Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 201214 Líflambasala og ýmislegt sem henni fylgir Mál sem lítið hefur verið rætt Í Bændablaðinu í vor var talið að hvergi væri um kal að ræða í túnum. Ekki var þetta alveg sannleikanum samkvæmt, því í Árneshreppi mun vera allverulegt kal og á meðfylgjandi mynd, sem tekin er yfir tún hér á bæ, sést vel að þau eru hvítskjöldótt. Þetta nýja kal bætist við verulegar kalskemmdir frá fyrra ári og nú stefnir til við- bótar í miklar þurrkskemmdir því sólarblíðan og þurrkarnir við Djúp eru löngu gengnir úr öllu hófi. Ég hringdi í Hörð ritstjóra, sem ég þekki af góðu frá því hann var ritstjóri héraðsblaðs á Ísafirði, til að greina honum frá ofansögðu. Síðan barst talið um víðan völl, m.a. að líklegri fækkun á fóðrum vegna dapurlegra heyskaparhorfa, refaplágunni og líflambasölu sem við höfum verið nokkuð viðriðin undanfarinn áratug. Ritstjórinn var greinilega ófróður um þennan mikilvæga þátt í kynbótastarfi og framfarasókn 1.800 sauðfjárbænda þessa lands og kom svo í okkar tali að hann bað mig að taka saman og senda sér frásögn af reynslu okkar hjóna af kynbótalambasölu og helstu staðreyndir af þessum vettvangi, sem til þessa hefur lítið verið fjallað um hjá samtökum sauðfjárbænda eða í fjölmiðlum. Æskilegar kynbætur Kynbætur felast í því að afkvæmi taki foreldrum fram í eftirsóknar- verðum eiginleikum og í hverja fjárhjörð er nauðsynlegt að sækjast öðru hvoru eftir nýju blóði því skyld- leikaræktun til langframa er varasöm. Riðuniðurskurður kallar einnig á lambakaup svo og þegar verið er að hefja fjárbúskap eða þegar fólk vill bæta hjörð sína með sem fljótvirk- ustum hætti. Þá er best að ala ekki úr eigin hjörð en sækja sér upplýsingar til sauðfjárræktarráðunauta, kanna reynslu sveitunga og skoða skýrslur um hvar afurðasemi og vöðvagerð eru hvað best, fá lambakaupaleyfi hjá MATÍS fyrir 1. júlí og hafa síðan umsvifalaust samband við álitlega kynbótahjarðarbændur. Sæðingar eru auðvitað kjörin og mjög mikið notuð kynbótaleið, en seinvirkari og oft er að heyra á bændum, sem hingað hafa sótt lömb, að óæskilegir eðlisþættir fljóti þar of mikið með. Áherslur kaupenda eru fjölbreyttar en frjósemi, mjólkurlagni, góð vöðva- gerð, eðlisvænleiki, góð ull, öflug fót- staða, gæflyndi og fallegur svipur eru þar helstar. Sumir vilja hyrnt, aðrir kollótt eða sækjast eftir mislitu. Einn vill að hrúturinn sé með 105 mm legg eða minna, annar lítur ekki við skudda nema hann mælist með legg upp á 120 mm og helst meira. Sjónarmið seljenda Þó líflambasala frá Skjaldfönn eigi sér ekki nema 12-15 ára sögu hefur í 40 ár verið unnið ötullega að því að byggja upp þann eðlisþátt í hjörðinni sem mestu máli skiptir til sæmilega efnahagslegrar afkomu en það er að fá sem mest kjötmagn eftir vetrarfóðraða kind. Mjólkurlagni, frjósemi, eðlis- vænleiki og skrokkstærð sem fellur að góðum og víðáttumiklum sumar- högum eru þar lykilatriði. Ær sem gengur með eitt lamb er hálfgeld, til vandræða vegna