Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 10

Fréttablaðið - 21.01.2012, Page 10
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR10 NÁTTÚRA Árleg talning vetrarfugla, sem er nýlokið, sýnir mikið og fjölskrúðugt fugla- líf á norðanverðu Snæfellsnesi. Á talninga- svæðunum nú voru 29 þúsund fuglar af 39 tegundum. Fuglalífið er óvenju blómlegt vegna mikillar síldargengdar í Breiðafirði, og á það við fjórða veturinn í röð. Nú sáust enn fleiri fuglar en áður, að því er kemur fram á vef Náttúrustofu Vesturlands. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er gríðarlegur fjöldi máfa, súlna og ann- arra fiskæta. Algengustu tegundirnar voru svartbakur, æðarfugl og hvítmáfur en máfar, æður, súla og fýll voru samtals ríflega 80% af heildarfjölda. Samtals sáust 16 hafernir, fleiri en nokkru sinni fyrr. Náttúrufræðistofnun tekur við niður- stöðum talninganna og er búist við að talið hafi verið á nærri 180 svæðum á Íslandi í ár. Árlegar vetrarfuglatalningar hófust á Íslandi um jólaleytið 1952 að bandarískri fyrirmynd. Á síðustu árum hafa hátt á annað hundrað manns tekið þátt. Talning- ar fóru lengst af fram um jólin og af þeim sökum hafa talningar þessar oft verið nefndar jólatalningar. Markmiðið er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og geta því nýst til vöktunar einstakra stofna. - shá MÁFAR ÁBERANDI Vetrarfuglatalningar hafa verið samfellt á Íslandi frá 1952. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Síldargengd í Breiðafirði hefur mikil áhrif á fuglalíf við norðanvert Snæfellsnes: Aldrei sést fleiri hafernir á svæðinu en í ár NEMENDUR Í VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS Nemendum sem fengu hvorki skólavist í vali eitt né tvö fækkaði um þriðjung milli áranna 2008 og 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Innritun nýnema 2008-2011 Nemendur sem hvorki fengu skólavist í vali 1 né 2 við innritun í framhaldsskóla Haust 2008 310 Haust 2009 342 Haust 2010 209 Haust 2011 80 Heimild: Menntamálaráðuneytið MENNTAMÁL Náms ráð gjafar hafa orðið varir við óöryggi meðal nem- enda í efstu bekkjum grunn skóla og foreldra þeirra vegna óvissu um hvernig staðið verði að inn ritun í fram halds skóla næsta haust. Samkvæmt heimildum blaðsins verður málið tekið upp á vettvangi Félags náms- og starfsráðgjafa eftir að menntamálaráðuneytið kynnir í byrjun næsta mánaðar bráðabirgða- fyrirkomulag við innritun. Fyrir komu lag sem hefur verið við lýði síðustu ár var aflagt í janúar byrjun eftir nýtt álit umboðs- manns Al þingis. Í því kom fram að laga stoð hafi skort fyrir hverfa- skiptingu nemenda í fram halds- skóla á höfuð borgar svæðinu. Breytt fyrirkomulag innritunar sem tekið var í notkun árið 2010 kvað á um að ákveðið hlutfall plássa í hverjum skóla skyldi tekið frá fyrir nemendur úr hverfi skólans. Val nemenda fór þannig fram að þeir tiltóku tvo skóla, þann sem þeir vildu helst sækja í fyrsta vali og svo næstbesta kost í öðru vali. Samkvæmt gögnum frá mennta- mála ráðu neytinu virðist inn ritun sam kvæmt nýja kerfinu, sem nú hefur verið af lagt, hafa verið skil- virkari en fyrri að ferðir og mun færri nemendur staðið uppi án skóla við lok inn ritunar. Árið 2009 urðu nokkur vand ræði við innritun þegar gildi tóku lög um fræðslu skyldu allt til 18 ára aldurs. Það ár voru 342 nemendur án skóla að vali loknu og þurftu sér staka íhlutun ráðu - neytisins. Haustið 2010 var þessi fjöldi kominn niður í 209 og í fyrra- haust þurftu einungis 80 nemendur sér staka í hlutun. Samkvæmt tölum ráðu neytisins fengu síðasta haust rúmlega 98 pró- sent nemenda skólavist í öðrum hvorum þeim skóla sem þeir völdu og 87 prósent fengu inni í þeim skóla sem þeir vildu helst. Álit umboðsmanns Alþingis kemur í kjölfar um kvartana til hans frá tveimur nemendur í 10. bekk grunnskóla. Annar taldi inn- ritunarreglurnar fela í sér mismun- un á grundvelli búsetu og brjóta í bága við jafnræðisreglur. Í kvörtuninni var bent á að framhalds skólar væru ekki allir sam bærilegir og að í þeim væri ekki sama náms fram boð. Hinn nemandinn taldi inn ritunar- reglurnar ekki byggjast á mál efna- legum sjónar miðum. „Með þeim væri réttur nemenda til val frelsis skertur og þeim mis munað á ómál- efna legum for sendum,“ segir í áliti umboðsmanns. olikr@frettabladid.is Flestir fengu inni í skóla að eigin vali Samkvæmt nýaflögðu innritunarkerfi framhalds- skóla fengu 98 prósent nemenda inni í öðrum hvorum þeirra skóla sem þeir völdu. Stefnt er að því að kynna nýtt bráðabirgðafyrirkomulag í næsta mánuði. Velferð á óvissutímum Þann 27. janúar n.k. standa Félagsráðgjafardeild og Þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands, Ís-Forsa, Þroskaþjálfafélag Íslands og Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir opinni ráðstefnu undir yfirskriftinni Velferð á óvissutímum. Í ágúst 2011 var haldin ráðstefnan The Joint Nordic Conference on Welfare and Professionalism in Turbulent Times. Af því tilefni verður endurflutt efni forráðstefnunnar og íslensku aðalfyrirlestranna og dregnar saman helstu niðurstöður ráðstefnunnar. Dagskrá 13:00 – 13:10 Opnun ráðstefnu Anni G. Haugen, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands 13:10 – 13:20 Ávarp Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra 13:20 – 13:50 Þekking og áhrifavald í félagsráðgjöf Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf – siðfræðilegt og pólitískt sjónarhorn við Háskóla Íslands 13:50– 14:20 Fatlað fólk og velferðarríkið: Uppgjör Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunar- við fortíð – hvert stefnir í framtíð? fræðum við Háskóla Íslands 14:20 – 14:40 Kaffi 14:40 – 15:10 Hverjir eru lærdómar bankahrunsins? Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands 15:10 – 15:40 Lífskjör í kreppu Kolbeinn Stefánsson, aðjúnkt við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands 15:40 – 16:00 Samantekt af ráðstefnu frá í ágúst Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri Staðsetning: Grand hótel Reykjavík Sigtúni 38, 105 Reykjavík. Léttar veitingar í boði ráðstefnuhaldara í lok ráðstefnu Ekkert þátttökugjald en þörf er á að skrá sig á www.throska.is Allir velkomnir 1. Hvaða erlenda útgáfufyrirtæki hefur samið við Bjarna Hauk Þórs- son um bókarskrif? 2. Hvar vilja kínverskir fjárfestar leggja fé í heilsuþorp? 3. Hvar er ráðstefna um læsi haldin um helgina? SVÖRIN 1. Random House. 2. Á Flúðum. 3. Í Norræna húsinu. VEISTU SVARIÐ?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.