Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 36
GRILLINU BÆTT OFAN Á Samkvæmt ævisögu Þorvaldar Guðmundssonar, fyrsta hótelstjóra á Sögu, var ákvörðunin um að byggja Stjörnusalinn eða Grillið tekin þegar Þorvaldur bauð Ingi- björgu eiginkonu sinni upp á þak á sjöundu hæð til að njóta útsýnisins. Sem Þorvaldur stendur þarna og horfir yfir segir hann allt í einu að það vanti eina hæð ofan á með útsýnisveitingahúsi og var Grillinu því bætt ofan á seinna. ARKITEKTINN Halldór H. Jónsson arkitekt teiknaði Hótel Sögu. 19.000 FERMETRAR AÐ STÆRÐ Stærð Bændahallarinnar er tæpir 19 þúsund fermetrar. Á Hótel Sögu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Hótelið er tæplega 19.000 fermetrar að flatarmáli og þar starfa um 120 manns. Gul lmo lar SKREYTINGARNAR Í STJÖRNUSALNUM Skreytingar í Stjörnusal og á Astra-bar voru gerðar af Lothari Grundt, innanhússarkitekt og leik- tjaldamálara. Hann sá einnig um skreytingu á Mímisbar. GRILLIÐ GÆLUNAFN SEM FESTIST Veitingastaðurinn á áttundu hæð, sem í dag kallast Grillið, heitir Stjörnusalurinn. Grillið er gælunafn sem festist við salinn vegna þess að þar var eitt fyrsta grill landsins. BYGGINGARLEYFI FÆST Gunnar Thoroddsen borgarstjóri veitti byggingarleyfi fyrir Bænda- höllinni 26. október 1948. HORNSTEINNINN LAGÐUR Steingrímur Steinþórsson land- búnaðarráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna að Bændahöllinni 11. júlí 1956 en Ásgeir Ásgeirsson forseti lagði hornsteininn að byggingunni 11. mars 1961. Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu, segir að um galakvöldverð sé að ræða þar sem boðið verði upp á margrétta máltíð. „Matseðillinn samanstendur af réttum sem hafa verið vinsælir á Grillinu í gegnum tíðina og endurspegla tíðarandann, þrátt fyrir að þeir verði færðir í nútímalegan búning. Margir af fyrrver- andi kokkum Grillsins ætla að mæta og sjá sjálfir um að matreiða réttina og eldri þjónar af Grillinu ætla að bera þá fram.“ Matseðillinn engu líkur „Meðal þeirra sem verða hér eru Ragnar Vestmann og Bjarni Gunnar Kristinsson, en réttirnir sem þeir bjóða upp á koma til með að spanna nærri þrjátíu ára mat- reiðslusögu Grillsins. Ragnar ætlar að bjóða upp á laxalauf, andalifur og saltaðar lambarifjur. Sjálfur verð ég að öllum líkindum með nautahrygg sem hefur hangið í sex vikur og öðlast mjög sérstakt og skemmtilegt bragð um leið og kjötið þornar aðeins. Bjarni kemur til með að sjá um desertinn, enda þekktur fyrir þá, og býður upp á crème brûlée, mysuost og villt ber. Við erum enn að vinna í matseðlinum og ekkert gaman að gefa hann allan upp, en ég get lofað því að hann verður mjög glæsilegur og engu líkur,“ segir Sigurður. Mikil matarást á Grillinu Grillið hefur lengi verið talið besti veitingastaður landsins og þó víðar væri leitað. Sigurður segir velgengni Grillsins byggjast á áhuga og samstarfi starfsfólksins. „Allir sem vinna hér eru haldnir mikilli matarást og hafa gaman af því að elda góðan mat. Í mínum huga er það að vera kokkur bæði áhugamál og ekki síður lífsstíll. Stefna Grillsins er að nota stað- og árstíðabundið hráefni eins mikið og kostur er. Ég er ekki að segja að við notum það eingöngu, heldur af fremsta megni, enda mikið af úrvals íslensku hráefni í boði sem gaman er að vinna úr. Við förum líka sjálf út í náttúruna og söfnum jurtum til að nota í réttina. Í dag erum við til dæmis að bjóða upp á desert sem búinn er til úr krónublöðum hansarósarinnar og bragðast ótrúlega vel með hindberjum.“ Matseðillinn til boða í mánuð Sjötíu til áttatíu manns geta sótt styrktarkvöldverðinn sitt hvort kvöld og mun dagskráin hefjast klukkan sjö með fordrykk og standa fram eftir kvöldi. Sigurður segir að þrátt fyrir að styrktarkvöldverðurinn verði einungis þessi tvö kvöld standi matseðill hans gestum Grillsins til boða í mánuð. „Þannig að þeir sem eru svo óheppnir að fá ekki borð í galadinnerinn geta komið seinna og smakkað á réttunum eða komið á Grillið í villibráð eða jólamatseðil.“ Allt það besta sem Grillið hefur upp á að bjóða og meira til verður í boði á styrktarkvöldverði á Hótel Sögu 28. og 29. september næstkomandi. Allur ágóði af kvöldverðinum mun renna til góðgerðamála. Gala-styrktarkvöldverður á Grillinu í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu Sigurður Helgason, yfirmatreiðslu- maður á Grillinu. Íslenskar úthafsrækjur, þorskfrauð, lárpera, sítróna og rósapipar-sorbet. Pikklaðar jurtir, blóm og grænmeti. Lífrænt ræktuð gulrót frá Engi, kúmen úr Viðey og repjuolíukrem. Sagan í myndum ...

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.