Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 7 argir urðu þó til að fagna heimkomu okkar hjóna frá Austurríki. Sigurður Atlason bóndi á Ingjaldsstöðum gerir það fölskvalaust: Finnst sem kenni ferskan blæ, fjærri allur vandi. Velkominn um saltan sæ sómakæri landi. Pétur Pétursson fyrrum heilsu- gæslulæknir á Akureyri gladdist og ósegjanlega þegar við hitt- umst eftir um árs viðskilnað. Þó að fögnuður hans komi ekki beint fram í næstu vísum hans, þekki ég fáum betur hans lokaða persónuleika: Öli sullar o‘ní görn, eins og bullustrokkur. Oft hann fullur á í vörn Árni drullusokkur. Fáum dögum síðar, var Pétur á hestaferð um mína fyrrum heimabyggð. Um sama leyti sátum við hjónin við veisluborð hjá frændum og vinum að Hnjúki í Köldukinn. Á reiðleið þeirra hestamanna frá Fremstafelli að Ófeigsstöðum eru reiðvegir mjúkir og myldnir, og knapar því mjög rykfallnir á flestan máta: Þó að kúkur kámi föt, og karlahrúkur þjóri, inni á Hnjúki étur kjöt Árni lúkustóri. Þar sem ég álít að mesti kosninga- hitinn sé liðinn frá þjóðinni vegan forsetakosninganna síðustu, þá tel ég óhætt að birta vísur þar um ortar. Sigurður Óttar Jónsson, Einbúablá á Egilsstöðum sendi þessa velgerðu oddhendu: Útvarpsskessan eykur stress, einnig pressan blaða. Miður hress ef missir sess mógúll Bessastaða. Eftir að Pétur Pétursson birti „kosningahandbók“ sína hér á síðum Bændablaðsins, ætti engum að dyljast depurð hans að kjördegi loknum: Glepst nú þjóðin svikum seld, síst nú vænkast hagur. Upp er runninn að ég held ömurlegur dagur. Þar sem lítið hefur birst af árs- tíðatengdum vísum undanfarið, er mál að bæta úr því. Andrés H. Valberg bjó um tíma í Kálfárdal í Húnavatnssýslu. Við heyskap í Kálfárdal orti Andrés: Bitið fína batna fer ef brýni ég aftur ljáinn, síðan skal ég sýna þér saklaus falla stráin. Skúli Guðmundsson alþingis- maður sendi Bjarna Ásgeirssyni þingmanni Mýramanna þetta stef: Gyllir röðull grund og naust, geislar stöðugt skína. Fulla af töðu fyrir haust fáðu hlöðu þína. Eiríkur Jónsson frá Keldunúpi stendur aldurhniginn við túna- slátt: Andinn tárast, orka þver elli sára að bera. Drjúgur ári í þúfu þér þó skal ljár minn vera. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM M Stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda hefur gefið út viðmiðunar- verð á lambakjöti fyrir komandi sláturtíð og birt á vefsíðu sinni saudfe.is. Haustið 2011 var meðalverð á lambakjöti til bænda 502 kr/kg en 249 kr/kg á öðru kindakjöti. Þetta verð er að meðtöldum upp- bótargreiðslum sem afurðastöðvar greiddu fyrr á þessu ári. Stjórn LS telur að lambakjötsverð til bænda þurfi að hækka um 48 kr/kg á komandi hausti og verði 550 kr/ kg. Í prósentum er það rúmlega 9% hækkun og þýðir að bóndi myndi fá greiddar um 8.800 krónur að meðal- tali fyrir hvern lambsskrokk. Aukin sala á innanlandsmarkaði en útflutningur minni en áður Ekki er lagt til að annað kindakjöt hækki frá fyrra ári og meðalverð þess verði áfram 249 kr/kg. Fram kemur á vef LS að sauð- fjárbændur byggi þessa kröfugerð sína á hækkun framleiðslukostn- aðar, almennri verðlagsþróun og þróun markaða frá síðasta hausti. Aukin sala hefur verið á innan- landsmarkaði á þessu ári en erlendir markaðir hafa látið undan síga öfugt við þróunina 2011. Þar segir jafnframt: „Þeim miklu aðfangahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum hefur ekki verið velt út í verðlag auk þess sem opinber stuðn- ingur hefur verið skertur verulega frá 2009. Bændur og afurðastöðvar hafa mætt þeim með hagræðingu og endur- skipulagningu m.a. með því að skera niður eigin laun og fjárfestingar eins og Bændablaðið hefur fjallað um. Sauðfjárbændur telja sanngjarnt að fara fram á þessu 48 krónu hækkun á lambakjöti í nú í haust en er jafnframt ljóst að ekki er svigrúm til að hækka annað kindakjöt núna í ljósi þess að það var hækkað verulega í fyrra.