Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér. www.kemi.is • Sími: 544 5466 • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR YFIR 50% MINNI MENGUN Verið velkomin á sýningarsvæði okkar á vélasýningunni Hrafnagili 10-13 ágúst Vélasýning Hrafnagili VERKIN TALA FR U M Heyskapur hefur gengið vel í brakandi þurrki „Heyskapur hefur heilt yfir gengið mjög vel, enda viðrað einstaklega vel til að þurrka og rúlla,“ segir Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Brakandi þurrkur hefur verið nánast um land allt undanfarnar vikur. Hann segir sprettu misjafna eftir svæðum, þar sem grunnt sé niður á möl sé hún lakari og eins á sauðfjárbúum þar sem bændur beittu tún fram eftir sumri. „Annars er að því er ég best veit ágætis spretta víða og margir eru komnir vel áleiðis með seinni slátt, sem þó er aðeins seinni á ferðinni en oft áður, menn byrjuðu slátt í seinna lagi þetta sumarið,“ segir Ólafur. Heyskapartíð hefur almennt verið afbragðsgóð að sögn Ólafs Vagnssonar og uppskera víðast hvar í góðu meðallagi. Hér er verið að slá tún við Skútustaði í Mývatnssveit, Skjólbrekka í baksýn, á milli gömlu og nýju prestbústaðanna. Mynd: MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.