Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 6

Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 6
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR6 Sanngirnisbætur Innköllun Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumanninum á sama heimilinu. heimavistarskólanum að Jaðri Hér með er skorað á alla þá sem voru vistaðir á heimavistar- skólanum Jaðri einhvern tíma á árabilinu 1946-1973 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 20 apríl 2012. Kröfu - bætur.is og hjá tengiliði vegna vistheimila.. Verði kröfu ekki lýst fyrir 20. apríl 2012 fellur hún niður. Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vist heimila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að þriðju hæð, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Vef- Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður FRÉTTASKÝRING: Frávísun á máli Geirs H. Haarde Þingmenn ræddu tillögu um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fram á kvöld í gær. Lagt var til að henni yrði vísað frá og niðurstaða lá ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Frávísunartillagan var felld með 31 atkvæði gegn 29. Tekist var á um laga- túlkanir og hvort ný efnisleg rök hefðu komið fram. Aðeins eitt mál var á dag skrá Alþingis í gær: tillaga Bjarna Benedikts sonar, formanns Sjálf- stæðis flokksins, um að Alþingi aftur kalli ákæru á hendur Geir H.Haarde, fyrrum forsætis- ráðherra. Um ræðan hófst klukkan 10.30 í gærmorgun og stóð fram á tíunda tímann í gærkvöldi. Bjarni Benediktsson mælti fyrir til lögu sinni. Hann sagði margt hafa komið fram síðan ákæran var sam þykkt sem ætti að hafa áhrif á af stöðu manna. Þá hefði Lands- dómur vísað frá fyrstu tveimur liðum af sex í ákærunni. Þeir liðir sem eftir stæðu hefðu aldrei einir og sér leitt til þess að Alþingi hefði ákveðið að höfða sakamál á hendur fyrrverandi forsætisráðherra. Frávísun veigamestu liðanna jafngilti því að meginforsendur málssóknarinnar væru brostnar. Magnús Orri Schram, þing- maður Samfylkingarinnar, talaði fyrir rökstuddri dagskrártillögu um að vísa málinu frá. Hann sagði engan forsendu brest hafa orðið á málinu sem rétt lætti að fallið verði frá því. Engin beiðni hefði borist um slíkt, hvorki frá sak sóknara Al þingis né Lands- dómi. Lands dómur hefði hins vegar hafnað því að vísa málinu frá í heild sinni og því stæðu fjögur atriði máls höfðunarinnar eftir óhögguð. Deila þingmanna snérist í gróf- um dráttum um þrjú atriði: Hvort Alþingi væri sætt á því að grípa inn í störf Landsdóms, hvort einhver ný efnisleg rök hefðu komið fram fyrir afturköllun og hvort mistök hefðu verið gerð við atkvæðagreiðsluna í september 2010 sem bæri að leið- rétta. Löglegt eða ekki? Drjúgur tími þingmanna fór í að rökræða um hvort Alþingi væri heimilt að draga tillöguna til baka. Vísað var í greinargerð með lögum um Landsdóm, sem Ólafur Jóhann- esson samdi og Bjarni Benedikts- son, þáverandi forsætisráðherra, mælti fyrir. Var þar helst vísað í tilvitnun sem Fréttablaðið birti í gær, en þar segir, eftir leiðsögn um saksóknar- nefnd: „En eins og nú er, hefur Alþingi engin skipti af málinu, eftir að það hefur kjörið sóknara.