Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Það er eitthvað framandi og ævintýralegt við klifurplöntur. Þær gefa garðinum sérstakan svip og í mínum huga virka garðar með vafnings- og klifurplöntum gamlir, grónir, dularfullir, got- neskir og jafnvel gróteskir. Sumar klifurplöntur blómgast fallega og gefa frá sér sætan ilm en aðrar eru sígrænar. Flestar eru skuggþolnar og þola vel að vaxa í skuggaskot- um eða undir þakskeggi. Hægt er að láta plönturnar klifra upp eftir tré eða vegg. Einnig er hægt að reisa súlu í garðinum og láta klifurjurt hylja hana með tímanum. Þeir sem vilja rækta klifurjurtir upp við vegg geta annaðhvort plantað bergfléttu og leyft henni að fikra sig upp eftir veggnum eða sett upp grind, net eða vír sem vafnings- viðurinn getur snúið sig utan um. Klifurjurtir vaxa hratt og dafna því best í frjóum og hæfilega rökum jarðvegi. Bergflétta (Hedera helix). Sígræn planta sem fikrar sig upp eftir veggjum eða trjám með litlum heftirótum sem festa sig við undir- lagið. Ræktuð vegna blaðanna og þolir klippingu. Harðgerð, salt- og skuggþolin. Til skamms tíma var hávaxnasta bergflétta lands- ins í garði Hressingarskálans í Reykjavík, þar sem hún fikraði sig upp eftir austurvegg hússins við Austurstræti 18. Hún hefur nú verið fjarlægð. Bergsóley (Clematis alpina). Blómin eru bláar, drjúpandi klukkur, einnig til hvít, bleik og rauð. Þarf stuðning. Gefur garðinum skemmti- legan svip ef hún er látin vaxa upp eftir tré eða súlu. Þolir skugga. Bjarmasóley (Clematis tangu- tica). Harðgerð og blómgast stórum, gulum blómum. Þolir að standa við umferðargötur. Þarf stuðning og getur náð fjögurra metra hæð. Blendingstoppur (Lonicera x tellmanniana) er klifurplanta með fallegum gulum blómum. Harðgerður, þróttmikill og nær fimm metra hæð. Þrífst best í moldarríkum og vel framræstum jarðvegi en plantan þarf talsvert vatn á meðan vöxturinn er mestur. Þolir hálfskugga. Humall (Humulus lupulus) er fjölær hraðvaxta jurt sem getur náð 4urra til 5 metra hæð á einu sumri en visnar niður að rót yfir veturinn. Blómin fremur óásjáleg. Humall er harðgerður og skuggþolinn og hentar vel í skot í garðinum. Þarf vír eða stuðning til að klifra upp með. Kínatoppur (Lonicera henryi). Uppruni í Kína. Sígrænn skriðull eða klifrandi og nær 10 metra hæð. Blöðin aflöng. Blómin rauð en berin blásvört. Þrífst best í moldarríkum og framræstum jarðvegi. Þarf skjól og stuðning til að getað vafið sig upp eftir. Viðkvæmur. Skjaldflétta (Tropaeolum majus). Einær hengi- eða klifurjurt. Blöðin stór og næstum kringlótt. Blómin stór, gul, rauð og appelsínu- gul. Þarf sól og skjól. Blöð, blóm og fræbelgir og óþroskuð fræ skjald- fléttunnar eru æt. Skógartoppur (Lonicera per- iclymenum). Vindþolin klifurjurt sem getur vafið sig upp í 10 metra hæð. Blómstrar gulu eða rauðu í júlí og ágúst, berin rauð. Ilmar vel. Trjásúra (Fallopia baldschu- anica). Hagar sér eins og fjölær jurt og visnar á veturna. Vex hratt og nær 4urra til 5 metra hæð yfir sumarið. Blöðin fagurgræn, blómin hvít en sjaldgæft að hún blómgist hér. Vaftoppur (Lonicera caprifoli- um). Klifurrunni sem nær 6 metra hæð. Gulhvít eða rauðleit blóm um mánaðamótin júní-júlí Þrífst best á sólríkum stað og í moldarríkum og vel framræstum jarðvegi. Garðyrkja & ræktun Klifur- og vafningsjurtir Fjöldi gesta sækir Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit heim Safnið, byggingin og kyrrðin við vatnið heilla gestina Aðeins vantar tvo fugla, þórshana og haförn, í Fuglasafn Sigurgeirs við Neslönd á bökkum Mývatns til að á safninu séu allir íslenskir varpfuglar. Haförn