Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 Utan úr heimi Kornverð í Bandaríkjunum hækkar í kjölfar þurrka Heimurinn stendur andspænis nýrri matvælakreppu í kjölfar mestu þurrka í Bandaríkjunum í hálfa öld. Verð á maís og soja- baunum er nú í hæstu hæðum. Bandaríkin eru stærsti útflytjandi í heimi á maís, sojabaunum og hveiti en um öll miðvesturríki þeirra eru bændur nú að því komnir að plægja upp akra sína eftir nánast samfellda þurrka síðan korninu var sáð. Að sögn veðurfræðinga er tæpast útlit fyrir neina úrkomu á næstu vikum á þessum slóðum og í ríkjunum Illinois og Iowa, sem skila að jafnaði þriðjungi af maís- og sojaframleiðslu Bandaríkjanna, eru bændur nú að því komnir að vinna upp skrælnaða akra sína. Á sama tíma hafa einnig verið hitar og þurrkar í Austur-Evrópu. Í þriðju viku júlí í ár var heimsmarkaðsverð á maís og sojabaunum hærra en vaxtarárið korni leiddi til mótmæla og uppþota í fleiri en 30 löndum frá Bangladesh til Egyptalands og Haítí. Verð á hveiti hefur enn ekki slegið ný met og enn eru til töluverðar hveitibirgðir. Verð á því hefur þó hækkað um 50% á undanförnum vikum og er nú hærra en þegar Rússar stöðvuðu hveitiútflutning sinn árið 2010 eftir mikla þurrka og skógarelda í landinu. Hækkað verð á matvælum mun óhjákvæmilega hafa áhrif á aðgang fólks að mat um allan heim. Fyrir fjórum árum leiddi verðhækkun á matvælum til þess að fólk sem svalt komst yfir einn milljarð. „Afar margt fólk er nú á blábrúninni, “ segir Justin Forsyth hjá samtökunum „Björgum börnunum“ í viðtali við blaðið Financial Times. Og í Bandaríkjunum heldur ástandið áfram að versna. Í maís- belti Miðvesturríkjanna hafa þurrkar nú valdið skaða á um 63% akranna. „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að ástandið batni það sem eftir er árs“, sagði Kelly Helm Smith hjá Miðstöð um varnaraðgerðir gegn afleiðingum þurrka á svæðinu. Veðurfræðingar segja að fyrri hluti þessa árs hafi verið sá heitasti síðan veðurathuganir hófust í land- inu. /Nationen, 24. júlí 2012. Kýpur gegnir formennsku í ESB næstu sex mánuði Kýpur hefur nú tekið við formennsku í ESB af Danmörku og gegnir henni út yfirstandandi ár. Erfið verkefni bíða úrlausnar í sambandinu og væntingar aðildarlanda um farsælar ákvarðanir Kýpur eru beggja blands. Brýnasta verkefnið framundan er að styrkja evruna sem gjaldmiðil sambandsins, en auk þess er gerð fjárlaga fyrir ESB fram til ársins 2020 mikið og flókið verkefni. Í upphafi setti ESB sér það markmið að þing þess afgreiddi þessi fjárlög á leiðtogafundi í desember nk. en fáir eiga lengur von á að það takist. Hvað stefnu ESB í málefnum landbúnaðarins varðar þá liggur fyrir ítarleg samantekt Danmerkur á sjónarmiðum einstakra landa sambandsins um breytingar á land- búnaðarstefnu þess. Ljóst er þó að ósamkomulag er enn um ýmis mál, svo sem aðgang að mörkuðum, styrkjakerfi, stuðning við lífrænan landbúnað og styrkingu byggðar í dreifbýli. Þess er vænst að Kýpur hafi forgöngu um þá vinnu en að niðurstaðan verði ekki ljós fyrr en Írland hefur tekið við formennsk- unni í sambandinu um næstu áramót. Landbúnaðarráðherra Kýpur, Sofokles Aletraris, gegnir formennsku í landbúnaðarnefnd ESB til næstu áramóta og mun einkum einbeita sér að skipulagi búvörumarkaðarins í ESB og aukinni sölu á búvörum innan hans. Kýpur glímir við erfið vandamál Kýpur, sem lengi hefur verið nátengt Grikklandi, glímir sjálft við mörg og erfið vandamál og í höfuðstöðvum ESB í Brussel hafa menn áhyggjur af því hvort landið valdi því verkefni að gegna formennskunni. Kýpur er fyrsta landið af þeim sem gegnt hafa formennsku í sambandinu sem leitað hefur eftir fyrirgreiðslu úr kreppusjóði þess. Svokölluð „þrístjórn“ (trojka) ESB, þar sem sæti eiga fulltrúar ESB, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka ESB, kom til Nikosíu, höfuðborgar Kýpur, sama dag og landið tók við formennsku í ESB. Landið er þannig statt nú að lánstraust þess er komið niður í lægsta flokk (ruslflokk) eftir að fjármálakreppa Grikklands skall á Kýpur af fullum þunga. Kýpur getur þannig ekki staðið við lánaskuldbindingar sínar án aðstoðar ESB. Spillir Kýpur orðspori ESB? Í Brussel er þegar farið að ræða um að Kýpur spilli orðspori ESB. Þó að formennsku í sambandinu