Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 Vélabásinn Suzuki Kizashi: Einstaklega hljóðlátur bíll á malarvegi Fyrir nokkru kom ég við hjá Suzuki bílum í Skeifunni og fékk að prófa flaggskipið þeirra, Suzuki Kizashi. Bílinn er með 2,4 lítra vél, sjálfskiptur og á að skila 178 hestöflum samkvæmt upplýsingum framleiðanda. Þetta er sannkallaður eðalvagn og mikið lagt í bílinn, sér- staklega öryggismálin. Sjö öryggisloftpúðar eru í bílnum, styrkingar í hurðum, ABS bremsur með átaksdreifingu og fjarlægðar- skynjarar svo eitthvað sé nefnt, en ýmislegt annað er til þæginda og öryggis í bílnum. Kizashi er fjór- hjóladrifinn, sem kemur sér vel bæði á veturna og á þurrum og lausum malarvegum. Sem kunnugt er hafa íslenskir malarvegir verið einstaklega þurrir með lítið veggrip í sumar vegna þurrka. Ég tók svolítið vel á bílnum á þurrum malarvegi og skriðvörnin virkaði mjög vel. Það sem vakti mesta hrifningu mína á bílnum var að ekk- ert malarvegahljóð var inni í bíln- um þegar ekið var á möl (sennilega er þetta hljóðlátasti bíll sem ég hef keyrt á möl til þessa). Við þetta má hins vegar bæta að umhverfishljóð í Suzuki Kizashi utan frá eru sáralítil vegna þess hversu vel bíllinn er hljóð- einangraður. Mikill munur á eyðslu í innan- og utanbæjarakstri Suzuki eðalvagninn virkar svolítið þungur af stað í innanbæjarumferð og áður en ég kynnti mér uppgefna eldsneytiseyðslu gat ég mér þess til að sennilega væri bíllinn að eyða helmingi meiru í innanbæjarakstri en í langkeyrslu. Það kom á daginn að uppgefin eyðsla í innanbæjarakstri er 11,3 lítrar á 100 km en í langkeyrslu er uppgefin eyðsla 6,6 lítrar á hundraðið. Þess ber að geta að ég var örugglega að eyða mun meiru á hundraðið með því að vera ítrekað að slá í allt 178 hrossa stóðið með hægri löpp, sem mér fannst ekki leiðinlegt. Fjarlægðarskynjarar auka öryggið Fjarlægðarskynjararnir að framan og aftan námu vel lúpínuna sem ég ók meðfram í reynsluakstrinum (var um 50 cm frá bílnum) og voru þeir farnir að lesa sitt hlutverk og senda merki um hættu inn í mælaborðið. Það þarf heldur ekki stóran stein fyrir aftan bílinn þegar bakkað er og skynjararnir vinna sína vinnu. Hliðarspeglarnir eru góðir og sést vel í þeim aftur fyrir bílinn en þeir eru rafstýrðir og upphit- aðir (örugglega mjög gott að vera með upphitaða hliðarspegla á veturna). Ég tók strax eftir góðum hljómburði í útvarpinu og rak ég þá augun í að átta hátalar komu hljómburðinum áleiðis. Í stýrinu eru stjórntæki fyrir útvarpið og hraðastillir (cruise control). Það sem er gott við þennan útbúnað í stýrinu er hversu nálægt stýrishringnum hann er, þannig að maður getur stjórnað tökk- unum auðveldlega með þumlunum (í sumum bílum þarf að sleppa stýr- inu til að ná til takkanna). Lokaorð: sannkallaður eðalvagn. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Verð: 5.880.000 kr Lengd: 4.650 mm Breidd (án spegla): 1.820 mm Hæð 1.480 mm Vél: 2,4 lítrar Hestöfl: 178 Þyngd 1.530 kg Uppgefin meðaleyðsla 8,3 lítrar á hundraðið Helstu mál og verð: Nafn: Sigurður Eyþórsson. Fyrirtæki og starf: Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Hvenær hófst þú störf? 