Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 201218 Mótekja í Mýrdal Hvernig þekkir maður mó og hvernig á að nálgast hann? Skafheiður himinn og sól. Doktorsneminn í fornleifafræði við HÍ, Nikola Trbojevic, er mættur á tröppurnar hjá mér í Skógum undir Eyjafjöllum vopnaður stunguspaða. Verkefni dagsins er að grafa upp mó að Reyni í Mýrdal og nota í tilraun sem Nikola hyggst framkvæma. Í ritgerð sinni er hann að bera saman mismunandi eldsneyti fyrr á tímum með tilliti til mengunar og hitunar. Hann hefur orðið sér úti um birki, viðarkol, tað og torf en vantar mó fyrir tilraunina. Nikola setti sig í samband við undirritaðan, minjavörð Suðurlands, vegna málsins sem rak í hálfgerðan rogastans. Mótekja er einn af þessum gömlu starfsháttum sem margir kunna óljós skil á en haldbær kunnátta er að deyja út. Hvernig þekkir maður mó og hvernig ber maður sig að við mótekju? Mór var helsta eldsneyti landans Íslenskir fornleifafræðingar þekkja býsna vel til mós sem var eitt helsta eldsneyti landans allar götur fram undir seinna stríð. Eins er það almenn vitneskja að mór er samanþjappaðar plöntuleifar. Móaska kemur iðulega fram í fornleifauppgröftum og eins er mógrafir og móþurrkunarsvæði víða að finna. Eftir að hafa rætt við Þórð Tómasson safnvörð í Skógasafni varð ljóst að mór lægi ekki á lausu á Íslandi. En Þórður dó ekki ráðalaus heldur vísaði á Jón Sveinsson í Reynishverfi sem hafði stungið mó í Mýrdalnum sem ungur maður. Mógröf tekin Þá var brunað af stað austur á bóginn í landróverjeppa. Á Reyni hittum við fyrir téðan Jón sem fór með okkur á gamla mótekjusvæðið við Grafargil. Núverandi landeigandi hafði veitt okkur góðfúslegt leyfi til graftrar. Jón benti okkur á blett við gilið þar sem gamlar mógrafir voru sín til hvorrar handar. Gröfin skyldi vera 1,6x3 m. Og upphófst þá gröfturinn. Stunguspaðarnir átu sig í gegnum hverja Heklu- og Kötlugjóskuna á fætur annarri. Aldirnar lágu í snyrtilegri hrúgu við hlið ört dýpkandi grafarinnar. Mólag á tveggja metra dýpi Tvisvar töldum við víst að við værum komnir niður á mólagið og tvisvar sóttum við Jón. Í bæði skiptin hristi hann hausinn og ekki var frítt við að glott léki um varirnar. Eftir umtalsverðan svita var loks komið niður á mólagið, á um 2ja metra dýpi. Nú kinkaði Jón kolli. Að forskrift Jóns stungum við hnausa sem voru um spaðabreidd og spaði á dýpt. Þannig voru kögglarnir fluttir heim í Skóga og þeir ristir þar í um 1 tommu sneiðar. Þá var sneiðunum staflað upp til þurrkunar. Mórinn verður brenndur í tilgátubæ Eiríks rauða Þegar mórinn er orðinn vel þurr ætlar Nikola að brenna hann í tilgátubæ Eiríks rauða í Haukadal og mæla mengunina og hitann. Hver veit nema væn flís af feitum sauð verði mógrilluð í Skógum í haust? Minjavörður Suðurlands uggi@fornleifavernd.is Fornar hefðir og gamalt handbragð Uggi Ævarsson Myndir: Uggi Ævarsson og Nikola Trbojevic Hægt að lesa jarðlögin. Minnisvarði um eldgos, mólagið neðst. Nikola hefst handa við gröftinn. Þar sem þrír kögglar koma saman ... - kar sneiðar. jarðræktar 2012

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.