er þar engu að síður til sýnis en fenginn að láni frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarstofu. Fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Fuglasafnið ár hvert og fer aðsókn vaxandi ár frá ári en Fuglasafnið var opnað árið 2008. Pétur Bjarni Gíslason, fram- kvæmdastjóri Fuglasafnsins í Mývatnssveit, segir að fjölskylda Sigurgeirs eigi og reki safnið en því hafi verið komið upp með góðri hjálp fjölmargra aðila. „Það voru allir boðnir og búnir að aðstoða okkur við að koma safninu upp og fyrir það erum við þakklát,“ segir hann. „Við nutum mikillar velvildar við að reisa safnið.“ Reksturinn sé þó þungur, safnið er í einkaeigu og reksturinn alfarið á könnu eig- endanna. Safnið er í glæsilegri nýbygg- ingu sem Manfreð Vilhjálmsson hannaði, sýningin er vel upp sett af Axel Hallkeli Jóhannessyni og um lýsingu sá Ögmundur Jóhannesson. Fuglahljóðin sá Gunnar Árnason um. Úr safninu er frábært útsýni út á vatnið og fuglana sem þar eru. Þá leggja eigendur metnað sinn í að veita gestum góða þjónustu og leiðsögn um safnið. Veitingarnar eru svo í mývetnskum anda; hvera- rúgbrauð, flatbrauð og ýmislegt fleira upp á gamla mátann. Fleiri útlendingar skoða safnið nú Fjöldi gesta sækir Fuglasafnið heim á hverju ári og er Pétur Bjarni ánægður með góðar viðtökur, segir gesti jafnan ljúka miklu lofsorði á safnið sjálft, bygginguna og kyrrð ina við vatnið. Fyrst eftir að safn ið var opnað voru Íslendingar í meirihluta gesta þess en síðastliðið sumar, 2011, snérist dæmið við og útlendingar voru fjölmennari í gestahópnum. Sama virðist vera uppi á teningnum nú í sumar. „Ætli helsta skýringin á því sé ekki sú að sumarið hér á landi hér norðan heiða og lítið um íslen- ska ferðamenn. Þá hefur hátt verð á því að landsmenn voru minna á far- aldsfæti en áður,“ segir hann. Þegar leið á júlímánuð nú í sumar fjölgaði Íslendingum í Mývatnssveit, enda Langt umfram væntingar gesta Fuglasafn Sigurgeirs er vel staðsett á bökkum Mývatns og segir Pétur að síður haft mjög gaman af því að heimsækja safnið og skoða það sem í boði er. „Það kom eitt sinn til okkar fjölskylda og maðurinn ætlaði bara að sitja úti og njóta veðurblíðunnar meðan konan og börnin skoðuðu saf- nið. Ég bauð honum engu að síður að líta inn og það leið og beið og ekki kom maðurinn út. Hann varð algjör- lega heillaður af því sem fyrir augu bar,“ segir Pétur Bjarni og nefnir að margir gestir segi safnið fara langt fram úr væntingum sínum. „Margir - nið svo mjög glæsilegt þegar upp er staðið og það er gaman að því.“ /MÞÞ Um Sigurgeir Stefánsson Sigurgeir var fæddur og uppalinn í einni mestu náttúruperlu heimsins og því stutt í eitt helsta áhugamál hans sem voru fuglar. Sigurgeir hefði orðið fimmtugur í lok janúar síðastliðnum en hann lést í sviplegu slysi á Mývatni í október árið 1999, ásamt tveimur mönnum öðrum, starfsmönnum Símans. „Sigurgeir byrjaði snemma að safna eggjum og síðar uppstoppuðum fuglum, hann fyllti allar hillur í herbergi sínu og víðar með fuglum sínum,“ segir Pétur Bjarni Gíslason, mágur Sigurgeirs og framkvæmdastjóri Fuglasafnsins .„Hann ólst upp á bökkum Mývatns með auðugt fulgalíf fyrir augum sér.“ Pétur Bjarni segir að Sigurgeir hafi eignast fyrsta uppstoppaða fuglinn um tvítugt og þá hafi ekki verið aftur snúið. Safnið óx hröðum skrefum, enda sveitungar hans duglegir að gauka að honum dauðum fuglum sem á vegi þeirra urðu. Fljótlega spurðist áhugamál hans út og fólk við sjávarsíðu landsins bauð honum einnig fugla og útlendingar bættust svo í þann hóp.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.