Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 40
Iceland Travel Assistance er bókunarþjónusta fyrir ferðamenn. Guðlaugur Örn Jónsson, framkvæmdastjóri ITA, segir að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 2002 og í dag bjóði það bókanir í afar margvíslega og fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn. Handprjónasambandið rekur hand- verks- og minjagripaverslunina Ull og gjafavörur á fyrstu hæð Hótels Sögu. Bryndís Eiríksdóttir framkvæmdastjóri segir að Handprjónasambandið hafi rekið verslunina á Hótel Sögu frá miðju ári 2004 en sambandið hefði þá lengi haft áhuga á að reka verslun á hóteli. Bryndís segir að Handprjónasamband Íslands sé einn elsti handverkshópur- inn á Íslandi, en það hafi bara ekki verið búið að finna upp það heiti þegar sambandið tók til starfa. „Okkur þykir vænt um nafnið en verðum óneitanlega vör við að ferða- mönnum þykir það allt í senn langt, óþjált og óskiljanlegt.“ Smáhlutir til gjafa „Verslunin er hefðbundin minjagripa- verslun með allskyns gjafavöru en við leggjum einnig mikla áherslu á íslenskt handverk og hér eru eingöngu til sölu alíslenskar ullarpeysur. Viðskiptavinir okkar eru nær eingöngu hótelgestir og lítið um að fólk komi inn af götunni og versli hér. Fólk er mikið að kaupa alls- konar smáhluti til gjafa þegar heim er komið og svo eru íslenskar lopapeysur alltaf jafn vinsælar. Þeir sem versla hér eru oft fólk sem hefur ekki tíma eða áhuga á að versla í bænum vegna anna, eða þá að það vill nota tímann í eitthvað annað eins og að skoða landið.“ Handprjónasamband Íslands svf. var stofnað 1977 sem samvinnu- félag um eitt þúsund einstaklinga, aðallega kvenna, sem drýgt höfðu heimilistekjurnar með því að prjóna peysur, vettlinga, trefla og aðrar vörur úr íslenskri ull. Alíslenskar og heima- prjónaðar ullarpeysur Íslenskar lopapeysur eru alltaf jafn vinsælar.Bryndís Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Handprjónasambands Íslands. Líkamsrækt er lífsstíll á Mecca Spa Á heilsulind Mecca Spa á Hótel Sögu er fullkomin líkamsræktarstöð með austurlensku yfirbragði. Myndskreytingar eru í egypskum stíl og nafnið vísar til borgarinnar Mecca í Sádi-Arabíu. Sigrún Benediktsdóttir, eigandi Mecca Spa, hóf rekstur á Hótel Sögu árið 2005 en þar hefur verið rekin heilsu- rækt og snyrtistofa frá því að hótelið var opnað. „Hér er fullkominn líkamsræktarsalur með góðum tækjum, nuddpottur, gufu- bað og vatnsgufa og allt sem þarf til að byggja upp og dekra við líkamann. Við bjóðum meðal annars upp á indverskt nudd, svokallað ayurveda-nudd, tælenskt nudd og steinanudd svo eitt- hvað sé nefnt. Þá bjóðum við upp á ýmiskonar líkamsmeðferðir og hefur kókosdekrið slegið í gegn.“ Fyrsta flokks snyrtistofa „Snyrtistofan er líka fyrsta flokks og viðskiptavinir okkar geta verið vissir um að starfsfólkið laðar fram það besta í hverjum og einum,“ segir Sigrún. „Stofan er búin fullkomnum tækjum sem gefur okkur kost á að veita það besta í andlitsmeðferðum. Við vinn- um með mjög góðar franskar vörur, Phytomer. Vörunar eru unnar úr sjó og veita góðan árangur. Phytomer-línan er mjög breið og því kostur á að veita Á Mecca Spa er fullkominn líkamsræktarsalur, nuddpottur, gufubað og vatnsgufa. Sigrún