Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 35
Erindi Sigurðar var vísað til stjórnar
Búnaðarfélagsins, sem lagði til að
byggt yrði nýtt húsnæði og skyldi það
verða höfuðsetur og heimili Búnaðar-
félags Íslands auk þess sem þar gæti
einnig verið aðsetur og samkomuhús
bænda.
Haukur Halldórsson bóndi sat lengi
í stjórn Hótel Sögu og þekkir sögu
Bændahallarinnar vel. Hann segir
byggingu hússins ekki hafa gengið
þrautarlaust fyrir sig og ýmis vandamál
hafa komið upp. „Árið 1941 ályktaði
Búnaðarþing um að byggja bændahús
í Reykjavík. Sama ár skrifaði svo
búnaðarmálastjóri búnaðarsambönd-
unum í landinu bréf þar sem hann
leitaði eftir stuðningi við byggingu
húsnæðis undir starfsemi félagsins.
Húsið átti jafnframt að vera
gistiheimili fyrir sveitafólk sem ætti
erindi til Reykjavíkur.
Árið 1947 var kosin byggingarnefnd
sem skyldi hafa forgöngu um málið og
ári seinna fékk félagið lóð undir bygg-
inguna við Hagatorg.“
Framkvæmdir hófust 11. júlí 1956
„Stéttarsamband bænda gekk til liðs
við Búnaðarfélagið árið 1953 og
gerðist aðili að byggingu hússins.
Halldór H. Jónsson byggingarmeistari
var fenginn til að teikna húsið og fyrsta
skóflustungan tekin 11. júlí 1956.
Til þess að afla fjár var ákveðið að
leita eftir því við Alþingi að á árunum
1958 til 1961 yrði svokallað búnaðar-
málasjóðsgjald, sem innheimt var af
útborgunarverði til bænda, hækkað
um ½ prósent og rynni það fé sem
þannig innheimtist til byggingarinnar.
Voru lög um þetta samþykkt á Alþingi
í mars 1959.
Kostnaðurinn við byggingu Bænda-
hallarinnar varð meiri en ætlaður var í
fyrstu og innheimta viðbótargjaldsins
framlengd til 1970, þegar það var lagt af.
Fyrstu hæðir hússins voru teknar
í notkun fyrir hótelrekstur árið 1962
og tveimur árum síðar skrifstofur
búnaðarsamtakanna.
Byggingu fyrri áfanga Bændahallar-
innar lauk 1965. Eldri byggingin er á
sjö hæðum auk kjallara og Stjörnu-
salarins, sem er áttunda hæðin. Á
fyrstu hæð var og er enn afgreiðsla og
veitingaaðstaða. Súlnasalur og aðrir
veitingasalir eru á annarri hæð. Skrif-
stofur Bændasamtakanna eru á þriðju
hæð og fjórða hæðin var öll leigð til
Flugfélags Íslands. Gistirými voru á
fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð.
Á áttunda áratugnum var ákveðið að
byggja við Bændahöllina að norðan-
verðu sjö hæða byggingu. Framkvæmdir
við viðbygginguna hófust árið 1982 og
lauk 1985,“ segir Haukur.
Saga kaupir Hótel Ísland
„Á tíunda áratugnum færði Hótel Saga
út kvíarnar með því að kaupa Hótel
Ísland en hafði þá annast rekstur þess
í tvö ár fyrir Búnaðarbankann. Einnig
gerði Hótel Saga stjórnunar- og ráð-
gjafarsamning við hina þekktu
hótelkeðju Radisson Blu til þess að
tryggja ávallt sem best gæði og fag-
mennsku í hótelrekstrinum.“
Haukur segir af og til hafa komið
fram tillögur frá bændum um að selja
Bændahöllina og ávaxta það fé sem
þar væri bundið á hagkvæmari hátt.
