Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 2
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR2 SAMGÖNGUR Borgarráð Reykja- víkur lagði til á fundi sínum á fimmtudag að mögu leikar á lestar- tengingu milli Keflavíkur flug- vallar og höfuðborgarsvæðisins verði tryggðir í aðalskipulagi Reykjavíkur og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru í raun tilmæli borgar ráðs til skipulagssviðs og stýrihóps um aðalskipulag,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgar- fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur. „Málið snýst um að sveitar félögin hagi sínu aðal- skipu lagi þannig að þau úti loki ekki lestar sam - göngur í fram- tíðinni. Það felst engin ákvörðun í þessu nema að sveitarfélögin ha ld i mögu- leikunum opn u- m .“ Hj álmar segir aðspurður að þessar hugmyndir séu hluti af framtíðarstefnumörkun fyrir flugvallarsvæðið í Vatnsmýri. „Þess utan er þetta ein mikil- vægasta samgönguleið landsins og umferð á bara eftir að aukast þar sem gert er ráð fyrir milljón ferðamönnum til landsins eftir tíu til fimmtán ár.“ Engar hugmyndir eru enn uppi um hvar slík spor gætu legið, en stefnt er að því að mynda starfs- hóp sveitarfélaganna um málið. „Orð eru til alls fyrst,“ segir Hjálmar að lokum. „Þetta er við- leitni til að halda leiðum opnum og sjá til þess að ekkert gerist sem útilokar þennan möguleika.“ - þj REYKJAVÍKURBORG Of dýrt er að útbúa undirgöng undir Miklubraut við Lönguhlíð þannig að auðveld- ara verði að fara um með barna- vagn í samræmi við tillögu sem barst á vefnum Betri Reykjavík. Í umsögn framkvæmda- og eignasviðs segir að snúið verði að koma fyrir skábrautum fyrir barnavagna, hjólastóla og reiðhjól við göngin. Helsta lausnin sé lyftu- hús með tilheyrandi hliðarfram- kvæmdum. Alls myndi þetta kosta 50 til 100 milljónir krónur. Ekki er mælt með þeirri framkvæmd. - gar Undirgöng við Lönguhlíð: 100 milljónir fyrir barnavagn HJÁLMAR SVEINSSON VETUR Í VATNSMÝRI Borgaryfirvöld vilja tryggja möguleika á lestarsamgöngum við Keflavík í framtíðinni. Málið tengist veru flugvallar í Vatnsmýrinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Borgarráð vill halda möguleikum opnum í skipulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu: Lestarsamgöngur verði ekki útilokaðar SAGA Sjötíu árum eftir ein stakt björg unar af rek var Mag núsi Páls syni frá Vetur húsum í Eski- firði fært þakkar bréf bresku rík is stjórnarinnar fyrir ein- stakt björgunar afrek að fara nótt 21. janúar 1942. Magnús, móðir hans og systkini björguðu þá 48 breskum her mönnum frá bráðum bana í af taka veðri sem gekk yfir Austur land. Átta her menn urðu úti þessa nótt en mun fleiri hefðu farist ef ekki hefði verið fyrir hug- rekki fjölskyldunnar, eins og segir í þakkarbréfinu sem er undirritað af Nick Harvey, her mála ráð herra Breta. Magnús, þá aðeins fjór tán ára gamall, var ný sofnaður um kvöldið, eftir að hafa unnið sam- fleytt í tvo daga við upp skipun á salti, þegar hann var vakinn af bróður sínum Páli. Páll hafði þá af til viljun gengið fram á að fram- kominn hermann á milli úti húss og bæjar. „Hann er hetjan í þessari sögu,“ segir Magnús sem vísar fremur á framtak annarra heimilismanna á bænum en síns eigin. Og það þrátt fyrir að hafa alla nóttina lagt út í sortann og dregið hvern hermanninn af öðrum inn í hlýjuna í Veturhúsum. „Við gengum á hljóðin í vesalings mönnunum sem voru aðframkomnir. Þeir sáu ljósið frá fjósaluktinni okkar. Margir voru skólausir, en allir rennblautir og kaldir,“ segir Magnús sem heldur því fram að lífsbjörgin hafi verið kerti sem móðir hans setti út í glugga um kvöldið og sneri að heiðinni. Bretarnir tilheyrðu her flokki, The King‘s Own Yorkshire Light Infantry (KOYLI), sem var hluti ný stofnaðrar fjall göngu hersveitar. Þeir voru við æfingar, ætluðu að ganga frá Reyðar firði yfir Hrævars skörð til Eski fjarðar. En vegna erfiðra að stæðna þurftu þeir að fara lengri leið, en hrepptu af taka veður. Magnús lýsir því að þeir bræður báru mennina í hús, systur hans hlúðu að þeim og móðir hans stóð og bakaði brauð og hitaði kaffi þessa löngu nótt. Átta hermenn urðu hins vegar úti, einn dó í Veturhúsum en sjö í túnfætinum, eins og kom í ljós þegar dagur reis. Tvo þeirra fann Magnús sem telur atburðinn ekki hafa haft áhrif á sig. „Þetta var bara verk sem þurfti að vinna,“ segir Magnús af því lítillæti sem einkennir hann. Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á heimildarmynd um atburðina og heitir því viðeigandi nafni Veturhús. Myndin verður frumsýnd á páskadag á Stöð 2. Framleiðendur eru Sturla Pálsson og Arnar Knútsson. svavar@frettabladid.is Heiðraður 70 árum eftir björgunarafrek Magnús Pálsson frá Veturhúsum í Eskifirði tók við viðurkenningu frá bresku ríkisstjórninni í gær fyrir einstakt björgunarafrek. Hann og nánasta fjölskylda bjargaði 48 breskum hermönnum frá bráðum bana í aftakaveðri í janúar 1942. SÍÐBÚNAR ÞAKKIR Magnús tók við þakkarbréfinu úr hendi Jerry Hudson, ofursta og varnarmálafulltrúa, sem kom sérstaklega til landsins í gær vegna samkomu á heimili breska sendiherrans á Íslandi, Ians Whitting, sem er hér fyrir miðri mynd. Hudson ofursti sagði hlýhug bresku þjóðarinnar fylgja bréfinu, en af hverju það beið svo lengi að þakkir bárust sagðist hann ekki geta skýrt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gylfi, dreymir ykkur ameríska drauminn? „Ameríkannskibara!