Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 1
15. tölublað 2012 Fimmtudagur 9. ágúst Blað nr. 376 18. árg. Upplag 24.500 8 „Þetta er bara skelfilegt ástand,“ segir Eyjólfur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjá Fóðurblöndunni, um mikla þurrka sem ríkjandi hafa verið á helstu ræktunar- svæðum heims undanfarnar vikur. Afleiðingarnar eru þær að uppskerubrestur blasir við. Þórir Haraldsson hjá Líflandi segir morgunljóst að uppskerubrestur af völdum þurrka muni hafa áhrif hér á landi. Bæði félögin hækkuðu verð á tilbúnu fóðri í júnímánuði og nam hún á bilinu 4-9%. Ástæða hækkunarinnar var hækkun á hráefnisverði en öll helstu aðföng til fóðurgerðar höfðu þá hækkað umtalsvert. Mest hækkaði sojamjöl í kjölfar uppskerubrests í Suður-Ameríku en korn hafði einnig hækkað verulega í verði í norðanverðri Evrópu. Eyjólfur segir að menn hafi horft upp á miklar hækkanir það sem af er ári og nefnir m.a. tæplega 20% hækkun á hveiti frá áramótum, bygg hafi hækkað örlítið minna en mikið samt. „Þetta eru ofboðslegar hækkanir og nú bíða menn bara og sjá hvað gerist næst, hvernig ný uppskera verður og hvað gerist í kjölfarið,“ segir hann. Gengi íslensku króunnar hefur styrkst um 7% frá áramótum og segir Eyjólfur að það bjargi einhverju, í eðlilegu árferði hefði slík styrking skilað sér í góðu verði nú á komandi hausti. „Við horfum upp á skugga- legar hækkanir á öllum aðföngum og þær munu örugglega koma fram hér á landi. Við munum meta stöðuna upp á nýtt fljótlega,“ segir Eyjólfur. Þórir segir að hækkanir á aðföng- um úti muni fyrr eða síðar hafa áhrif hér á landi, „þetta er fljótt að skila sér hingað inn,“ segir hann. Væntingar séu uppi um að ný uppskera í Evrópu verði meiri en áætlanir gera ráð fyrir og ástandið gæti af þeim sökum orðið ívíð skárra en útlit er fyrir einmitt nú. „Jákvæðu fréttirnar eru þær,“ segir Þórir, „að gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur styrkst nokkuð að undanförnu og það hefur þau áhrif að hægt hefur verið að halda verðbreytingum í lágmarki. Hver þróun verður þegar líður fram á haustið er erfitt að segja nákvæm- lega fyrir um en útlitið er ekki sérlega gott.“ /MÞÞ Þurrkar valda uppskerubresti víða um heim Skelfilegt ástand og mun skila sér fljótt í hækkunum hér á landi Handverkshátíð og landbúnaðarsýning á Hrafnagili Búist við fjölda gesta Það verður mikið um dýrðir á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit um komandi helgi en á morgun, 10. ágúst, verður Handverkssýningin sett þar í tuttugasta sinn. Búnaðarsamband Eyjafjarðar slæst í hópinn og fagnar 80 ára afmæli sínu með því að setja upp veglega landbúnaðarsýningu. Búist er við miklum fjölda gesta á sýningarnar og verður mikið um að vera á sýningarsvæðinu þá daga sem hátíðin stendur en henni lýkur á mánudag, 13. ágúst. Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sýninganna á Hrafnagili segir að sýnendur séu vel á annað hundraðið. Fer fram á stærra svæði en áður Handverkssýningin fer að stórum hluta fram innandyra, á um 500 fermetra stóru svæði í Hrafnagilsskóla og á svæði framan við það, en þar hefur á liðnum árum verið komið upp torgi þar sem sýnendur hafa aðstöðu í tjöldum. Nú hefur svæðið verið stækkað og verða tún sunnan við Hrafnagilsskóla einnig nýtt undir landbúnaðarsýninguna. Þar verður m.a. vélasýning þar sem bæði verða sýndar nýjar vélar og gamlar. Afurðastöðvar, skólar og fleiri verða með sýningarbása auk þess sem gestir fá að bragða á góðgæti af ýmsu tagi, mjólkur- og kjötvörum. Kvöldvaka verður á laugardagskvöld. Sýningin verður opin frá kl. 12 til 19 frá föstudegi til sunnudags og á mánudag frá kl. 12 til 17. Sjá nánar um dagskrá á bls. 4. Grænmetisbændur á Flúðum Góðar uppskeruhorfur þrátt fyrir þurrkatíð Allflestar grænmetistegundir sem eru í útiræktun í uppsveitum Árnessýslu eru nú komnar á markað en frá þessu svæði koma tæplega 80% af allri grænmetisframleiðslu á Íslandi. Blómkálið er sú káltegund sem kemur jafnan síðast í búðir og nú eru rúmlega tvær vikur síðan það skilaði sér. Grænmetisbændur á svæðinu eru á einu máli um að þrátt fyrir mikinn þurrk í nánast allt sumar stefni engu að síður í góða uppskeru, það sé hlýindunum að þakka. Í samtölum við stóra kálframleiðendur sem eru með sínar stöðvar á Flúðum: Garðyrkjustöð Sigrúnar, Mela og Flúðajörfa, kemur fram að talsvert þarf þó að hafa fyrir því að ná svo góðri uppskeru í hús. Garðarnir þurfi heilmikla vökvun sem má helst ekki eiga sér stað í sólskini. Í einhverjum tilvikum hafa bændur farið út í að fjárfesta í vökvunarbúnaði og einhverjir hugleiða það. /smh Þröstur Jónsson, hjá Garðyrkjustöð Sigrúnar, í fallegum hvítkálsgarði. Stöðin fjárfesti sl. vor í vökvunar- búnaði til að vera undirbúin fyrir þurrkatíð líkt og á síðasta sumri. Mynd /smh Norðlenska og SS hafa birt verðskrá Þegar Bændablaðið fór í prentun hafði einungis Norðlenska og SS gefið út ákvörðun um verðlagningu sauðfjárafurða fyrir komandi sláturtíð. Hjá Norðlenska hækkar verð um 6,3% á lömbum en verð fyrir fullorðið breytist ekkert frá fyrra ári. Álagsgreiðslur verða með sama hætti og áður. Í tilkynningu frá Norðlenska segir að félagið áskilji sér rétt til að endurskoða verðskrána ef tilefni verður til. Sláturfélag Suðurlands hækkar grunnverðskrá sína um 3% frá fyrra ári og bæta sláturviku við í nóvember með 10% álagi. SS hækkar ekki greiðslur fyrir kjöt af fullorðnu fé. Í útskýringum SS á verðskránni segir að nú gæti sölutregðu á erlendum mörkuðum og aðstæður á innanlandsmarkaði leyfi ekki mikla verðhækkun. Hjá SS er þó til lengri tíma litið vaxandi eftirspurn eftir kjöti erlendis og gæði íslenska lambakjötsins gefi ástæðu til bjartsýni. Aðrir sláturleyfishafar hafa ekki birt verð en þó hefur Sláturhús KVH á Hvammstanga auglýst álagsgreiðslur sem eru á bilinu 4-10% í vikum 36 til 39. Þá hafa SAH afurðir á Blönduósi gefið það út að álagsgreiðslur verði sambærilegar og í fyrra. Skiptinemar í sveit 2612 Íslenskir steinbitar í gripahús Sjálfboðaliðar unnu við það á þriðjudagskvöld að reisa tjöld á sýningarsvæðinu. Mynd /Margrét Þóra Börnin á Teigi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.