“ Þeir sem styðja tillögu Bjarna vísuðu hins vegar í seinni tíma lög spekinga, svo sem Stefán Má Stefáns son, Róbert Spanó og Ragnar Hall. Þeir hefðu allir metið það svo að Al þingi hefði heimild til að aftur- kalla ákæruna, enda sak sóknar aðili. Fjöldi þingmanna lýsti sig and- snúinn niðurstöðu forseta Alþingis að tillagan væri þingtæk. Mistök eða ekki Atli Gíslason, formaður þing- mannanefndarinnar sem lagði ákærurnar til, sagði mistök hafa verið gerð við atkvæðagreiðsluna. Hann hefði ætíð skilið málið svo að um eina heildstæða tillögu um ákæru á hendur fjórum fyrrum ráðherrum væri að ræða, en ekki fjórar sjálfstæðar tillögur. Þegar í ljós kom að aðeins var samþykkt að ákæra einn ráðherra hefði átt að gera hlé á þingfundi og kalla þingmannanefndina saman. Heggur hann þar í sama knérunn og Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sem lýst hefur yfir sömu skoðun. Atla ber þar ekki saman við Eygló Harðar dóttur, þing mann Fram sóknar flokksins, en hún sat með honum í nefndinni. Hún sagði það alla tíð hafa verið sinn skilning að um fjórar að skildar til lögur væri að ræða. Annað hefði ekki gengið enda væri um að ræða til- lögur um persónu lega ábyrgð hvers og eins sem gæti leitt til á kæru. Slíku væri ekki hægt að slá saman í einn pakka. Fylgismenn til lögu Bjarna vitnuðu ótt í um mæli Atla og töldu að það að sumir þeirra sem sam- þykktu ákæru töluðu nú um mi stök væri næg ástæða fyrir því að hleypa málinu áfram. Skúli Helgason, þing maður Sam- fylkingarinnar, sagði það hins vegar af og frá. Mý mörg dæmi væru um að menn skiptu um skoðun þegar nokkuð væri liðið frá at kvæða greiðslu. Slíkt kallaði ekki á endur upp töku mála. Frávísun felld eftir langar umræður ...svo er borið á þá að hafa gerst sekir um einhvers konar rökvillu, af því að þeir héldu einhverju öðru fram í einhverju öðru máli. Bjarni Benediktsson Þó að þetta mál sé á dagskrá þingsins þá þarf það ekki að þýða að það sé þingtækt. Það er einfaldlega hér á dagskrá af því að forseti þingsins setti það á dagskrá. Þór Saari Ég vona að háttvirtum þingmanni reki minni til líkt eins og mér þegar þessari atkvæða- greiðslu var lokið, þegar þingmenn þustu hér út sumir hverjir með kökkinn í hálsinum og öðrum brugðið, vegna þess hvernig þetta endaði og nú eru þeir að koma fram og lýsa því hvernig þeim var brugðið mörgum hverjum og hvernig málið breyttist. Gunnar Bragi Sveinsson Eru tilfinningar þingmanna og samviskubit þeirra hugsanlegt efnislegt tilefni til þess að Alþingi fari að taka afstöðu til þess að fella niður ákæru á hendur sakborningi í þessu tilfelli. Ólína Þorvarðardóttir Tillagan var afgreidd hér, ekki eins og ég greiddi atkvæði að öllu leyti, og ég var með fullri meðvitund og opin augun og ég hélt að það ætti almennt við um þingmenn, að minnsta kosti þá sem hafa eitthvað sinnt þingstörfum, að þeir vissu hvernig það gerist. Steingrímur J. Sigfússon ATLI GÍSLASON Beðið var með eftirvæntingu eftir máli Atla Gíslasonar, þingmanns utan flokka, en hann var formaður þingmannanefndarinnar sem lagði til ákæru á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Atli sagði að hann hefði litið á tillögu meiri- hlutans sem eina heildstæða tillögu um að kæra fjóra ráðherra, ekki fjórar sjálfstæðar tillögur. „Það er mín skoðun að fyrirkomulag atkvæða- greiðslunnar hafi verið bjagað,“ sagði Atli, og játaði að hafa gert mistök með því að gera ekki hlé á atkvæðagreiðslunni til að funda frekar um málið. Þá sagði Atli það hafa verið sína skoðun að ákæra ætti alla eða engan. „Ég lýsti þeirri skoðun minni á þingflokksfundi VG og i óformlegum samræðum fyrir atkvæðagreiðsluna að annaðhvort ætti að ákæra fjóra eða engan. Þessi skoðun mín kom svo fram í fjölmiðlum eftir atkvæðagreiðsluna.