Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 20124 Fréttir Gósentíð í minjagripa- og handverksverslunum Íslenska lopapeysan vinsælust - segja eigendur Álafossbúðarinnar Mikill annatími er í minjagripa- og handverksverslunum um allt land yfir sumarmánuðina. Bændablaðið leit við í Álafossi í Mosfellsbæ á dögunum og tók eigendurna tali. Íslenska lopapeysan hefur vinn- inginn í ár, að mati Guðmundar Arnars Jónssonar og Gerðar Gunnarsdóttur sem eiga og reka verslunina í Álafosskvosinni. „Það sem er vinsælast hjá ferða- mönnunum í ár er lopapeysan, unnin úr íslenskri ull og prjónuð hér á landi. Það er aukning í sölu á dýrari vörunni og ekki eins og oft áður að ódýru lyklakippurnar seljist mest. Það er meira litið á ullina.“ Guðmundur segir erfitt að meta hvort ástæðan sé aukin kaupgeta ferðamanna. „Það er mjög erfitt að leggja mat á það. Við höfum hins vegar ekki séð mikla aukningu í fjölda ferðamanna hér í búðinni hjá okkur en þeir sem koma versla fyrir hærri upphæðir en áður.“ Guðmundur segir ekki auðvelt að finna svar við því hvers vegna ullar- peysan er svona vinsæl nema að hróður vörunnar spyrst víða. „Maður hefur heyrt af Íslendingum sem búa erlendis að þegar þeir láta sjá sig í íslenskri lopa- peysu eru þeir stoppaðir og spurðir hvar hægt sé að nálgast þær. Það er út af fyrir sig ágæt landkynning þegar fallegar peysur eru umtalaðar,“ segir Guðmundur. Merkja íslensku vörurnar sérstaklega Fyrir tveimur árum var tekið upp á því að merkja sérstaklega í Álafossbúðinni að um innlenda vöru væri að ræða. Guðmundur segir að ferðamennirnir geri vissulega greinarmun á því hvort peysurnar séu framleiddar á Íslandi eða erlendis. „Það er mikið spurt um upprunann og það skiptir máli að hér er um íslenskt handverk að ræða. Við höfum orðið vör við það eftir að umræðan um uppruna lopapeysunnar hófst að fólk spyr um þetta. Sjálfum finnst mér leiðinlegt að talað sé um íslensku lopapeysuna þegar hún er prjónuð úti í heimi þrátt fyrir að vera úr íslenskri ull.“ Aðspurður um það hvort ferðamenn séu tilbúnir að borga meira fyrir sérmerktar vörur segir Guðmundur að það reyni ekki á það hjá þeim, þau leggi ekki meira á þá vöru en aðra. Er raunhæft að prjóna allar lopapeysur á Íslandi? „Það er stóra spurningin. Fyrirtæki eins og Farmers Market og 66° norður, sem eru að horfa á heimsmarkað, þurfa umfangs- mikla framleiðslu. Auðvitað er erfitt að fá fólk hér á landi til að framleiða þúsundir peysa,“ segir Guðmundur Arnar sem er ánægður með viðskipti sumarsins enda nóg að gera. /TB Íslenskar vörur skilmerkilega merkt ar sem skilar sér í aukinni sölu að mati verslunarmanna. Útgjöld erlendra ferðamanna voru áætluð um 133 milljarðar króna árið 2011. Fjöldi ferðamanna var tæplega 600 þúsund í fyrra og stefnir í aukningu í ár. Gerður Gunnarsdóttir og Guðmundur Arnar Jónsson, eigendur Álafossverslunarinnar í Mosfellsbæ. Myndir /TB Viðburðir á Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu Fjöldi viðburða verður á dagskrá á Handverkshátíð og Landbúnaðarsýn- ingu á Hrafnagili um helgina. Meðal annars verður hin æsispennandi keppni um titilinn Ungbóndi ársins háð þar á laugardag, margs konar húsdýr verða til sýnis á sérstöku hús- dýrasýningarsvæði, fjárhundasýning, hestasýningar, hrútaþukl og rúnings- keppni svo eitthvað sé nefnt. Föstudagur 10. ágúst 11:30 Setning í hátíðartjaldi 13.:00 Rúningur á húsdýrasýningarsv. 14:00 Fjárhundasýning á Íþróttavelli 14:00 Litli bændaskóli Bústólpa í matsal Hrafnagilsskóla 15:00 Hestasýning á íþróttavelli 16:00 Tískusýning á torgi Handverkshátíðar Laugardagur 11. ágúst LK býður upp á grillað naut allan daginn. 13:00 Rúningur á húsdýrasýningarsv. 14:00 Ungbóndi ársins, keppt á íþróttavelli 14:00 Litli bændaskóli Bústólpa 16:00 Tískusýning á torgi Handverkshátíðar 19:30 Grillhlaðborð Samherja í hátíðartjaldi 20:30 Kvöldvaka í hátíðartjaldi Sunnudagur 12. ágúst LS býður upp á grillað lamb allan daginn. 13:00 Kálfasýning barna á íþróttavelli 14:00 Hrútaþukl á húsdýra sýningarsv. 15:00 Rúningskeppni á húsdýrasýningarsv. 