheimi. Fullvinnsla landbúnaðarafurða Ráðherrarnir kölluðu einnig eftir fleiri vel reknum fyrirtækjum og störfum til að vinna enn frekar úr afurðum landbúnaðarins og sinna þjónustu sem frumframleiðslan skapar. Þar má nefna bindingu koltvísýrings, endurvinnslu á næringarefnum úr landbúnaði og þjónustu á sviði velferðar og endurhæfingar. Verðmætasköpunin á að byggjast á hollustu matvæla og staðbundnum matarhefðum, m.a. samstarfsverkefninu Nýr norrænn matur. Í tengslum við fundinn kynntu fundarmenn sér skógrækt í sveitarfélaginu Levanger í Þrændalögum þar sem þeir gróðursettu trjáplöntur til að bæta, a.m.k. á táknrænan hátt, fyrir þau gróðurhúsaáhrif sem fundur þeirra hafði valdið. Landbúnaðarráðherrar á Norðurlöndunum koma saman til fundar ár hvert. Norræna ráðherranefndin (Nordiska ministerrådet), sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn, tekur við. Norrænir landbúnaðarráðherrar planta skógi í Levanger í Þrændalögum. Frá vinstri: Fredrik Karlström frá Álandi, Trygve Slagsvold Vedum frá Noregi, Steingrímur J. Sigfússon frá Íslandi, Magnus Kindbom frá Svíþjóð og Jacob Vestergaard frá Færeyjum. Jötunn Vélar kaupa Jón bónda Nýverið var gengið frá samningi um kaup Jötunn Véla á rekstri fyrirtækisins Jóns bónda sem sérhæfir sig í innflutningi og sölu á rekstrarvörum fyrir bændur og aðra dýraeigendur. Á meðal þess sem Jón bóndi hefur boðið upp á er Lister klippur og rúningsvörur ásamt Durinn rimlagólfunum og Wagg gæludýrafóðri. Jón bóndi, sem áður hét Ísbú búrekstrarvörur, var stofnað af feðgunum Ásmundi Einari Daðasyni og Daða Einarssyni á Lambeyrum. Fyrirtækið var fyrst staðsett á Lambeyrum en síðustu árin hefur starfsstöð þess verið í Reykjavík. Lager Jóns bónda hefur nú verið fluttur í húsnæði Jötunn Véla á Selfossi en heimasíða Jóns bónda, www.jonbondi.is, mun áfram verða opin. Gunnar Biering, sem starfað hefur hjá Jóni Bónda undanfarin ár, mun starfa hjá Jötunn Vélum og leitast við að þjóna nýjum og gömlum viðskiptavinum sem best, segir í tilkynningu um kaupin. Eftir breytingarnar verða starfsmenn Jötunn Véla 25 talsins. Óðinn Sigþórsson. Endurbætur hjá SS á Selfossi Margskonar endurbótum sem auðvelda eiga sláturstörfin er nú að ljúka hjá SS á Selfossi, en þær munu stuðla að lækkun kostnaðar að því er fram kemur í fréttabréfi félagsins. Helstu breytingarnar eru: rafmagns- meyrnunarbúnaðar sem tryggir meyrni kjöts, ný tölvustýrð kæling í fremri kjötsal, ný pökkunarvél og vinnslulínur til að geta hlutað, pakkað og fryst mikið magn af fersku kjöti í sláturtíð og einnig breytingar í hraðfrystiklefum þessu tengt, nýtt tölvukerfi sem tryggir fullkominn rekjanleika afurða, nýr fullkominn lyftari sem eykur öryggi í frystiklefum, stækkun á frystiklefa fyrir hausa og vambir og síðast en ekki síst nýr sauðfjárflutningavagn fyrir Vesturland. Fleiri breytingar eru á teikniborðinu en þær bíða betri tíma, að sögn stjórnenda hjá SS. Björn Víkingur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.