Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 Sama ættin hefur búið að Teigi 1 síðan 1918. Frá árinu 1955 bjuggu með foreldum Jens bróðir hans Ágúst Jóhannsson og Sigrún Runólfsdóttir. Var þá búið með kýr og kindur. Jens tók við þeirra hlut árið 1972 en tók þá eingöngu við fénu og kúabúskap var hætt á jörðinni. Árið 1978 tóku Jens og Auður við hlut foreldra Jens og hafa rekið búið síðan. Býli? Teigur 1. Staðsett í sveit? Fljótshlíð. Ábúendur? Jens Jóhannsson og Auður Ágústdóttir, Guðni Jensson og Arna Dögg Arnþórsdóttir, Tómas Jensson (einbúi í ham- ingjuleit). Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Jens og Auður eiga 4 syni og 6 barnabörn. Stærð jarðar? Jörðin er um 700 ha og þar af er ræktað land um 60 ha. Tegund býlis? Sauðfjárbú. Einnig hefur Jens keyrt skólabílinn í Fljótshlíðinni í 38 ár með bús kapnum. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 700 fjár og 10 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna er byrjað að keyra skólabílinn og svo taka við gegn- ingar þegar heim er komið. Ánum er svo gefið aftur seinni part dags. Á sumrin fer svo mestur tíminn í heyskap, girðingar og viðhald útihúsa. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ef fólk hefur áhuga á búskap þá eru öll bústörf skemmtileg. Árstíðirnar hafa allar sína kosti en líklega er vorið mest spenn- andi því þá fer gróður af stað og sauðburður hefst. Það er nú samt alltaf viss söknuður að horfa á eftir lömbum á sláturbíl á haustin. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur eftir 5 ár? Yngra fólkið verður jafnvel farið að spreyta sig. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þau eru bara í ágætis málum. Mætti stundum huga meira að samstöðu og heildarhags- munum bænda. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel. Huga þarf samt að því að nýliðun í greininni geti átt sér stað. Því það er fátt skemmtilegra en að keyra um blómlegar sveitir landsins og sjá að þar sé stundaður almennilegur búskapur en ekki að þar séu eintómir sumarbústaðir eða hobbíjarðir. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjötinu, unnum mjólkur- afurðum og ullarafurðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, smjör og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt að sjálf- sögðu með nýjum kartöflum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það hafi ekki verið þegar fénu var hleypt í nýju fjárhúsin á sínum tíma. Nú er grilltíminn í hámarki og því nauðsynlegt að nýta tímann til hins ítrasta á meðan hann er. Að þessu sinni er uppskrift eftir landsliðskokkinn Hrefnu Sætran að grísakótilettu með hvítlauks- limesósu og í eftirrétt er mildur og góður brasilískur kaffibúðingur. Grísakótiletta með hvítlauks-limesósu – fyrir fjóra 800 g úrbeinaðar grísakótilettur 2 lime 4 stk. hvítlauksrif 1/2 tsk. chili-flögur 60 ml ólífuolía 1/4 búnt kóríander salt pipar Aðferð: Setjið safann úr limeinu, fínt saxaðan hvítlaukinn og chili-kryddið í skál og bætið olíunni rólega út í. Saxið kóríander gróft niður og setjið út í. Penslið svínakjötið og kryddið það með salti og pipar. Grillið á rjúkandi heitu grilli í 6 mínútur á hvorri hlið. Brasilískur búðingur – fyrir fjóra 60 g smjör 30 g hveiti 60 g sykur 250 g rjómi 1/2 bolli mjólk 1 espresso bolli 2 msk. kaffilíkjör Aðferð: Bræðið smjörið í sósupotti og bætið sykri saman við. Látið verða að léttri karamellu og bætið því næst nýlöguðu kaffinu og líkjörnum saman við. Hrærið hveiti saman við mjólk í skál og blandið síðan saman við smjörblönduna í pottinum og þeytið vel. Blandið rjóma því næst varlega saman við allt, hitið aftur upp og látið blöndu þykkna um stund yfir vægum hita og hrærið stöðugt í á meðan. Fjarlægið pott af hita og hrærið áfram í blöndunni í 3-4 mínútur. Komið svo blöndunni fyrir í fjórum litlum hringlaga mótum, annaðhvort ál eða silikon. og frystið í tvo tíma. Losið ísbúðing úr mótum á eftirréttardiska og skreytið með súkkulaðitaumum úr dökku bræddu súkkulaði. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR Þegar búið er að gæða sér á girnilegri grillaðri grísakótilettu með hvítlauks-limesósu að hætti Hrefnu Sætran jafnast Grísakótiletta – með hvítlauks-limesósu Teigur MATARKRÓKURINN

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.