16:00 Tískusýning á torgi Handverkshátíðar Mánudagur 13. ágúst 15:00 Hestasýning á Íþróttavelli 16:00 Tískusýning á torgi Handverkshátíðar Bergvin Jóhannsson, formaður Félags kartöflubænda: „Það verður engin mokuppskera“ „Það verður engin mokupp- skera, það er þegar orðið ljóst,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi í Áshóli í Grýtubakkahreppi og formaður Félags kartöflubænda, um uppskeruhorfur í haust. Bergvin segir að þurrkar í sumar hafi sett sitt mark á kartöflugarða og sama sagan sé þar uppi á teningunum um land allt. Hann er nýlega kominn heim úr hringferð um landið og kom m.a. við í Þykkvabæ og Hornafirði. „Það er þegar orðið nokkuð tjón í kartöflugörðum af völdum þurrka, grös eru farin að daprast og sölna og víða má sjá gular skellur hér og hvar í görðum,“ segir Bergvin. Hann gerir ráð fyrir að uppskera á norðanverðu landinu geti orðið heldur betri en í fyrra en þá var hún raunar í slöku meðallagi vegna kuldatíðar framan af sumri. „En mér sýnist svo að uppskeran geti orðið svipuð á sunnan- verðu landinu og hún var í fyrra, þannig að við fáum e i n h v e r j a uppskeru þó enginn verði nú toppurinn þetta árið,“ segir Bergvin. „Það getur þó allt gerst enn og fer eftir því hvort við fáum einhverja vætu í ágústmánuði, það gæti einhverju bjargað þó svo að þegar sé orðið ljóst að eitthvert tjón verður hjá okkur af völdum þessara miklu þurrka í sumar.“ Flestir íslenskir kartöfluframleið- endur kláruðu sínar birgðir í apríl og maí á þessu ári eða nokkuð snemma miðað við undanfarin ár. /MÞÞ Verðlagsnefnd ákveður afurðaverð: Kúabændur fengu 3,6% hækkun Þjóðleg skemmtiatriði á Landsmóti hagyrðinga Árlegt Landsmót hagyrðinga, sem ber heitið Bragaþing að þessu sinni, verður haldið á Fosshóteli Húsavík laugardaginn 25. ágúst. Landsmót hagyrðinga eru kvöldsamkomur með borðhaldi og þjóðlegum skemmtiat- riðum sem að hluta eru skipulögð og undirbúin, auk þess sem mótsgestir hafa fram að færa í bundnu máli. Að loknu borðhaldi er stiginn dans undir dynjandi harmonikutónlist. Landsmótin eru opin öllu fólki sem ánægju hefur af góðum vísum, hvort sem það telur sig til hagyrðinga eða ekki, segir í tilkynningu frá skipu- leggjendum. Veislustjóri er heima- maðurinn Jóhannes Geir Einarsson. Skráning er í netfangið guinness@ vortex.is eða í síma 898-4475 og 891-8460. Aðgangseyrir er kr. 6.800. Uppskeruhátíð bænda í Skagafirði: Sveitasæla 2012 Sveitasæla 2012 verður haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum laugar- daginn 25. ágúst næstkomandi. Á dögunum var gengið til samninga við viðburðastjórnunarfyrirtækið Markvert ehf. á Sauðárkróki um umsjón og framkvæmd sýn- ingarinnar í samvinnu við Flugu hf, Sveitarfélagið Skagafjörð og búgreinafélög í héraðinu. Sveitasæla er uppskeruhátíð bænda í Skagafirði en hefð er fyrir því að þeir hittist einn laugardag í ágúst og geri sér glaðan dag, auk þess sem vélasalar hafa kynnt nýj- ungar í sölu landbúnaðartækja. Þá verða á sýningunni handverksbásar auk þess sem fyrirtæki tengd land- búnaði munu kynna starfsemi sína. Dýragarðurinn verður á sínum stað og eins kvöldvakan sem sló eftir- minnilega í gegn í fyrra. Þeim sem vilja taka þátt í hátíð- inni er bent á að hafa samband við Markvert ehf. á netfanginu sveita- saela@markvert.is. Nánari upplýs- ingar um hátíðina má sjá á vefsvæði reiðhallarinnar, www.svadastadir.is. Heildsöluverð á mjólk og mjólkur- afurðum hækkaði um 4% 1. júlí sl. samkvæmt ákvörðun verðlags- nefndar búvara. Á sama tíma hækkaði afurðastöðvaverð til bænda um 2,80 krónur á lítra mjólkur, þ.e. úr 77,63 kr. í 80,43 kr., eða um 3,6%. Þá hækkaði vinnslu- og dreifingarkostn- aður mjólkur um tæp 4,4%. Ástæður þessara verðbreytinga eru launaþróun og hækkanir á aðföngum við búrekstur, segir í rökstuðningi verðlagsnefndar. Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Nefndin ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu. Samtök launþega til- nefna tvo fulltrúa og skal annar þeirra koma frá BSRB og hinn frá ASÍ. Stjórn BÍ og stjórnir búgreina- samtaka tilnefna tvo fulltrúa og samtök afurðastöðva tvo fulltrúa. Núverandi formaður verðlags- nefndar er Ólafur Friðriksson, sem er fulltrúi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Einungis mjólk og mjólkurvörur falla undir ákvarð- anir verðlagsnefndar eins og málum er nú háttað. Verðlagning á öðrum búvörum er ekki háð skilyrðum nefndarinnar. /TB Einungis mjólk og mjólkurvörur fal- la undir ákvarðanir verðlags nefndar eins og málum er nú háttað.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.