Benediktsdóttir, eigandi Mecca Spa. Reksturinn gengur vel Bryndís segir að verslunin sé opin alla daga, frá 08:00 á morgnana til 13:00 og frá 17:00 til 20:00. „Reynslan hefur kennt okkur að hótelgestir eru lítið hér frá því klukkan eitt á daginn og þar til síðdegis og því lítil ástæða til að hafa opið allan daginn. Við erum nokkrar sem skiptumst á að vera hér fyrri partinn, auk þess sem við ráðum skólanemendur til að vera á kvöldin og um helgar. Að okkar mati gengur reksturinn vel og ekki neinar breytingar í vændum í sambandi við hann en að sjálfsögðu sveiflast afkoman í samræmi við fjölda gistinátta á hótelinu.“ BLÁA LÓNIÐ OG ÚTSÝNISFERÐIR MEÐ ÞYRLU „Við rekum sex starfsstöðvar og þar á meðal eina í anddyri Hótel Sögu. Margir viðskiptavina okkar eru ferðamenn sem ekki hafa skipulagt heimsóknina til Íslands fyrirfram og koma til okkar til að sjá hvað er í boði. Það má því segja að við þjónustum lausagönguna. Til okkar kemur fólk sem er að velta fyrir sér möguleikum á að fara á sjóstöng, í hvalaskoðun, í snjósleðaferð, langar til Grænlands eða í útsýnisflug með þyrlu yfir landið. Möguleikarnir eru ótalmargir og fyrirspurnirnar líka,“ segir Guðlaugur. Bókanir og íslensk hönnun Guðlaugur segir að ITA hafi verið með aðstöðu á Hótel Sögu frá árinu 2006 og að samstarfið hafi gengið mjög vel. „Viðskiptavinir okkar á Sögu eru flestir útlendingar en auk bókunarþjónustunnar þar seljum við einnig ýmsar vörur eftir íslenska hönnuði, sem eru mjög vinsæl gjafavara. Bókanir í Bláa lónið og Gullna hringinn eru alltaf jafn vinsælar og langvin- sælustu bókanirnar hjá okkur. Hvalaskoðun, jeppa- og jöklaferðir koma þar á eftir. Svo er alltaf eitthvað um að fólk komi inn af götunni og vilji fara í útsýnis- ferðir með þyrlu. Þannig pantanir koma manni alltaf svolítið á óvart vegna þess að þær kosta sitt en auðvitað er til fólk sem á nóg af peningum og horfir ekki í kostnaðinn. Satt best að segja er töluverð eftirspurn eftir þyrluflugi og stundum ekki laus vél til staðar.“ Iceland Online „ITA er líka með bókunarvefinn Icelandonline.com á netinu og í gegnum hann er bæði bókað á einstaklinga og hópa. Skiptir þá engu hversu lengi hóparnir stoppa né hvað þeir vilja gera, við skipuleggjum afþreyinguna fyrir þá. Við sjáum um það allt,“ segir Guðlaugur Örn Jónsson hjá ITA. meðferðir við hæfi hvers og eins.“ Dekrað við líkama og sál „Líkamsrækt í dag er orðin lífsstíll og hluti af því að láta sér líða vel. Hingað kemur fjöldi hótelgesta en auk þeirra er fjöldi fastra viðskiptavina og þá ekki hvað síst í nudd og ýmiskonar snyrtingu. Þetta eru einstaklingar og hópar sem koma til að láta dekra við sig og láta sér líða vel um leið og þeir byggja sig upp líkamlega jafnt sem andlega. Við bjóðum upp á svokallað paraherbergi þar sem pör jafnt sem vinir geta slappað af í friði og notið þjónustunnar út af fyrir sig. Vinsældir þessarar þjónustu eru alltaf að aukast. Við leggjum okkur fram um að taka vel á móti okkar viðskiptavinum,“ segir Sigrún Benediktsdóttir að lokum. Upplýsingaborð ITA á Hótel Sögu. Umsjón með útgáfu og texti Vilmundur Hansen, umbrot Anton & Bergur, prófarkalestur Erla Elíasdóttir. Útgefandi Hótel Saga og Bændablaðið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.