“ Gylfi Sigurðsson er trommuleikari Retro Stefson. Hljómsveitin leikur í fyrsta skipti á tónleikum í Bandaríkjunum næsta sumar. NICOLAS SARKOZY Frakklands forseti segir franska hermenn ekki vera í Afganistan til að láta afganska hermenn skjóta á sig. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND, AP Frakkar hættu tímabundið öllu samstarfi um þjálfun afganskra hermanna eftir að maður, íklæddur afgönskum hermannabúningi, drap fjóra franska hermenn og særði fleiri. Nicolas Sarkozy sagði hugsanlegt að franski herinn verði kall aður heim frá Af gan istan hið fyrsta, verði öryggi franskra her- manna ekki betur tryggt. „Franski herinn er í Afganistan til að aðstoða Afgana í baráttu við hryðjuverkamenn og talibana. Franskir hermenn eru ekki í Afganistan til þess að afganskir hermenn geti skotið á þá,“ sagði Sarkozy. - gb Franskir hermenn drepnir: Franski herinn hættir þjálfun REYKJAVÍK Hverfastöðvar og síma- ver Reykjavíkur verða með opnar vaktir yfir helgina vegna færðar og snjókomu. Íbúar geta sótt sand og salt á hverfastöðvarnar og símaver veitir upplýsingar og tekur við ábendingum. Í gærnótt voru snjóruðnings- tækin ræst til að ryðja umferðar- götur og göngustíga. Í tilkynn- ingu frá borginni segir að unnið hafi verið sleitulaust í gærdag við ruðninga og voru vélar sendar í húsagötur eftir þörfum. Hverfastöðvar og símaver verða opin á milli klukkan 10.30 og 15 yfir helgina. - sv Opið fyrir sand og salt: Borgin verður með snjóvaktir DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júl- íus Þorbergsson, kaupmann í Draumnum við Rauðar- ár stíg, í eins árs fangelsi fyrir að selja læknadóp í versluninni. Þá var hann fundinn sekur um að hafa selt munn- og neftóbak. Lögregla réðst í húsleitir í Draumnum og víðar sumarið 2010, fann þar mikið af læknadópi og inn- siglaði verslunina. Júlíus opnaði hana að nýju nú rétt fyrir áramót. Fyrir dómnum báru vitni viðskiptavinir Júlíusar, nágrannar og fleiri og voru svo til allir sammála um að hjá Júlíusi hefði um langa hríð mátt kaupa lækna- dóp. Því neitaði hann statt og stöðugt en dómurinn tók meira mark á vitnunum og sakfelldi Júlíus. Á heimili Júlíusar fannst 21 gramm af kókaíni sem honum var gefið að sök að hafa ætlað að selja, en því neitaði hann og sagði það hafa verið skilið eftir hjá honum. „Þótt saga ákærða um hina erlendu iðnaðarmenn sem hann réði til starfa án þess að vita haus né sporð á þeim sé ekki beint trúleg þá er ekki hægt, gegn neitun hans, að sakfella hann fyrir vörslur kókaíns á þeim grundvelli einum að efnin hafi fundist á heimili hans,“ segir í dómnum. Er hann því sýknaður af þeim lið. Loks var hann ákærður fyrir peningaþvætti, en á heimili hans fannst jafnvirði fjórtán milljóna króna sem taldar voru ágóði lyfjasölu. Hann sagði þetta vera löglegan ávinning starfsemi sinnar og afgang af ferðafé, en dómnum þykir það hæpin skýring og finnst ótrúlegt að nokkur geymi sparifé í rykfallinni ferðatösku. Féð er því gert upptækt. - sh Kaupmaður sakfelldur fyrir að selja læknadóp í verslun sinni: Júlli í Draumnum í árs fangelsi SEKUR Dómurinn tók ekki mikið mark á skýringum Júlíusar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNSÝSLA Stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, hafa opnað heimasíðu þar sem hægt er að skora á hann til að bjóða sig fram til forseta í næstu kosningum. Heimasíða hópsins, askoruntilforseta.is, var formlega opnuð í gær. Meðal forsvarsmanna heimasíð- unnar eru Guðni Ágústsson, fyrr- verandi ráðherra, Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands, Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður, og Baldur Óskarsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari. Ólafur hefur ekki upplýst hvort hann mun bjóða sig fram. - sv Fyrrum ráðherrar styðja Ólaf: Stuðningssíða opnuð í gær VILJA ÓLAF Guðni Ágústsson er einn forsvarsmanna síðunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPURNING DAGSINS Landvarðanámskeið Umsóknum skal skilað fyrir 5. febrú ar 2012 til Umhverfisstofnunar, Suðurlands braut 24 eða rafrænt á umhverfisstofnun.is Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilis fang, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1992 eða fyrr. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Skemmtileg störf í náttúru Íslands 16. febrúar til 11. mars Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum, sjá dagskrá á umhverfisstofnun.is Námskeiðsgjaldið er kr. 120.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.