Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 Frá Evrópusambandshópi lífrænna landbúnaðarhreyfinga Í vor fundaði Evrópu- sambands hópur lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM EU Group) í Schæffergården í Gentofte, skammt frá Kaupmannahöfn. Sjálfur var fundurinn haldinn dagana 18.-19. apríl í kjölfar 6. Evrópuráðstefnunnar um framtíð lífræns landbúnaðar innan CAP, sameiginlegrar landbúnaðarstefnu ESB. Því var þetta kjörið tækifæri til að fá yfirsýn yfir stöðuna og heyra m.a. sjónarmið þeirra sem starfa við þennan málflokk í Lífrænu deildinni hjá ESB í Brussel. Danir sýna gott fordæmi Þegar ég sótti Heimsráðstefnu IFOAM í Kaupmannahöfn sumarið 1996 vakti athygli hve fjölþætt starfsemi var í gangi í lífræna geiranum í Danmörku. Bændur voru farnir að fá býsna góðan aðlögunarstuðning, háskólar og bændaskólar tóku kennslu og rannsóknir föstum tökum, markaðsmálin voru í örri þróun og verkalýðshreyfingin studdi þessa breytingu í búskaparháttum, m.a. vegna atvinnusköpunar. Allt hefur þetta skilað árangri með ýmsum hætti og Edvald Vestergård, forseti Organic Denmark, samtaka bænda í lífrænum búskap í Danmörku, greindi m.a. frá jákvæðum áhrifum lífrænna búskaparhátta undanfarin 25 ár á framleiðslu matvæla í hæstu gæðaflokkum, betri frjósemi jarðvegs, bætta velferð búfjár, aukinn líffræðilegan fjölbreytileika og mótvægi gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Nú er staðan þannig að nær 10% landbúnaðarframleiðslunnar í Danmörku er lífrænt vottuð samanborið við 15% í Austurríki sem er lengst komið í þessari þróun og um 1% á Íslandi sem er meðal þeirra Evrópuþjóða sem reka lestina. Tvennt vekur sérstaklega athygli í Danmörku: Í fyrsta lagi mikil fjölbreytni í framboði á lífrænt vottuðum vörum í verslunum og sú staðreynd að 75 % hráefnis til matargerðar í mötuneytum opinberra aðila í Kaupmannahöfn, svo sem á barnaheimilum og dvalarheimilum aldraðra, er lífrænt vottað. Í öðru lagi hið mikla rannsókna- og þróunarstarf sem ráðuneyti landbúnaðarmála beitir sér fyrir víða um land en nú eru í gangi 11 verkefni undir svokallaðri ICROFS áætlun ( www.icrofs.org/organicrdd) þar sem unnið er markvisst að lausn ýmissa vandamála sem bændur í lífrænum búskap glíma við, bæði á sviðum jarðræktar og búfjárræktar. Einnig taka Danir virkan þátt í lífrænum Evrópuverkefnum undir merkjum CORE samstarfsins (www. coreorganic2.org). Nýr bændahópur Þótt Evrópusambandshópur lífrænna landbúnaðarhreyfinga hafi það meginhlutverk að fjalla um ESB- reglugerðir um lífrænan landbúnað, sem hafa verið í stöðugri þróun síðan þær fyrstu voru settar fyrir 20 árum, er einnig fjallað um ýmis skyld efni. Bændur innan hópsins hafa verið að beita sér fyrir stofnun undirhóps , eins konar vinnuhóps, og var honum hleypt af stokkunum að morgni 18.apríl áður en fundurinn hófst. Bændahópurinn mun skoða sérstaklega aðkomu lífrænna bænda að þessu samstarfi en mörgum þykir regluverkið vera orðið mjög viðamikið og flókið. Sem starfsmaður bændasamtaka skráði ég mig strax í hann. Mikilvægt er að neytendur geti treyst því að vörur, sem eru kynntar og markaðssettar sem lífrænar, séu vottaðar í samræmi við lög og reglur, bæði ESB-reglugerðir og reglur vottunarstofa. Það var því lífrænum bændum og öðrum í lífræna geiranum mikið áhyggjuefni þegar um komst um alvarlegt svikamál á Ítalíu í fyrra. Reyndar var uppruni hráefnisins frá Rúmeníu og aðeins fáar röngu vottanirnar voru frá ítölskum vottunarstofum. Sem betur fer var málið upplýst að fullu eftir umfangsmiklar rannsóknir hjá 21 fyrirtæki, auk Sunnyland, sem aðallega tengdist málinu. Markaðurinn skaðaðist tímabundið en þetta sýnir hve góður rekjanleiki og traust eftirlit skipta miklu máli. Reglur um alifugla, gróðurhús o.fl. í endurskoðun