1. júlí á því merka ári 2007. Um hvað snýst starfið þitt? Það er afar fjölbreytt og engir tveir vinnudagar eru nákvæmlega eins, sem er mikill kostur í mínum huga. Gróflega skiptist starf í þrennt: Í fyrsta lagi eru það verk- efni fyrir Landssamtök sauðfjárbænda, s.s. undirbúningur og skipulag funda, umsjón með heimasíðu, margvísleg upplýsingagjöf og önnur þau verkefni sem stjórn sam- takanna felur mér. Í öðru lagi eru það verkefni sem snúa að innlendu markaðsstarfi fyrir lambakjöt, s.s. auglýsingabirtingar, rekstur á grillvagni Markaðsráðs kindakjöts og annað því tengt. Í þriðja lagi sinni ég ein- stökum verkefnum fyrir Bændasamtökin, s.s. umsjón með frumbýlingastyrkjum í sauðfjárrækt, félagatali Bændasamtakanna og fleiri verkefnum sem hafa snert öll svið BÍ þann tíma sem ég hef unnið hér. 1. ágúst klukkan 09:00 Ég mæti yfirleitt rétt fyrir klukkan níu. Oftast byrja ég daginn á því að svara tölvupósti, fara yfir fréttir sem tengjast greininni og setja inn efni á saudfe.is, en ég reyni að setja inn eina nýja frétt hvern virkan dag. 30. júlí gaf LS út viðmiðunarverð á lambakjöti og í dag fjallar Morgunblaðið stuttlega um það en umfjöllunin er ekkert í líkingu við fjölmiðlafárið sem varð þegar gefið var út viðmiðunarverð 2011. Morguninn fer líka í að svara símtölum um viðmiðunarverðið sem sumum finnst of hátt en öðrum of lágt eins og gengur. 10:00 Kjartan Bragason, formaður Meistarafélags kjötiðn- aðarmanna, kemur til að fara yfir mál tengd rekstri grill- vagnsins. Við höfum átt frábært samstarf við félagið um vagninn en félagsmenn hafa grillað fyrir okkur við margvísleg tækifæri nú þriðja sumarið í röð. Að því loknu kemur Þórarinn Pétursson, formaður LS, inn úr dyrunum því til stendur að halda fund í Markaðsráði kindakjöts eftir hádegið. Við notum tímann til að fara yfir nokkur mál tengd haustfundaferð LS í næstu viku en þá höldum við sjö opna fundi um land allt. 11:00 Ingvi Jökull Logason frá auglýsingastofunni Hér og nú kemur til að hitta okkur Þórarin og fara yfir stöðu helstu markaðsverkefna. Við höfum átt gott samstarf við HN um markaðsstarfið síðustu ár og reynum að efla stöðu lambakjöts á innanlandsmarkaði eftir því sem við höfum tækifæri til. 12:00 Það er sumarlokun í Bændahöllinni og mötuneytið er lokað. Við Þórarinn förum í hádegismat í Skrúð á Hótel Sögu og reynum að borða ekki yfir okkur af hlaðborðinu því það er lambakjöt í matinn. Fundur hefst í Markaðsráði kindakjöts. Þórarinn er for- maður en þar sitja líka Ágúst Andrésson fulltrúi slátur- leyfishafa og Tjörvi Bjarnason fulltrúi BÍ, sem mætir á fundinn sem varamaður Jóhannesar Sigfússonar. Fyrir fundinum liggja fjölmörg erindi auk þess sem rætt er um markaðsmálin og komandi sláturtíð. Lok vinnudagsins fara í að fara yfir reikninga, greiða það sem þarf að greiða um mánaðamót og fara yfir annan hefðbundinn póst sem borist hefur. Áður en haldið er heim tek ég síðan klukkutíma í ræktinni í kjallaranum hér á Hótel Sögu. Ég er ekki mjög duglegur þar, sérstaklega ekki nú yfir sumarmánuðina, en það vill svo heppilega til að ég dreif mig þennan dag. Reynir að borða ekki yfir sig af lambakjöti Mynd /TB „Ég var EKKI send í sveit“ Nafn og atvinna: Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og þingflokksfor- maður sjálfstæðismanna. Hvar varstu í sveit og hvenær? Ég var í sveit í Steig í Mýrdal í þrjú sumur, 1978 til 1980. Ábúendur og tegund bús? Ábúendur voru