fylgi engin formleg völd er nauðsynlegt að formennskan sjálf njóti trausts og virðingar aðildarlandanna 27, sem og framkvæmdastjórnar og þings sambandsins. Hin margþætta kreppa, sem steðjar nú að ESB, eykur á erfiðleikana og þá ekki síst vegna þess að Kýpur veldur sambandinu mörgum vandamálum, einkum vegna samskipta sinna við Tyrkland. Íbúafjöldi um ein milljón manna Íbúafjöldi Kýpur er aðeins um ein í grískumælandi hluta landsins. Á tyrkneska málsvæðinu á eynni norðanverðri búa um 200 þúsund manns. Skiptingin í málsvæði varð árið 1974 og það eru eingöngu Tyrkir sem viðurkenna þá skiptingu. Þá viðurkenna Tyrkir ekki heldur yfirstandandi formennsku Kýpur í ESB. Leiðtogar ESB eru ekki hrifnir af vaxandi viðskiptum Kýpur og Rússlands en Rússar hafa þegar veitt Kýpur há lán og tilkynnt um enn frekari lánveitingar. Í staðinn óska Rússar eftir að fá að nýta miklar gasauðlindir undir sjávarbotni í lögsögu Kýpur. Þá flytja rússnesk fyrirtæki fé sitt í skattaskjól á Kýpur. Einnig hefur Kýpur orðið vinsæll dvalarstaður fyrir efnaða ferðamenn frá Rússlandi, Bretlandi og víðar sem setjast þar jafnvel að í ellinni. Það hefur aukið eftirspurn eftir byggingalóðum og verð á akurlendi er hátt. Jarðir á Kýpur eru litlar og mikilvægustu nytjajurtir þar eru snemmsprottnar kartöflur og sítrusávextir, þ.e. appelsínur og sítrónur. Meðaljörðin er þrír hektarar að stærð og ávextir og grænmeti er ræktað á þriðjungi ræktarlandsins að stærð. Akurlendi á Kýpur hefur minnkað um fjórðung síðan landið gekk í ESB í maí 2004. /Landsbygdens Folk, 6. júlí 2012. Gullin framtíð fífilsins Vísindamenn við Háskólann í Münster í Þýskalandi hafa búið til erfðabreytt afbrigði af fífli sem hentar vel til framleiðslu hrágúmmís. Rússnesku og þýsku afbrigði var blandað saman en eftirsóttir eiginleikar nýju plöntunnar eru fíflamjólk sem ekki storknar og stór og mikil rót. Nóg er til af verksmiðjuframleiddu gúmmíi í heiminum og náttúrulegu sömuleiðis. Það náttúrulega kemur af gúmmítrjám í Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu, en verðið hefur farið síhækkandi undanfarin ár og óttast er að framtíð trjánna sé ótrygg vegna svepps sem herjar á þau sumsstaðar og gæti borist víðar. Þar að auki er mikil samkeppni um ræktarland í nálægð við gúmmítrén og hækkandi olíuverð bætir gráu ofan á svart. Rússneski fífillinn, sem að vísu er upprunninn í Kasakstan og Úsbekistan og gengur þar undir nafninu gúmmírót (tyrkn. taraxacum kok-saghyz), er undirstaðan í hinum genetíska kokkteil því fíflamjólkin í honum storknar ekki, sem gerir stórtæka vinnslu úr honum mögulega. Þýska afbrigðið þjónar þeim tilgangi að auka framleiðni plöntunnar. En þó vísindamennirnir hafi náð þessum árangri má ekki fara út í stórtæka ræktun því bannað er að rækta erfðabreyttar plöntur utanhúss í Evrópusambandinu. Nú er unnið að því að láta þessi tvö afbrigði eignast afkvæmi með víxlfrjóvgun. Þannig væri hægt að fá sömu niðurstöðu á náttúrulegan hátt utan allra rannsóknarstofa. Gífurlegt landflæmi þyrfti undir framleiðsluna. Mögulegt væri að anna einum tíunda af hrágúmmíþörf Þýskalands með þessum blómum en ræktunin þyrfti þá undir sig eina 10.000 hektara. Þar sem fífillinn vex næstum því hvar sem er, jafnvel á lélegu landi sem hentar ekki einu sinni til kartöfluræktunar, er af nógu að taka í Þýskalandi sjálfu. Raunar er ræktun rússneska fífilsins til gúmmíframleiðslu ekki ný af nálinni. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar var plantan ræktuð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Sovétríkjunum. Samgöngur voru ótryggar og tryggja þurfti nægar birgðir gúmmís. Þegar samgöngur opnuðust aftur var ræktuninni hætt. En nú fer hugsanlega að koma tími til að grípa aftur til fífilsins með gúmmírótina sem seytlar þessari hernaðarlega mikilvægu vöru. Heimildir: faz.net – Frankfurter Allgemeine Zeitung http://en.wikipedia.org/wiki/ Taraxacum_kok-saghyz eu-pearls.eu Tökum að okkur hesta í tamningu og þjálfun, sýnum og seljum. Fagleg vinnubrögð, erum bæði lærð frá Háskólanum á Hólum. Erum staðsett í Flóahrepp. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.hestaland.123.is eða í síma 6977324. Helgi Þór og Oddný Lára

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.