Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 19 Núna einnig fáanlegt í geltúpum Íslenskt sárasprey fyrir öll dýr Einstaklega græðandi Hægir á blæðingu Dregur úr sársauka og kláða Myndar filmu og hlífir sárinu Vinnur gegn bakteríu- og sveppamyndun Primex ehf. Óskarsgata 7, 580 Siglufjörður Sími.: 460 6900 Fax: 460 6909 • info@primex.is • www.primex.iswww.primex.is Íslensk framleiðsla Útsölustaðir: Akureyrarapótek, Fákasport, Kiddý Egilstaðir, Hestar og Menn, Lífland, KS Sauðárkróki, Siglujarðarapótek, Top Reiter og Dýralæknar um allt land NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS Það er óþarfi að skammast sín fyrir fáfræði eða að sjá ekki hið augljósa í orðum Orðtök á nástrám Það sem einum finnst ekki þurfa frekari skýringa við þykir öðrum óskiljanlegt. Þannig er nú komið fyrir mörgum orðatiltækjum, ekki síst þeim sem tengjast búskap. Árið 1910 starfaði tæpur helm- ingur landsmanna í landbúnaði en í dag er hlutfallið ekki nema fimm og hálft prósent vinnuafls- ins. Það liggur í augum uppi að gömul og góð orðtök muni deyja út eða verða misskilningi að bráð ef ekkert verður að gert. Í þessari grein verða rifjuð upp nokkur góð orðtök sem tengjast búskap og þau skýrð á ómálvísindalegan hátt. Hvernig skilur fólk sem ekki hefur alist upp í sveit þegar talað er um að það detti á dúnalogn? Sér það fyrir sér æðardún sem lagður hefur verið til þerris utandyra? Heldur fólk að lognið sé einmitt þannig logn sem ekki bifar einu sinni laufléttum dún? Líklega þyrftu margir, eins og undir- ritaður, að glugga í bókina Íslensk orðtök eftir Sölva Sveinsson til að ljúka upp dýpri merkingu orðsins. Það er óþarfi að skammast sín fyrir fáfræði eða að sjá ekki hið augljósa í orðum. Það er nú einu sinni svo að máltakan á sér stað í æsku og þegar barn meðtekur orð og merkingu þess fær orðið sinn stað í huganum og liggur þar tilbúið til notkunar. Því er slegið á fast að orðið dúnalogn merki einfaldlega algjört logn, og ekki hugsað um það meir. Tengingin við dún er hljóðfræðileg, ekki raunveruleg. Hvað ungur nemur, gamall temur „Gríptu gæsina meðan hún gefst,“ gæti faðir ráðlagt syni sínum sem ætlar á ball og er skotinn í stelpu sem verður þar. Sonurinn skilur ekki orðtakið: talar faðirinn af lítilsvirð- ingu um konur og kallar hann þær gæsir? Faðirinn þarf að útskýra nánar: „Gríptu gæsina þegar hún hefur fellt fjaðrir og er ófleyg... þá geturðu veitt gæs án byssu.“ Líkingin er ekki alveg nógu góð svo faðirinn reynir aftur: „Taktu hana bara á löpp.“ Sonurinn skilur og sér fyrir sér að hann bjóði stúlkunni að setjast á lær sér, hann geti jafnvel hossað henni upp og niður. „Nei, nei, sonur sæll. Afi þinn var smali, og þegar ær eða lamb reyndi að hlaupa undan honum þurfti hann stundum að grípa í afturlappirnar, og fleygja sér jafnvel á eftir þeim. Það er að taka einhvern á löpp.