heiðurshjónin Stígur og Gísela Guðmundsson og Ólafur sonur þeirra. Þau voru með myndarlegt kúa- og fjárbú. Ólafur tók við búi foreldra sinna eftir þeirra dag, býr enn í Steig með sinni fjöl- skyldu og rekur þar núna myndarlega ferðaþjónustu sem ég hvet alla til að heimsækja. Dætur Stígs og Gíselu, Rósa og Jóhanna, voru fluttar að heiman þegar ég var í sveitinni en komu alltaf og tóku þátt í heyskap og öðrum sumarverkum. Þær búa nú báðar á Höfn í Hornafirði með fjölskyldum sínum. Hvað var skemmtilegast við dvölina? Ég vil taka það sérstaklega fram að ég var aldrei send í sveit. Þvert á að fá að fara í sveit og suðaði um það út í hið óendanlega. Loks rættist draumurinn – það fannst bóndabær fyrir mig þegar í ljós kom að tengda- fólk systur minnar átti ættir að rekja til þessa heiðursfólks í Mýrdalnum sem ég fékk að fara til í sveit. Mér fannst allt frábært við sveitina, ég fékk að taka þátt í öllu, vinna eins og vinnumaður og vera drulluskítug upp fyrir haus. Og svo fékk ég meira að segja kaup – ég kom heim á haustin með kartöflu- og rófupoka – og var frekar montin með það. Hvað var erfiðast við dvölina? Ætli það hafi ekki verið að vera fjarri fjölskyldu og vinum sem voru í alls- konar skemmtilegheitum í sumarfrí- inu sem ég missti af. En samt fannst mér það aldrei erfitt vegna þess að það var alltaf svo gaman hjá mér í sveitinni. Hvaða verk voru á þinni könnu? Stígur bóndi gaf mér ákaflega stóran titil sem ég tók mjög alvarlega – ég var kúarektor! Ég hafði þá ábyrgð að reka beljurnar á morgnana og sækja þær á kvöldin. Til viðbótar gerði ég svo auðvitað bara allt sem mér var sagt að gera, ég var í girðingavinnu, rak kindur, var í landgræðslu, hey- skap, skúraði og bakaði með Gíselu og gerði allt annað sem til féll. Ég veiddi meira að segja fýl. Geturðu nefnt eftirminnileg atvik? Fýlaveiðarnar eru mjög eftirminni- legar – en nú í seinni tíð hef ég fengið ægilegt samviskubit vegna þeirra... eða meðferðar minnar á aumingjans fuglinum. Þannig var að ég (11 ára) var send út á aurana með prik og poka á fýlaveiðar. Mér var sagt að drepa fýlinn með því að berja hann í hausinn og gæta mín bara á því að láta hann ekki æla á mig. Ég gerði þetta samviskusam- lega og var, verð ég að segja, frekar dugleg á fýlaveiðunum. Aumingja fýllinn – var lúbarinn í hausinn af kraftlausum krakkaskratta sem þurfti að lemja ansi oft... kannski ekki besti dauðdaginn. Ég hef á seinni árum fengið frekar mikinn móral yfir meðferðinni á aumingj- ans dýrinu. En svona var þetta bara í sveitinni. Skildi dvöl þín í sveitinni eitt- hvað sérstakt eftir sig? Sveitadvölin mín er í minningunni hulin dásemdar hamingjuhjúp. Það var alltaf bara gaman en ég vann líka mikið og lærði þannig til verka að ég bý ennþá að. Ég var hjá yndis- legu fólki, skemmtilegu og duglegu. Mér þykir óendanlega vænt um Mýrdalinn og fjölskylduna góðu í Steig og lít alltaf á mig sem heima- mann... og vona að það sé í lagi þeirra vegna. Árið er 1978 og ásamt Ragnheiði er Guðrún Sigríður Sigurðardóttir úr Reykjavík á myndinni. Send í sveit Vinnudagurinn minn Myndin er tekin í ættarútilegu í túninu í Steig árið 2009. Með Ragnheiði er Guðjón Ingi Guðjónsson eiginmaður hennar og synirnir tveir, Árni Þór og Helgi Matthías.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.