offramleiðslu á mjólk og dilkurinn lendir í fitufellingu í sláturhúsi. Ræktunarpólitíkin hér var því ansi mikið á skjön við þá dvergfjárrækt sem almennt var stunduð í landinu og því litin hornauga af mörgum, þrátt fyrir okkar ríkjandi Íslandsmet í kjöti eftir kind, vel 40 kg. Einnig hafa lambgimbrarnar náð 25,4 kg. á haus. Hrútur sem átt hefur á landsvísu mjólkurlögnustu dætrahópana hefur einnig komið héðan og fyrir um áratug þurfti að lyfta þaki á forritinu Fjárvís fyrir mestan mögulegan ærþunga, úr 110 kg. í 120 kg., vegna bannsettra Skjaldfannarrollnanna. Víða að barst okkur til eyrna að spekingar segðu fólki í lambakaupahug að hingað væri ekkert að sækja nema vænleika. Bætt gerð Þegar EUROP-kjötflokkunin tók við af eldra kerfi sagðist Jón Viðar aðspurður reikna með að þeir sem hefðu mestan vænleikann myndu hagnast á breytingunni. Það gekk eftir hér en þó hvergi nærri svo að vöðva- klæðning niður á löngu leggina okkar gengi í augun á kjötmatsmönnum. 8,2- 8,4 í vöðvagerð voru ekki söluvænar einkunnir. Haustið 2007 hættu búskap í Hafnardal sveitungar okkar Reynir Stefánsson og Ólöf Jónsdóttir, eitt- hvert magnaðasta fjárræktarfók sem við Vestfirðingar höfum átt. Þau höfðu lagt sérstaka áherslu á góða gerð, náð þar framúrskarandi árangri og seldu orðið til lífs flest sín lömb. Við brugðum á það ráð að kaupa af þeim 40 ær og 2 roskna hrúta. Annar þeirra varð snöggdauður sinn fyrsta vetur eftir fengitíma en hinn, Roði 05-507, reyndist mikill happafengur sem ásamt sonum sínum nokkrum (en þeirra fremstur er Vængur 08-124) hefur stórbætt læra- og bakhold og gert lömb héðan mun eftirsóttari, enda kaupendur nú orðnir vel á annað hundrað úr öllum sýslum nema V-Ís. og Vestmannaeyjum. Ekki er að heyra annað en lömb héðan hafi staðið undir væntingum í sínum nýju heimkynnum. Kviðrifnun hefur þó verið nefnd, en þar sem átgetan er með ólíkindum og venjulegasta þyngd 90-100 kg. er varasamt að láta þær belgja sig út eins og um 70 kg. kindur væri að ræða. Verðlagning Hvernig eru kynbótalömb verð- lögð? Þá vandast nú málið því engin samtök eða samráð eru um þann þátt meðal okkar seljenda. Framboð er nóg en eftirspurn ræður þar auð vit- að miklu. Samkvæmt upplýsingum frá MATÍS eru umsóknir um lamba- kaup nú óvenju margar eða um 350 og geta, ef að vanda lætur, farið yfir 400 þannig að 3000-4000 lömb skipti um eigendur á komandi hausti og þá er ótalinn sá mikli fjöldi sem seldur er innan hólfa og héraða. Stigun eða vigt var og er stundum enn látin ráða verði, en algengast mun vera ákveðið verð á haus, mismunandi hvort um er að ræða hrút eða gimbur. Krónutalan ræðst töluvert af þeim metnaði og trú sem hver einstakur seljandi hefur fyrir hönd sinnar hjarðar. Auðvitað þarf áratugalangt kyn- bótastarf og orðspor að koma fram í verðinu, en líka verður að gæta þess að verðleggja sig ekki út af markaðnum, vilji viðkomandi bóndi njóta þess tekjuauka sem líflambasala vissulega þarf að vera. Síðustu ár þegar líflambaeftir- spurn