Bændablaðið - 09.08.2012, Síða 12

Bændablaðið - 09.08.2012, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 201212 Fréttir Hrun krónunnar leiddi af sér tækifæri í innlendri framleiðslu Ný tegund af íslenskum steinbitum í gripahús Jákvæður viðsnúningur hefur orðið í ýmissi innlendri fram- leiðslu eftir bankahrunið síðla árs 2008. Við gengisfall íslensku krónunnar var skyndilega orðið raunhæft að hefja framleiðslu á vörum sem áður fyrr voru fluttar inn til landsins frá útlöndum. Eitt af þeim fyrirtækjum sem þurftu að breyta sinni starfsemi í kjölfar kreppunnar er Girðir ehf. í Mosfellsbæ. Þar á bæ voru menn umsvifamiklir í girðingar- vinnu bæði í sveitum og í þéttbýli og sinntu að auki fjölbreyttum verktakastörfum. Í júlí 2008 festi Girðir kaup á litlum steypubíl til þess að vera ekki upp á aðra kominn um steypu þegar svo bar við í girðingarvinnunni. Við fall bankanna stöðvuðust viðskiptin á einni nóttu og þá voru góð ráð dýr. Hvernig átti að nýta steypuvélina sem stóð ónotuð úti á hlaði og skapa atvinnu fyrir verkefnalausa starfsmenn? Lausnin var að hefja framleiðslu á ýmsum forsteyptum vörum, s.s. á ruslatunnuskýlum, útigrillum, flísum, stöplum ýmis- konar og nú nýlega steyptum gólfbitum. Bændablaðið heim- sótti Árna Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóra Girðis, og Gunnar Má Gunnarsson, starfs- mann Líflands, en saman leiða þeir skemmtilegt verkefni við framleiðslu og sölu á steinbitum í gripahús. „Þetta er samvinnuverkefni að því leyti að Girðir framleiðir bitana og við hjá Líflandi, með okkar tengsl við bændur, sjáum um sölumálin,“ segir Gunnar Már. Hann segir að Lífland hafi um árabil flutt inn gólf- bita frá bæði Hollandi og Danmörku en það hafi lengi verið draumur hjá sér, og eflaust mörgum öðrum, að geta framleitt þessa vöru hérlendis. „Vandamálið var að það er mjög erfitt að liggja með steinbita á lager og við þurftum að flytja töluvert magn í einu til landsins til þess að ná flutningskostnaði niður. Það hafa verið framleiddir bitar hérlendis áður og við erum ekki þeir fyrstu. Bændur hafa meira að segja steypt þetta sjálfir í vissum tilvikum,“ segir Gunnar. „Í fyrrasumar var Árni á fundi með mér og þá nefndi ég þessa hug- mynd, hvort fyrirtækið hans gæti ekki framleitt steypta gólfbita í fjós og Lífland sæi um sölumálin. Hann greip hugmyndina á lofti og áður en ég vissi af var hann búinn að smíða fyrsta steypumótið. Síðan tók við þróunarvinna og töluverðum fjár- munum er búið að verja í mótasmíði og undirbúning.“ Lengdir að óskum kaupenda Árni segir að steypumótin, sem þeir félagar nota til að smíða gólf- bitana, séu úr olíusoðnum kross- viði og plasti. „Fyrstu mótin sem við reyndum voru úr trefjaplasti en þau reyndust of dýr og óhentug. Nú eru mótin í þremur pörtum og vinna við að setja þau saman, steypa og losa þau utan af bitunum er orðin viðunandi. Töluverð handavinna er fólgin í framleiðslunni en við steypum í nokkrum mótum í hvert sinn. Það er ekki stórmál að breyta lengdinni á bitunum en við bjóðum lengdir á bilinu 1 meter og upp í 4 metra.“ Árni segir að það geti verið mjög hagkvæmt fyrir bændur að fá bit- ana í nákvæmlega réttum lengdum svo að ekki þurfi að saga þá til á staðnum, eins og oft þarf að gera með bita í stöðluðum stærðum. „Við það eru járnin söguð og þá standa eftir opin sár, sem við vitum hvað þýðir – járnin fara fljótlega að ryðga og eftir það er lífaldur bitans ekki langur. Hjá okkur er a.m.k. 35 mm steypuhula í kringum öll járn.