Vottunarstofan Tún ehf., sem vottar lífræna framleiðsluhætti hér á landi, er með ESB-viðurkenningu en Ísland , sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, miðar við þann ramma sem reglugerðir ESB setja ( EC nr 834/2007, 889/2008 og 1235/2008). Á þessum grundvelli kem ég fram í hópnum sem fulltrúi Íslands og hef gert síðan 2003. Að vanda voru mörg efni á dagskránni. Miklum tíma var varið í nýjar reglur um alifugla , bæði til eggja- og kjötframleiðslu, en þær hafa verið í undirbúningi um árabil. Vinnuhópur lagði fram tillögur í mörgum liðum sem fóru í atkvæðagreiðslu er tekið verður mið af við endanlega afgreiðslu. Þarna voru á ferðinni ýmis álitamál en þess er vænst að hinar nýju reglur fái jákvæðar móttökur hjá Lífrænu deildinni í Brussel og sjái brátt dagsins ljós eftir frekari umfjöllun þar og í hinni fjölþjóðlegu SCOF staðlanefnd ESB fyrir lífrænan landbúnað. Annar stór liður á dagskránni voru nýjar gróðurhúsareglur sem hafa verið til meðferðar um árabil en þær hefur sérstakur hópur sérfræðinga frá ýmsum löndum samið. Enn eru miklar umræður um ýmis atriði og ljóst er að þær reglur, sem hingað til hefur verið unnið eftir í hinum ýmsu löndum, eru nokkuð breytilegar. Í stuttu máli sagt fylgja bresku Soil Association- reglurnar best grundvallarmarkmiðum lífrænnar ræktunar og er gott samræmi á milli þeirra og nýlegra reglna Vottunarstofunnar Tún ehf um lífræna gróðurhúsarækt. Sérfræðingahópurinn vinnur áfram í málinu og er þess vænst að farsæl niðurstaða náist áður en langt um líður. Nokkuð var rætt um ýmsar skilgreiningar í landbúnaði, svo sem á hugtökunum "verksmiðjubú" og "smábýli" en þær eru nokkuð breytilegar eftir löndum. Kallað var eftir samræmingu. Erfðabreyttri ræktun hafnað Að vanda var rætt um erfðabreyttar lífverur (GMOs) sem eiga ekki heima í lífrænni ræktun og hefur verið lýst yfir algjöru banni á ræktun þeirra á stórum svæðum í Evrópu. Um þau mál verður fjallað á sérstakri ráðstefnu í september í haust (www. gmo-free-regions.org). Það er nú að koma æ betur í ljós í þeim löndum, þar sem ræktun erfðabreyttra nytjajurta er stunduð, að eiturefnanotkun hefur ekki minnkað og hvorki bændur né neytendur njóta góðs af slíkum breytingum, aðeins líftæknifyrirtækin, flest með aðsetur í Norður - Ameríku. Þau fylgja greinilega eins konar heimsvaldastefnu í matvælaframleiðslu undir einkaleyfavernd og að mínum dómi ættu bændasamtök allra landa að vera betur á verði því að sporin hræða, t.d. í Bandaríkjunum. Þar eru samtök lífrænna framleiðenda í harðri baráttu, og einnig bændur í hefðbundnum búskap, gegn ofurvaldi fjölþjóðafyrirtækisins Monsanto o.fl. sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð, m.a. hjá Obama forseta (www. organicconsumers.org). Að mínum dómi þurfa íslensk stjórnvöld að vera miklu betur á verði því að eins og staðan er í dag myndi t.d. dreifing erfðabreytts byggs um sveitir landsins geta stórskaðað hreinleikaímynd íslensks landbúnaðar og jafnframt takmarka eða útiloka eðlilega þróun lífrænnar ræktunar í framtíðinni. Þess má geta að núverandi forseti Evrópusambandshóps lífrænna landbúnaðarhreyfinga er Christopher Stopes frá Bretlandi og Marco Schluter frá Þýskalandi veitir skrifstofu hópsins í Brussel forstöðu. Aðstaðan á Schæffergården var til fyrirmyndar og sömuleiðis skipulagning fundarins. S: 567-8888 WM-NANO Stálgrindarhús Til sölu stálgrindarhús, 7 Sperrur, B 19.6 H 4, verð 3.400.000.- + vsk Hús 2 er 200 m2 með 5 tonna hlaupaketti verð 5.000.000.- + vsk Uppl. í síma 699-7666, Siggi landsráðunautur í lífrænum búskap og landnýtingu Bændasamtök Íslands ord@bondi.is Lífrænn landbúnaður Ólafur R. Dýrmundsson Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða. www.velbodi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.