færðist mjög í aukana, sett- umst við hjónin niður og ákváðum eigin verðgrunn því það var eins og að biðja fjandann um vel kristna sál að fá upplýsingar og samanburð hjá öðrum seljendum. Hann er í stuttu máli þessi: Rökstudd trú á kynbóta- getu. Gæðastýringarálag þarf að nást í verðinu, einnig fyrir mjög mikla auka- fyrirhöfn og kostnað, svo sem innieldi á líflömbum þar til þau eru sótt. Og að síðustu innleggsverð á lambi yfir meðalgerð og fallþunga á bilinu 20-22 kg. Niðurstaðan var því sú að lífhrútur- inn þyrfti að þrefalda virði sitt miðað við sláturhús, lífgimbrin að tvöfalda það og síðan VSK þar á ofan. Frambærileg sölulömb Í lambaskoðun fyrir þremur haustum spurði ég Jón Viðar hvort mínuslausir lambhrútar með 83 stig væru ekki gjaldgengir til sölu. Hann sagði vera svo að sínum dómi. Sívalhyrningar eða illa hnýflóttir, mjög gulir eða með laka fótstöðu koma ekki til álita. Vænleiki, leggur og ómtölur eru góðir stafir til að styðjast við. Óskasöluhrúturinn hér á bæ er 55 kíló, með 112 í legg, vel 30 í bakvöðva, 18 í lærum og stigast 84,0 eða meira. Til gamans og nokk- urrar umhugsunar fyrir lesendur tók ég saman úr Hrútaskrá 2011–2012 hvernig 41 sæðingahrútur stigaðist sem lambhrútar. 87,5 stig – 1 hrútur 87,0 stig – 3 hrútar 86,5 stig – 1 hrútur 86,0 stig – 4 hrútar 85,5 stig – 4 hrútar 85,0 stig – 10 hrútar 84,5 stig – 4 hrútar 84,0 stig – 5 hrútar 83,5 stig – 4 hrútar 83,0 stig – 4 hrútar 82,5 stig – 1 hrútur Hvað gimbrarnar áhrærir eru þær yfirleitt vel yfir 40 kg., hafa heldur smækkað við Hafnardalsíblöndunina, en betri gerð meira en vegur það upp. Heimaöldu gimbrarnar hafa nú þriðja vorið í röð farið yfir 70 kg. að meðal- tali, vegna síðustu vikunnar í apríl. Í fyrra voru 55% þeirra tvílembdar en nú 38%. Í vor vantaði í fyrsta skipti fleiri einlembur til að taka við öllum marglembingum og öðrum lamb- gimbra tvílembingum. Samkvæmt uppgjöri ráðunauta- þjónustu Bændasambands Húnaþings og Stranda fyrir síðasta ár var meðal- bakvöðvi ómskoðaðra gimbra hér 30,8 mm eða sá þykkasti á svæðinu. Góðir gestir Það getur verið flókið dæmi að gera sanngjörn skil öllu því ágæta bændafólki sem hingað hefur komið undanfarin haust að sækja líflömb. En allt er nú þetta samt orðið léttara eftir að bólusetningarkvöðum var létt af okkur seljendum en kaupendum ráðlagt að sprauta lömbin með breiðvirku ormalyfi strax og heim er komið, ásamt garnaveikibólusetn- ingu þar sem það á við. Brýnt er að kaupendur þvoi vel og sótthreinsi flutningatæki og hafi í farteskinu vottorð um það frá dýralækni. Fyrstir koma, fyrstir fá er góð regla en vill útvatnast þegar kaup- endur biðja seljendur að velja fyrir sig og varðveita lömbin uns þau eru sótt. Fyrsta boðorð hér, eftir að lamba- skoðun hefur farið fram, er að forða okkar eigin líflömbum úr augsýn og það á einnig við um fyrrnefnd frá- tökulömb. Ekki dugir að stefna tugum kaupenda til okkar á einni eða tveimur helgum um mánaðarmótin sept.