“ Ekki opinber verðákvörðun Fram kemur í fréttatilkynningu frá LS að viðmiðunarverð sé gefið út árlega en það sé kröfugerð sauðfjárbænda gagnvart afurðastöðvum en ekki opinber verðákvörðun. Verðlagning á kindakjöti er frjáls á öllum sölustigum. Sauðfjárbændur vilja 550 krónur fyrir kílóið í haust Dilkakjöt kr/kg Flokkar 1 2 3 3+ 4 5 E 606 627 621 566 483 411 U 570 592 586 531 448 376 R 522 559 544 485 408 338 O 479 517 507 451 373 303 P 406 450 444 395 316 241 Kjöt af fullorðnum gripum kr/kg Flokkar 1 2 3 3+ 4 5 VR - - 351 - 306 - VP 230 - - - - - VHR - - 105 - 79 - VHP 84 - - - - - FR - - 261 - 196 - FP 131 - - - - - Viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda fyrir árið 2012. Verðtaflan er gefin út af Landssamtökum sauðfjárbænda skv. heimild í 8.gr laga nr. 99/1993. Samtökin áskilja sér rétt til breytinga síðar á árinu ef aðstæður gefa tilefni til. Ferðaþjónusta bænda er rótgróinn félagsskapur sem á sér nær hálfrar aldar sögu. Félag ferðaþjónustu- bænda er hagsmunafélag þeirra sem stunda ferðaþjónustu í sveit og um leið skilgreint sem búgreina- félag. Formaður stjórnar Félags ferðaþjónustubænda er Sigurlaug Gissurardóttir, en hún býr á Brunnhóli í Austur-Skaftafellssýslu þar sem hún rekur sína ferðaþjón- ustu. „Í dag eru 176 bæir skráðir í bæklingi Ferðaþjónustu bænda,“ segir Sigurlaug, en um þriðjungur allra gistinátta á landsbyggðinni er á vegum bæja innan Ferðaþjónustu bænda. „Gistimöguleikar hjá ferðaþjónustu- bændum eru mjög fjölbreyttir, bæði hvað varðar aðstöðu og fjölda gesta sem hægt er að taka á móti, þ.e. allt frá þremur gestum upp í rúmlega eitt hundrað og fimmtíu. Aðstaða er líka mjög fjölbreytt sem er styrkur þessarar þjónustu en gerir um leið vandasamara að markaðssetja hana. Þarna er að finna gistingu inni á heimili bænda, í sumarhúsum og smáhýsum, einnig gistiskála, gistiheimili, fínustu hótel og tjaldsvæði.“ Brunnhóll nýtur þess að vera í Ríki Vatnajökuls – með og segir Sigurlaug svæðið afar fjöl- sótt. „Stærstan þátt í því á konungur jöklanna, Vatnajökull, sem er að baki allri byggðinni og hefur um áraraðir mótað hér náttúrufar og mannlíf. Áður var hann ógnvaldur en hefur nú mikilvægt aðdráttarafl, einfald- lega eins og hann er og kallast á við grónar lendur, svarta sanda og sjálft Atlantshafið. Sífellt fleiri sjá sér hag í því að bjóða upp á þjónustu við ferðamenn og hér höfum við borið gæfu til að vinna vel saman í gegnum árin og markaðssetja okkur sem eina heild, hvort heldur sem er í dreifbýli eða þéttbýli. Og þetta er að skila sér til okkar, ferðamannatíminn er að lengjast. Vorið kom sterkt inn – og raunar veturinn allur líka – og sum- arið virðist ætla að verða eitt það besta frá upphafi og endast vel fram eftir, þótt engar formlegar tölur liggi fyrir enn sem komið er. Það sem skapar þessa aukningu er m.a. það að nú eru sífellt fleiri aðilar farnir að hafa opið allt árið, t.d. bæði í Skaftafelli og við Jökulsárlón. Ég mæli þó frekar með því að gististaðir skipti með sér „vöktum“ yfir veturinn heldur en að vera í innbyrðis samkeppni , e.t.v. með skerta þjónustu.“ Mikilvægt að draga fram sérstöðu, t.d. matartengda Sigurlaug telur að bændur muni í auknum mæli draga fram sérstöðu sína – hver sem hún sé. Búskapurinn sé eitt af þeim atriðum sem sé vert að leggja áherslu á, en umfram allt þurfi að koma vel á framfæri hvers gesturinn megi vænta. „Eitt af því sem getur skapað sérstöðu er að leggja áherslu á að vinna með hrá- efni frá eigin býli eða úr nágrenn- inu og þar má gera miklu betur. En jafnframt verðum við að gera okkur grein fyrir að öll slík framleiðsla kostar mikla vinnu og verður því að verðleggja í samræmi við það.“ Hún óttast ekki að við munum lenda í vandræðum með að „brauðfæða“ ferðamenn sómasamlega í nánustu framtíð, þrátt fyrir mikla fjölgun. „Þó kemur til með að reyna á að gott samstarf muni haldast milli þeirra sem stunda ferðaþjónustu og hinna sem eru í matvælaframleiðslu. Aukinn fjöldi ferðamanna gerir kleift að koma meiri framleiðslu í verð og til þess að anna eftirspurn verður að auka framleiðslu í tíma, þannig að afurðin sé til staðar þegar eftirspurnin er. Þjónusta er nefni- lega ekki veitt eftir á.