Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. ágúst 2012 Íslensk hönnun Með endurnýtingu að leiðarljósi K ristjana Jenný Ingvars- dóttir, út sti l l inga- hönnuður, stofnaði fyrir- tækið Tildur Redesign fyrir nokkrum árum þar sem hún hannar litrík og smart hálsmen og armbönd ásamt kven- fatnaði sem búinn er til úr eldri fötum. Hönnunin ber þess merki að hugmyndafluginu er gefinn laus taumur og Kristjana vinnur út frá því að búa til nýtt úr gömlu. Upphaf: „Ég byrjaði á að búa til skartið þegar ég var í fæðingarorlofi árið 2011. Í byrjun var ég í samstarfi við bróður mannsins míns en er aðeins ein að föndrast þetta núna . En annars hef ég alltaf haft mikla sköpunarþörf og hef áhuga á að endurnýta úr því sem ég hef til staðar. Ég er búin að vera að skapa eitthvað frá því að ég var krakki og sem dæmi var ég hálfgerður nörd í menntaskóla þar sem ég gekk nánast eingöngu í endurunnum fötum.“ Efniviður: „Ég endurnýti allt mögulegt þegar kemur að textílnum og fyrir skartið þá nota ég perlur úr gömlu skarti, ég læt skera út fyrir mig gamla silfur- bakka, tekkbakka og ég mála perlur og nota gamlar tréperlur úr gömlum tréperluhengjum. Einnig flyt ég inn efnivið frá Hollandi sem ég nota með. Þannig að ég þróa allt mögulegt til að fá réttu útkomuna. Perlufestarnar og armböndin hafa verið langvinsælust, þar blanda ég mikið saman ólíkum efnum og litum. Ég sauma dömublússur, kjóla, toppa og jakka úr gömlum fötum. Ég hef tekið eftir því að konur hafa gaman af endurnýtingu og spyrja gjarnan hvað þetta hafi verið áður? Ég hef lítið getað saumað undanfarið en þetta er liður sem mig langar til að sinna betur.” Innblástur: „Hann kemur allsstaðar frá en ég er rosalega hrifnæm og forvitin að eðlisfari. Það þarf ekki meira til en að ég sjái kött nágrannans til að fá hugmynd. Ég les mikið erlend blogg og tímarit og fæ gjarnan hugmyndir þaðan. Einnig ef ég sé fólk úti á götu eða hitti annað fólk, þá getur komið eitthvað út úr því.“ Framundan: „Ég er með tvö ung börn, ásamt því að vera með annan rekstur sem krefst tíma og því þarf ég að nýta tíma minn vel. En ég næ þó að byggja upp vöru- merkið hægt og sígandi og þetta gengur mjög vel hjá mér, ég get ekki kvartað. Hugmyndirnar eru endalausar hjá mér en þetta er alltaf spurning með tímann. Í framtíðinni hef ég áhuga á að stækka Tildur og draumurinn er að koma einnig á facebook undir Tildur Íslensk hönnun og einnig er ég með síðuna www.mydesign.is sem heldur utan um allt mitt.“ /ehg Kristjana Jenný Ingvarsdóttir, útstillingahönnuður, hannar litrík hálsmen, armbönd og kvenfatnað undir merkinu Tildur Redesign. Fyrirsæta í blússu sem Kristjana saumaði og með hálsmen sem hún setti saman á smekklegan hátt. Armbönd í öllum regnbogans litum. Falleg hálsmen úr smiðju Tildurs Redesign.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.