“ Hvernig eru bitarnir frábrugðnir þeim bitum sem hingað til hafa verið fluttir inn frá útlöndum? Árni er til svara og segir að í fyrsta lagi sé yfirborð þeirra hrjúft en ekki slétt. „Nú eru menn farnir að saga raufar í sléttu bitana til að gera þá stama. Okkar bitar eru meira járnabundnir en venjan er, þeir eru 16 cm þykkir og fimm bita flekar eru 82 cm á breidd. Við notum 10 mm járn í bindinguna og það eru þrír teinar í hverjum bita. Þeir þola mikið álag, t.d. að keyrt sé á þeim á þungum vélum. Því er við að bæta að kanturinn er með 25 mm brún sem kemur í veg fyrir að brotni úr bitanum sem hefur verið algengt vandamál víða og bændur þekkja,“ segir Árni. Gunnar Már segir að yfirleitt taki bændur minni einingar þegar verið er að gera upp gömul fjós eða breyta kálfahúsum. „Bitarnir eru fáanlegir allt upp í 5 bitaraðir í hverjum fleka en þeir eru vissulega ekki auðveldir í meðförum sökum þungans. Það er algengara að menn taki tveggja bita fleka í viðbætur og viðgerðir en þeir eru 33 cm á breiddina. Í nýrri fjósum eru frekar teknir heilir flekar og svo púslað saman.“ Er verið að breyta fjósum eða byggja ný um þessar mundir? „Já, það eru merkilega margir bændur í framkvæmdum, ýmist að breyta fjósum hjá sér eða að endurnýja,“ segir Gunnar Már og er bjartsýnn á að nýju bitarnir muni gefast vel í íslenskum fjósum. „Við erum þegar búnir að setja bitana upp í einu fjósi og pantanir liggja fyrir í tvö til viðbótar.“ Prófanir lofa góðu „Við erum búnir að láta gera forprófanir á bitunum hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem komu mjög vel út. Á næstu vikum verða þeir hins vegar teknir til frekari rannsókna og í kjölfarið munum við gefa út kynningarefni um vöruna. Við höfum tröllatrú á bitunum og erum vissir um að þeir muni reynast vel í framtíðinni. Þetta er íslensk framleiðsla og búið að leggja töluverða vinnu í þróunar- og undirbúningsstarf. Steypublandan í bitunum er hönnuð af Karsten Iversen, verkfræðingi hjá Ístaki, sem hefur verið okkur innan hand- ar í þróuninni ásamt Geir Sædal í Keflavík. Öll hráefni eru sérvalin, sement frá Aalborg Portland og mölin úr Seljadalsnámum og frá Björgun,“ segir Árni. Erlendu bitarnir of dýrir Gunnar Már segir að Lífland hafi um árabil boðið upp á heildarlausnir í fjósinnréttingum en markmiðið með gólfbitaframleiðslunni sé ekki síst að efla innlenda framleiðslu. „Við höfum heimsótt bændur og sýnt mönnum sýnishorn. Viðbrögðin eru jákvæð og ég heyri ekki annað en að menn séu ánægðir.“ Gunnar Már segir að verðið sé töluvert hag- stæðara en Lífland hafi getað boðið á erlendu bitunum hingað til. „Við erum hættir að flytja inn erlendu bitana því þeir eru einfaldlega of dýrir þegar allt er talið.“ Í lokin segist Árni vilja hvetja bændur til þess að hafa samband ef þeir eru með góðar hugmyndir að forsteyptum vörum. „Við erum tilbúnir til að gera hvað sem er fyrir bændur! Ef þá vantar t.d. steyptar undirstöður eða annað þá getum við framleitt nánast hvað sem er.“ /TB vinna saman að því að framleiða og selja gólfbita í gripahús. Myndir TB hverri sveit. Mynd: Girðir kornastærð. steypusíló. efnum Árna G. Svavarssonar. Bitarnir eru 16 cm þykkir og járnbentir með 10 mm steypustyrktarjárni. gólfplötu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.