Bændablaðið - 16.05.2012, Qupperneq 1

Bændablaðið - 16.05.2012, Qupperneq 1
34 9. tölublað 2012 Miðvikudagur 16. maí Blað nr. 370 18. árg. Upplag 24.000 Bærinn okkar Dalir Hjónin í Klambraseli í Aðaldal, Ragnheiður Lilja Jóhannesdóttir og Gunnar Hallgrímsson sem hér sjást í annarri hlöðunni sinni ásamt lambfé og heimilishundinum sem fylgist með eru bjartsýn á að hretið verði ekki langt og Mynd / Atli Vigfússon 20 Kind frá Hofi í Vatnsdal í keisaraskurð Þrettán vetra ær á Desjar- mýri bar þrem lömbum – Hefur samtals eignast 34 lömb um ævina Það telst nú vart til tíðinda lengur þótt ær beri þremur lömbum, hitt er þó líklega sjaldgæfara að þær haldi því áfram til þrettán vetra aldurs, eins og ærin Panda 99-368 gerði á dögunum. Panda er eign heimasætunnar Sylvíu Aspar Jónsdóttur á Desjarmýri í Borgarfirði eystra.Panda hefur eignast samtals 34 lömb um ævina. Til þessa hefur hún aðeins misst eitt lamb. Langflestar gimbrar hennar hafa verið settar á og stærri hluti þeirra hefur erft góða frjósemi segir Jón S Sigmarsson á Desjarmýri. Hann segist hafa verið með rúmlega 500 ær á fóðrum í vetur. „Sauðburður er rétt kominn í gang og hefur gengið ágætlega og frjósemi er þokkaleg. Ég reikna þó með að hún verði í slakara lagi miðað við fósturtalningu. Sem betur fer er burður ekki langt kominn eins og staðan er í veðrinu núna. Ég hef enn ágætis pláss í húsum. Það hefur samt ekki snjóað mikið en það er kuldi og það er því ekki um það að ræða að hafa féð úti,“ sagði Jón. Hann vonast til að veðrið lagist þegar líður á vikuna. Minni frjó- semi nú en oft áður skýrist líklega að einhverju leyti af slöku sumri í fyrra og lélegra fóðri. /HKr. Mynd / JSS „Þetta er fyrst og fremst gríðarleg vinna fyrir bændur,“ segir Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búgarði en vonskuveður miðað við árstíma hefur gengið yfir norðan- og austanvert landið síðustu daga með ofankomu og hvítri jörð. Allt fé hefur verið á húsi síðustu daga með tilheyrandi þrengslum, enda stendur sauðburður víðast hvar sem hæst. Vanir hreti á þessum árstíma Hermann Aðalsteinsson, bóndi í Lyngbrekku í Reykjadal, segir að nokkuð hafi snjóað í Þingeyjarsýslu, útlit sé fyrir að norðlægar áttir verði áfram ríkjandi með vægu frosti og éljagangi, en menn horfi til þess að fari að hlýna með suðlægum áttum þegar nær dregur helginni. Hann segir að sauðfjárbændur í sýslunni hafi allt sitt fé á húsi og á fullri gjöf. „Sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslu eru þó vanir hreti á þessum árstíma og ættu því ekki að vera í vandræð- um núna frekar en fyrri ár,“ segir Hermann. Mestu skiptir að innistaðan vari í skamman tíma Ólafur segir að mestu skipti að inni- staðan vari sem styst, þá séu mestu líkurnar á að hægt sé að halda tjóni í lágmarki. Það gangi upp að hafa allt fé á húsi í nokkra daga, þó þröngt sé, en þegar um lengri tíma er að ræða en þetta tvo til þrjá daga sé hætta á að upp komi sýking í hús- unum. Þá geti ung lömb villst frá mæðrum sínum í þrengslunum og sú staða komi oft upp að mæðurnar vilji þá ekki sjá lömbin aftur. Eins bendir Ólafur á að stálpuð lömb eigi það til að ganga hart að mæðrum sínum og sjúga fast og mikið, sem aftur leiði til þess að spenar sárni. Slíkt geti leitt til júgurbólgu og fleiri vandamála. Segir Ólafur að bleyta og hvass- viðri fari illa með féð og valdi að hafa þurfi það á húsi þegar tíð er með þessum hætti. Ullarlitlar ær séu sérlega viðkvæmar fyrir þess háttar veðri og séu ekki síður í hættu en lömbin. „Það eru allir með fé á húsi í þessu veðri, bændur voru búnir að búa sig undir þetta hret en við skulum