“ Kjöt á beinum Flestir sækja sér björg í bú úr mat- vöruverslunum nú til dags. Fólk veiðir fallega innbundin kjötstykki upp úr kælum, ferköntuð eða hökkuð í strimlum, og fátt sem minnir á að stykkið hafi eitt sinn verið partur af skyni gæddu dýri. Sumir fá jafnvel samviskubit og vona að kýrini hafi verið hamingjusöm og kannski verið hleypt út stöku sinnum til að sletta úr klaufunum. En er búið að hámarka framlegð nautakjöts, eða er meira blóð í kúnni? Blóð úr kúm er dýrmætt og óþarfi að láta það fara til spillis, því er nauðsynlegt að láta drjúpa vel úr þeim svo þær hafi nú ekki látið lífið til einskis. Það er meira blóð í kúnni merkir að máli sé ekki lokið, að græða megi meira á einhverju. Hverjir rekja garnir í dag? Kennarar og foreldrar rekja garnirnar úr börnum, oft að minnsta kosti. Þetta er þó ekki gert til að nýta innmat til hins ítrasta, heldur til að toga upp úr börnunum upplýsingar. Slíkar yfir- heyrslur geta oft verið sársaukafullar. „Hættu að rekja úr mér garnirnar, kæra móðir,“ ættu börnin þá að segja, frekar en ,„láttu mig vera“ eða „hættu að bögga mig, þarna“. En hvað vita núlif- andi kynslóðir um garnir lengur? Í dag eru það helst útlendir farandverka- menn og heimaslátrarar sem verða vitni að því hvernig garnir eru raktar. Þegar búið er að rekja garnir úr börnum er hægt að sleppa þeim og leyfa þeim að leika lausum hala og á meðan eru þau foreldrum sínum ekki til ama, ólíkt kúnum í gamla daga sem voru handmjólkaðar og léku sér að því að slá halanum í mjaltakonurnar og óþrifum í mjólkurfötuna. Ef svo var þurfti að binda halann upp. Að hirða rökin Til eru orðtök úr búskap sem jafnvel elstu bændur og bóndakonur gætu átt erfitt með að skilja. Segjum sem svo að fjölskylda sé á ferðalagi og það er stoppað í hverri einustu pylsu- sjoppu og á öllum útsýnisstöðum. Þá gæti skaftfellskur bóndi sagt: „Þið sleiktuð innan hverja laut á leiðinni,“ og er líkingin dregin af skepnum sem stansa til að kroppa innan hverja laut. Fjölskyldan á ferðalaginu vill bjarga Íslandi frá sjálfu sér og er því meðlim- ur í Saving Iceland samtökunum, en fólk þar er á móti því að matarleifum sé hent. Þess vegna leggur fjölskyldan sér til munns hamborgara og franskar kartöflur sem aðrir leifa. Gleðst þá bóndinn: „Þið hirtuð rökin af diskum ónytjunganna.“ Að hirða rökin eftir einhvern táknar að safna saman hey- leifum sem eftir verða þar sem heysáta hefur staðið en yfirfærð merking er að taka það sem aðrir hafa hent. Er nú mál að teygja ekki lopann mikið meira í þessari grein, en satt best að segja er miklu meira kjöt á bein- unum og hægt að halda lengi áfram að telja upp hin ýmsu orðtök úr búskap, hér hefur aðeins verið minnst á örfá þeirra. Það getur sannarlega verið skemmtilegt að glugga í bækur um orðatiltæki og sorglegt að vita til þess að mörg liggja þau gleymd í bókum og fleiri og fleiri gleymast ár hvert. Krakkar annað hvort læra það sem fyrir þeim er haft eða það sem er á námskrá grunnskólanna. Best væri auðvitað að Íslendingar og komandi kynslóðir héldu áfram að skapa ný og falleg orðtök um sinn nútíma og piss- uðu upp í bagga vors ástkæra ylhýra. /Texti: Níels Rúnar Gíslason Heimildir: Halldór Halldórsson. Íslenzk orðtök. 1954. Sölvi Sveinsson. Íslensk orðtök. 2009. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. 2009. Málfar og málvenjur taka sífelldum breytingum. Óvíst er að blómasalar auglýstu á sama hátt í dag og þeir gerðu á Heimilssýningu í Laugardals- höllinni fyrir nokkrum áratugum. /Freysmynd

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.