Tillaga þess efnis var felld á Auka-
búnaðarþingi 2007 og sala hótelsins
hefur ekki komið til tals aftur. „Segja
má að Bændahöllin hafi verið eitt af
helstu kennileitum Reykjavíkurborgar
síðastliðin fimmtíu ár og það hefur
verið gæfa Bændasamtakanna hversu
hjúasæl þau hafa verið varðandi
stjórnendur og starfsmenn Hótel
Sögu,“ segir Haukur
Halldórsson að lokum.
Haukur Halldórsson bóndi sat
lengi í stjórn Hótel Sögu
Upphaf Bændahallarinnar og Hótel Sögu má rekja
allt aftur til 1939 þegar Sigurður Jónsson á Stafafelli lagði fram
erindi á Búnaðarþingi um húsnæðismál Búnaðarfélags Íslands.
Byggingarsaga Bændahallarinnar
og Hótel Sögu
„Í dag eru viðskiptavinir mínir aðallega fólk
sem kemur hingað utan úr bæ en í gamla daga
var hlutfall kúnna af hótelinu hærra,“ segir Hall-
dór Helgason sem hefur rekið rakarastofu á Hótel
Sögu í fjörutíu ár.
„Fyrstu árin gistu útgerðarmenn, kaupfélagsstjórar,
bændur og sveitarstjórar utan af landi oft á Sögu
þegar þeir áttu erindi í Reykjavík en í dag er minna
um slíkt. Margir af þessum mönnum voru mjög
skemmtilegir og ekki laust við að ég sakni þeirra,
enda sögðu þeir oft skemmtilegar og litríkar sögur.
Auðvitað slæðist einn og einn hótelgestur inn í dag
til að láta klippa sig en það er mun sjaldgæfara en
áður.“
Líður vel á Sögu
Halldór hóf störf sem hárskeri á Hótel Sögu 1971.
„Ég er fæddur og uppalinn á Grímsstaðaholtinu og
það lá því beinast við að þiggja hér starf þegar ég
lauk námi í hárskurði. Upphaflega ráku þeir Agnar
Ármannsson og Skjöldur Þorláksson stofuna en ég tók
við rekstrinum 1972 og hef verið hér allar götur síðan
eða í fjörutíu ár. Mér líður mjög vel hér og hef ekki
yfir neinu að kvarta, enda væri ég ekki hér ef ég
væri ekki sáttur.“
Halldór Helgason hárskeri
Klippti Spasskí
„Hér áður var ekki óalgengt að hingað kæmu frægir
leikarar, listamenn, stjórnmálamenn og aðrir og
margir þeirra létu klippa sig hér í leiðinni. Til dæmis
kom Boris Spasskí, fyrrum heimsmeistari í skák,
tvisvar eða þrisvar en hann bjó á Sögu meðan á
einvígi aldarinnar stóð árið 1972.
Mér er það líka minnisstætt þegar Mia Farrow kom
hingað niður til að fá lánaðan hárblásara og átti ég
við hana heillangt spjall um hártísku þess tíma.
Kristján Eldjárn forseti var fastagestur hér í mörg ár,
auk þess sem ég á marga alþingismenn og ráðherra
sem fastagesti.“
Góður andi og gott samstarf
Halldór segir að Hótel Saga hafi verið mun minni
þegar hann hóf störf enda ekki búið að byggja við
hótelið á þeim tíma. „Hér starfaði þéttur hópur fólks,
maður þekkti alla og meiri fjölskyldustemning yfir
öllu. Þrátt fyrir það er hér alltaf sami góði andinn og
samstarfið gott eins og það hefur alltaf verið.“
Ásgeir Valur í klippingu í fyrsta sinn.
Ræddi hártískuna við Miu Farrow
Bankinn á Sögu
Búnaðarbankinn og síðar Arion
banki hafa verið með útibú
á Hótel Sögu frá árinu 1965,
fyrst í litlu rými við gestamót-
tökuna en síðar í anddyri
viðbyggingarinnar.