“ Þetta kemur illa saman við orð Atla í Frétta- blaðinu tveimur dögum eftir atkvæðagreiðsluna, en spurður um hvort rétt væri að Geir einn yrði dreginn fyrir Landsdóm sagði hann þá: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gaf lítið fyrir það að koma fram og ræða um mistök 15 til 16 mánuðum eftir umrædda atkvæðagreiðslu. Hefðu menn gert það strax eftir hana hefði verið betra að vinda ofan af málinu, ekki nú þegar ferlið væri komið af stað. Þá sagði hann sér- kennilegt af Atla að taka sæti í saksóknarnefnd, sem er saksóknara Alþingis til ráðgjafar, ef hann taldi alla tíð að mistök hefðu verið gerð við atkvæðagreiðsluna. Talar um mistök en settist í saksóknarnefnd Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Meðal deiluefna gærdagsins var hvert ætti að vísa málinu ef frávísun yrði felld. Flutningsmaður tillögunnar, Bjarni Benediktsson, lagði til að þingsályktunartillagan færi til saksóknarnefndar. Henni væri málið skylt, enda væri hennar að fylgjast með saksókninni. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og fleiri bentu á að það væri einfaldlega ekki heimilt. Þingsályktunartillögu bæri, samkvæmt þingsköpum, að vísa til einnar af fastanefndum þingsins eða að skipa um hana sérstaka nefnd. Hvorugt fælist í tillögu Bjarna. Mörður sagði eins hægt að vísa málinu til Þingvallanefndar og til saksóknarnefndar. Kallaði Mörður eftir úrskurði forseta Alþingis fram eftir degi. Hvaða nefnd? Óhætt er að segja að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið þrúgandi í gær, þegar málefni varðandi ákæru á hendur Geir H. Haarde voru rædd. Stálin stinn mættust í ræðustól Alþingis og mátti oft og tíðum sjá að þingmenn höfðu litla þolinmæði fyrir málflutningi hver annars. Hin raunverulegu átök fóru hins vegar fram utan þingsalar. Legið var á þingmönnum um að sveiflast til fylgilags ýmist við tillögu Bjarna um afturköllun ákærunnar eða við frávísun á þeirri tillögu. Einn heimildarmanna Fréttablaðsins sem rætt var við á fimmtudagskvöld reyndist sannspár, en hann sagði að hann mundi ganga í þingsal morguninn eftir án þess að vita hver afdrif málsins yrðu. Það er fáheyrð staða að ekki sé ljóst við upphaf umræðu hvernig þingmenn muni kjósa um tillöguna. Hvað sem stjórnmálamenn segja um mikilvægi umræðunnar og lýðræðisleg vinnubrögð og hversu mikið sem þeir neita því að flokkslínur skipti engu heldur aðeins þeirra eigin sannfæring, þá liggur það nú yfirleitt nokkuð ljóst fyrir hvernig línur liggja á Alþingi við upphaf umræðu. Ljóst var hins vegar að örfá eða jafnvel eitt atkvæði gætu skipt sköpum varðandi málið. Því skipti miklu hverjir væru í salnum. Því hefur Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra gert sér grein fyrir, en hann flýtti heimkomu sinni um nokkra daga, tók sæti á þingi og greiddi atkvæði gegn frávísunartillögunni, sem sam- flokksmaður hans Magnús Orri Schram mælti fyrir. Þá var legið á þingmönnum sem þóttu ekki einarðir í afstöðu sinni fram eftir degi. Sú vinna virðist hafa skilað árangri. Þeir sem bjuggust við því að frávísunartillagan yrði samþykkt urðu svart- sýnni eftir því sem leið á daginn. Það stóð enda heima að frávísunartillagan var felld og samþykkt að málið færi áfram í nefnd. Legið á mönnum, skipt um skoðun og heimför flýtt ÞUNGT HUGSI Maraþonumræða fór fram um tillögu Bjarna á þingi í gær. Sömu spurningarnar komu ítrekað upp og fengu sömu svörin. Fátt nýtt kom fram þegar leið á daginn, en þingmenn héldu umræðum áfram fram á kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.