vona að það verði ekki lang- vinnt og upp stytti sem fyrst,“ segir Ólafur. Hann bætir við að einhverjir kartöflubændur í Eyjafirði hafi verið búnir að setja niður og hretið ætti ekki að hafa áhrif til verri vegar á þeim vettvangi og hið sama gildi um kornið. Vorhret gæti hins vegar haft slæm áhrif á fuglalíf. Húspláss og nóg hey Þingeyingar hafa marga fjöruna sopið þegar kemur að vorhretum, en þau eru misslæm eftir árum. Atli Vigfússon á Laxamýri segir að íbúar hafi vanist þessu árferði og margir séu vel undir það búnir að takast á við vonda tíð, þó ævinlega valdi hún vonbrigðum. Flestir sauðfjárbændur komi öllu sínu fé í hús þó nær allt sé borið. Nægilegt húspláss og nóg hey er grundvöllurinn og það eiga hjónin í Klambraseli í Aðaldal, þau Ragnheiður Lilja Jóhannesdóttir og Gunnar Hallgrímsson sem eru bjartsýn á að hretið nú vari ekki lengi og þess verði ekki langt að bíða að lömbin fari fljótt að skoppa úti. /MÞÞ Vorhret hefur í för með sér gríðarlega vinnu fyrir bændur: Allt fé á húsi og á fullri gjöf Elísabet Katrín Friðriksdóttir í fjár- Reykjavík til að aðstoða bróður sinni, Sverri bónda þar við sauðburðinn. Mynd / Benjamín Baldursson. Tveggja vikna gamalt lamb í snjó- Reykjadal á mánudagsmorgun. Mynd / Hermann Aðalsteinsson. Fé flutt yfir varnarlínur Til varnar útbreiðslu á riðu og garnaveiki eru flutningar á sauðfé háðir takmörkunum. Bannað er að flytja fé yfir svokallaðar varnar- línur sem afmarka varnarhólf. Fé sem finnst, t.a.m. við smala- mennsku, og hefur farið á milli hólfa er skorið sem línubrjótar. Einnig er óheimilt að flytja fé milli hjarða innan varnarhólfa þar sem riða hefur verið landlæg síðustu 20 ár. Á dögunum fannst fé sem flutt hafði verið úr Rangárvallahólfi yfir í Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf en síðarnefnda hólfið er riðusvæði. Slíkir flutningar eru óheimilir nema með leyfi frá Matvælastofnun (MAST). Þorsteinn Ólafsson sér- greinadýralæknir hjá MAST segir að málið verði kært til lögreglu. „Við fengum tilkynningu um að grunur léki á að nokkrar kindur hefðu verið fluttar yfir Þjórsá. Þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að það voru lömb með merkingum úr Rangárvallasýslu. Það kom líka í ljós að hrútur hafði verið lánaður á bæinn og þetta svæði er riðusvæði. Þar fyrir utan fundust þarna kindur sem höfðu verið keyptar með lambasöluleyfi á nafni annars manns, sem hefðu átt að fara á annan bæ í Árnessýslu. Það hafði semsagt verið brotið gegn reglum í þremur tilfellum.“ Ekki algengt Þorsteinn segir að um sé að ræða frístundabúskap þar sem féð fannst. Hins vegar sé fólkið sem stóð að fjár- flutningunum ekki ókunnugt þeim reglum sem gildi um þessi mál. „ Vegna þess að þarna voru kindur búnar að vera í samneyti við línu- brjóta fórum við fram á að öllum kindum væri lógað. Við getum bara ímyndað okkur hvað hefði gerst hefði þetta verið á hinn veginn, að fé hefði verið flutt af þessu riðusvæði yfir á fjárbú í Rangárvallasýslu. Þá hefði þetta geta skapað mikla hættu.“ Fénu hefur verið fargað og verða ekki greiddar fyrir það bætur. Þorsteinn segir mjög óalgengt að mál af þessu tagi komi upp. „Sem betur fer. Ég held að okkur yrði til- kynnt um mál af þessu tagi.“ Hins vegar séu dæmi um að verið sé að flytja hrúta á milli bæja á fengitíð. Það sé vitaskuld ekki leyfilegt en hins vegar sé á döfinni að endurskoða reglur í stórum varnarhólfum með það að markmiði að skilgreina hvað séu sýkt svæði. „Menn eiga auðvitað að hlíta þessum reglum á meðan þær eru í gildi.“ /fr 4 Framleiðir fjóra nýja vöruflokka

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.