Brynhildur Georgsdóttir, útibússtjóri
Arion banka á Hótel Sögu, segir að
þrátt fyrir að hún hafi ekki starfað
lengi við útibúið hafi hún strax
kunnað vel við sig í húsinu. „Það
er ótrúlega góður andi í húsinu og
dásamlegt fólk sem vinnur hér, hvort
sem það er í bankanum eða við aðra
starfsemi. Ég hef það einhvern veginn
á tilfinningunni að fólki þyki gott að
koma hingað. Það er gott aðgengi að
húsinu, næg bílastæði og mikil og
góð þjónusta. Ég veit að margir nota
ferðina, fara í klippingu, í líkamsrækt
eða fá sér að borða og koma í bank-
ann í leiðinni.“
Bankinn var í lobbýinu
„Búnaðarbankinn opnaði útibú hér
1965 í pínulítilli skonsu í lobbýinu.
Starfmenn voru til að byrja með ekki
nema tveir en urðu mest sex. Árið
1985 flutti bankinn svo í stærra hús-
næði í viðbyggingunni og þar er hann
enn í dag. Útibúið var endurnýjað í
núverandi útlit árið 2006 og starfs-
mennirnir eru í dag tólf.
Fyrir rúmu ári var samvinna útibúsins
hér og útibúsins við Hlemm aukin
og í dag fer mest öll bakvinnsla fram
þar. Við erum því meira í að þjónusta
viðskiptavinina, maður á mann.
Viðskiptavinir okkar eru að mestu leyti
íbúar í Vesturbænum og af Nesinu
en að sjálfsögðu þjónustum við
líka hótelgesti og þá sem starfa í
húsinu. Starfsemin mótast því að
hluta til af túristunum sem gista hér
og íbúum hér í kring. Síðan sækja
margir aðrir til okkar þjónustu þótt
þeir búi eða starfi annars staðar,
einfaldlega vegna þess að þeir
kunna að meta þjónustu okkar og
finnst gott að koma á Sögu,“ segir
Brynhildur.
Nýtum okkur starfsemina í
húsinu
Starfsmenn útibúsins fá sér stund-
um að borða á Skrúði til að gera
sér dagamun, að sögn Brynhild-
ar. „Við nýtum okkur líka aðra
aðstöðu í húsinu og þannig hefur
það alltaf verið með starfsmenn
útibúsins. Ég nýti t.d. aðstöðuna á
Mecca Spa þegar ég hjóla í vinn-
una og ég fer oft fram í salinn við
Mímisbar til að fá mér kaffibolla
með viðskiptavinum eða starfsfólki.
Kaffið er gott þar og gott að ræða
málin.
Hanna Pálsdóttir, fyrrverandi
útibússtjóri hér, sagði mér að henni
hefði alltaf þótt starfsemin á Sögu
líkjast litlu, vinalegu samfélagi.
Henni þótti hreinlega vænt um
bæði vinnustaðinn og viðskipta-
vinina. Hanna var gjaldkeri hér
þegar fyrsti kvennafrídagurinn var,
árið 1975, en á þeim tíma voru
hér aðeins tveir starfsmenn auk
útibússtjórans Péturs Magnús-
sonar. Pétur hvatti Hönnu til að
taka sér frí líkt og aðrar konur í
tilefni dagsins. Hún tók það þó
ekki í mál enda taldi hún víst að þá
yrði að loka útibúinu og þjónustu-
fall yrði gagnvart viðskiptavinum.
Í mínum huga er þetta dæmigert
fyrir þjónustulund starfsmanna
bankans hér.“
Starfsfólk Búnaðarbankans 1978.
Björg Ágústsdóttir, Lilja Gunnars-
dóttir, Hjördís Anna Hall, Lóa
Hjaltested, Erla Þorsteinsdóttir og
Hanna Pálsdóttir sem síðar varð
útibússtjóri.
Brynhildur Georgsdóttir,
útibússtjóri Arion banka
á Hótel Sögu.