Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 9 4 7 1 8 4 2 7 9 6 8 7 3 5 4 1 5 1 1 8 2 4 8 7 4 9 9 6 3 4 2 4 9 1 1 5 8 7 2 5 1 2 4 7 3 6 4 8 2 1 8 4 5 1 6 8 7 5 9 2 8 3 5 4 9 37 41 36 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Haukur Freyr Jónsson er búsettur með fjölskyldu sinni í Sviss og geng- ur þar í barnaskólann Früeberg. Hann er mikill Starwars-aðdáandi og finnst skemmtilegast að leika í Starwars-Legoleik í tölvunni. Nafn: Haukur Freyr Jónsson. Aldur: 5 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Ég á heima í bæ sem heitir Baar og er í Zug-kantónu í Sviss. Skóli: Ég er í barnaskóla sem heitir Früeberg og er næstum eins og leik- skóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Búa til gjafir handa mömmu. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hestur. Uppáhaldsmatur: Spagettí. Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk. Uppáhaldskvikmynd: Starwars. Fyrsta minningin þín? Ég man bara eftir því að hafa verið lítill. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei, en mig langar að læra á trommur. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Leika í Starwars- legoleik. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir eins og Palli frændi minn. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Hlusta á Pollapönk. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Mér finnst leiðinlegt að taka til í herberginu mínu. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Já, ég ætla að fara í sund á Íslandi. /ehg Litrík og sumarleg handklæði PRJÓNAHORNIÐ Gaman að eiga handprjónuð handklæði í sumarbústaðnum eða hjólhýsinu. Það er eitthvað heimilislegt við það. Garn; Safran frá Drops, líka má nota Muskat egypska bómull sem er til í mörgum litum. Mál; 31x45 cm. - 150 grömm fara í hvert handklæði. Prjónar nr. 3,5. Appelsínugula handklæðið er prjónað með annarri hvorri umferð slétt og hinni 1 sl og 1 br. fram og til baka. Græna handklæðið er prjónað með perluprjóni. 1 sl 1 br út umf, í næstu umferð er prj br yfir sl og sl yfir br. Endurtekið. Gula handklæðið er prjónað þannig; Rúðumynstur. 1. Umf: 3 sl, 3br út umferðina. 2. -4 umf: br yfir br og sl yfir sl 5. umf: 3 br 3 sl út umferðina 6. -8. umf: br yfir br og sl yfir sl. Endurtakið þannig að það myndist rúðumynstur. Bleikt handklæði Garðaprjón. Góða skemmtun. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Býr til gjafir handa mömmu í leikskólanum 69 Sundlaug Stöðvarfjarðar er stað- sett milli íþróttahússins og grunn- skólans á Stöðvarfirði. Bygging laugarinnar hófst árið 1982 og á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1983 var laugin svo vígð. Laugin er útilaug, dúklaug sem er 16 metrar á lengd og átta metrar á breidd. Við laugina er einnig heitur pottur. Búningsaðstaða er í 136 m² steinhúsi fyrir syðri enda laugarinnar. Í fyrra sóttu um 2.500 gestir laugina. Haustið 1993 skapaðist sú hefð að í lok sumars, þ.e. sundsumars sem þá lauk 31. ágúst, fékk fólk að fara í laug- ina í fullum klæðum um leið og aug- lýstum sundtíma lauk. Þessi gjörning- ur vatt upp á sig og var farið að halda grillveislu í tengslum við hann. Sú veisla var á vegum Ungmennafélags Stöðvarfjarðar, Súlunnar. Sumaropnun laugarinnar er frá 15. maí til 15. september og á því tímabili er laugin opin frá 13:00 til 19:00 alla daga vikunnar. Frekari upplýsingar má fá í síma 475-8930. Sundlaug Stöðvarfjarðar Laugar landsins S K E S S U H O R N 2 01 2 Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.