-okt., því það má vera mikil og jöfn breidd í lambahópnum svo ekki sé farið að togast á um þau. Það eru ekki allir eins og Ásgeir í Brautarholti í Hrútafirði sem var kom- inn með tvær fjórlembingsgimbrar í sinn hóp og fannst lítil sanngirni í að Páll á Skuggabjörgum í Skagafirði, hinu megin við jötuna, hefði enga. Hann greip því aðra sína í fangið og snaraðist með hana yfir jötuna til Páls. Til að auðvelda báðum aðilum lífið höfum við strax eftir lambaskoðun tekið allt að 250 lömb á hús og gjöf. Þá eru þau þurr og aðgengileg hve- nær sem er, svo fremi að kaupendur láti vita af sér með nokkrum fyrirvara en komi ekki að tómum kofanum, heimilisfólk í eftirleit eða að afhenda sláturlömb á Blönduósi. Þessi inn- eldisaðferð er ótvírætt kaupendum í hag. Lömbin hafa líka lært átið, að drekka úr brynningarkerfum og hafa spekst mikið. Ekki má gefa kraftmikið rúlluhey, best að þau fái þurrhey, rök eða vélarorfshey ef til fellur, þá sleppa þau algerlega við skitu. Lömbin léttast sum verulega við þessa fóðurbreyt- ingu, en þó minna en ætla mætti og sem dæmi vigtuðum við sölulamba- hóp í fyrrahaust eftir 2 vikna innigjöf. 3-4 vikum eftir fyrstu vigtun hafði 71 lamb þyngst, mest um 8 kg. Lést höfðu 34, mest um 8 kg. Níu lömb höfðu staðið í stað. Einhver ánægjulegasta hliðin á þessari lambasölu er afar góð og fjöl- breytt kynni við áhugasamt, fróðleiks- fúst og skemmtilegt bændafólk víðs vegar af landinu. Þeir sem langt eiga að sækja gista gjarnan hjá okkur. Síðust til að sækja til okkar lömb í fyrra haust voru þau dásamlegu hjón Sigfús og Jóhanna á Brekku í Mjóafirði. Það er ekki ónýtt fyrir heill og heiður bændastéttarinnar að hafa svoleiðis fólk í sínum röðum. Gustur 11-140 Það er afar gaman að fylgjast með vel ættuðu og efnilegu ungviði. Í fyrravor átti grákollótt ær, Gráeyg 09-960, tví- lembingshrút vel hyrndan og ullar- hvítan sem kom nokkuð á óvart því faðirinn Roði var líka kollóttur með verulega gulku sem sitt afkvæmaein- kenni. Lambið vakti strax athygli fyrir mjög bráðar framfarir enda móður- ættin gríðarlega mjólkurlagin og frjósemi í þrílembufarvegi. T.d. átti Gráeyg þrjá hrúta í vor. Við lamba- skoðun í fyrrahaust var hrússi 57 kg., 114 í legg, ómtölur 34, 3, 4, og 4,5. Stig var 8 – 8 – 9 – 9 – 8,5 – 18 – 8,5 – 8,0 – 8,5 eða samtals 85,5 og var hann settur á heima. Hrútar undan Roða eiga það sam- eiginlegt föðurnum að vera gæflyndir og fágætlega duglegir í notkun, það er bara einu sinni upp, búnir og svo snúið sér að næstu kind. Sennilega yfirburða sæðisgjafar enda vildi Jón Viðar fá Roðasoninn Væng í afkvæmarann- sókn norður í Árneshrepp. Ég lét það eftir en lofaði engu um framhaldið. Ég sel þá sögu ekki dýrari en ég keypti hana að þar hafi bændur streymt að Melum með sínar bestu ær og Vængur hafi verið búinn að verða til við 100 á hádegi. Við höfn- uðum því síðan að sinni að láta Væng á sæðingastöð og í haust keyptum við Indriði Aðalsteinsson Bóndi á Skjaldfönn Sala líflamba Kal í túnum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.