“ Auka þarf þolmörk Íslands „Einnig þarf að huga að því að byggja upp viðunandi aðstöðu á þeim ferðamannastöðum sem eru fjölmennastir þannig að þeir þoli aukið álag. Ekki síður er mikilvægt að vinna að því að draga fram fleiri áhugaverða staði, smáa sem stóra, gera þá aðgengilega og auglýsa þá. Jafna með því álag á landið og auka sjálfbærni, hvort heldur er í umhverfislegu, efnahagslegu eða félagslegu tilliti. En um leið þarf að taka tillit til þess að annars konar landnýting hefur sitt athafnarými og ekki verði árekstrar á milli búgreina. Aukin sérhæfing kallar á nýjar lausnir og mjög tímabært að hyggja vel að því. Jafnhliða þarf að auka þolmörk Íslands sem ferða- mannastaðar, en það eru einkum kyrrð og ró sem ferðamaðurinn sækist eftir og hana finnur hann ekki á ferða- mannastað þar sem hann mætir e.t.v. þúsundum ferðamanna.“ /smh Stefnir í metsumar í Ríki Vatnajökuls – að ýmsu þarf að hyggja í stefnumótunarmálum fyrir ferðaþjónustuna Sigurlaug Gissurardóttir. Nokkru minna var flutt út af kindakjöti á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra og er samdrátturinn upp á tæplega 240 tonn. Sala á innanlandsmarkaði hefur aftur á móti tekið kipp upp á við á sama tíma. Þetta er á meðal efna til umræðu á haustfundum Landssamtaka sauð- fjárbænda sem nú standa yfir. Fyrstu fundirnir voru í gær, miðvikudaginn 8. ágúst á Egilsstöðum og Hornafirði og í dag, fimmtudag, verða fundir á Vík í Mýrdal og Bergholti í Biskupstungum. Á morgun, föstudag, verða svo einnig tveir fundir, sá fyrri í Félagsheimilinu Árbliki í Dalasýslu kl. 12 og á Hótel Blönduósi kl. 19:30. Síðasti fundurinn í röðinni verður í Búgarði, Akureyri kl. 12 á laugardag, 11. ágúst. Á fundunum munu formaður og framkvæmdastjóri LS fara yfir stöðu og horfur í greininni. Gestafyrirlesari verður að þessu sinni frá Landgræðslunni og nefnist erindið „Að lesa landið: Landlæsi, landnýting, landbætur“. Innanlandsmarkaður tekið vel við sér Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, segir að heildarafsetning á kindakjöti hafi aukist um tæp 5% á fyrstu 6 mán- uðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þar vegur þyngst að innanlands- sala á lambakjöti hefur verið um 350 tonnum meiri. „Útflutningurinn hefur dregist saman en aukin sala á innan- landsmarkaði hefur vegið þar upp á móti, hann hefur tekið gríðarlega vel við sér. Lambakjötið hefur hitt í mark, sem er ánægjulegt,“ segir hann. Hvað útflutning varðar hefur útflutningur til ESB minnkað verulega, en fyrstu sex mán- uðina í fyrra voru flutt út um 640 tonn af kindakjöti til ESB-landa en 250 tonn nú í ár. Heldur meira var flutt út til landa í Evrópu utan ESB, eða 820 tonn í ár á móti 740 tonnum í fyrra. Til Bandaríkjanna voru flutt út 8 tonn í ár en 10 í fyrra. Aukning hefur aftur á móti orðið á útflutningi til Asíulanda, hann nam alls 120 tonnum á fyrstu mánuðum þessa árs,en var 45 tonn sömu mánuði í fyrra. Þessar tölur eiga eingöngu við um kjöt og innmat. Í heild nam útflutningur sauð- fjárafurða í fyrra 6.450 tonnum, alls að verðmæti 3,3 milljarðar króna. Tveir þriðju útflutningsverðmætisins voru kjötafurðir, 22% fyrir gærur og 11% fyrir ull. Tækifæri víða Þórarinn segir ljóst að þungt verði fyrir fæti varðandi útflutning á kindakjöti til Evrópusambandslandanna næstu tvö til þrjú árin, „en tækifærin eru til staðar víðar en þar,“ segir hann og bendir m.a. á Bandaríkin í þeim efnum, en markvisst markaðsstarf hefur skilað góðum árangri og auknum útflutn- ingi. Þá segir hann einnig horft til Rússlands og Asíulanda, þar séu spennandi markaðir fyrir hendi sem verðugt væri að reyna fyrir sér á. Eins nefnir hann að afurðastöðvar hafi með góðum árangri selt unnar kjötvörur í Færeyjum. „Tækifærin er fjölmörg, en markaðir vinnast ekki á einnu nóttu, þetta er langhlaup,“ segir Þórarinn. Haustfundir Landssambands sauðfjárbænda standa nú yfir Sala á innanlandsmarkaði hefur tekið kipp – vegur upp á móti minni útflutningi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.