Fréttablaðið - 21.01.2012, Side 32

Fréttablaðið - 21.01.2012, Side 32
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR32 F yrir rúmum tveimur árum var Lára Jóns- dóttir í góðu starfi sem framkvæmdastjóri, átti sitt heimili sem hún greiddi samvisku- samlega af í hverjum mánuði, rétt eins og flestir aðrir lands- menn á fullorðins árum. Undir niðri kraumaði í henni ævintýra- þrá sem að lokum fékk hana til að koll varpa lífi sínu. Um leið og ungarnir hennar tveir voru báðir flognir úr hreiðrinu sagði hún upp starfi sínu, seldi íbúðina sína og ákvað að nú væri tími til kominn að skoða heiminn. „Ég var búin að vinna í tíu ár sem framkvæmda- stjóri Fulbright -stofnunarinnar, sem var frá bært starf. En þegar ég var búin að vinna þarna í tíu ár hugsaði ég með mér: Ef ég á að breyta ein hverju í þessu lífi, verður það að gerast núna. Svo ég sagði upp. Þegar ég seldi íbúðina mína og gat borgað niður öll lán fann ég fyrir ólýsan legum létti. Þá fór ég beinustu leið inn á sölu síðu Icelandair og pantaði mér far út í heim.“ Hún segir að vissulega hafi það verið erfið ákvörðun að segja upp svo góðu starfi. En það hafi helst verið vinir og kunningjar sem undruðu sig á því. „Það er óalgengt að fólk geri þetta á mínum aldri. Það var eiginlega magnað að sjá að margir í kringum mig voru í nettu sjokki yfir þessari ákvörðun – að ég ætlaði að hætta sem framkvæmdastjóri en væri ekki á leið í betra starf,“ segir Lára, sem hefur verið svo heppin að fá að stökkva til og vinna á veitingastað hjá vinkonu sinni, á milli ferðalaga, því eins og aðrir þarf hún að afla tekna til að lifa. „Ef maður ætlar að lifa fyrir að ferðast kostar það það að maður er ekki með sinn starfsframa í fyrsta sæti.“ Eins og eins árs í boltalandi Lára situr í stjórn Félagsins Ísland- Palestína. Hún hefur lengi fylgst með mál efnum Palestínu og haft hug á því að heim sækja Gasa- svæðið. Ekki síst hafði hún áhuga á að sjá með eigin augum hvernig það fé sem samtökin afla hér á landi nýtist þar. En það er ekki hlaupið að því að komast inn á Gasa, né út af því aftur, ef því er að skipta. Síðast liðið haust ákvað Lára að reyna að komast inn á Gasa l í gegnum Rafah í Egypta landi. Um sóknina sendi hún egypska utan- ríkis ráðu neytinu, og dreif sig svo af stað til Kaíró, þar sem hún ákvað að bíða eftir því að leyfið gengi í gegn. Þetta var í október síðast liðnum. „Ég vissi að ég myndi lenda í ein- hverjum töfum og og í raun langaði mig líka að athuga sjálf hvað það tæki langan tíma að komast yfir, ef maður mætti á staðinn og segðist bara ætla. Maður fer ekki þarna út nema maður sé til búinn til að láta hlutina hafa sinn gang. Enda kom það í ljós, þegar ég var komin til Kaíró, að umsóknin mín hafði týnst.“ Þá var ekki annað að gera en að sækja aftur um og bíða. Lára setti það ekki fyrir sig. „Ef fólk hefur gaman af sögu er Egyptaland eins og að vera eins og hálfs árs í bolta- landi. Ég er heilluð af Kaíró og Egyptalandi öllu.“ Gott að vera ein á ferðalagi Þegar kallið kom frá Dínu, nýju vinkonu Láru hjá egypska utan- ríkisráðuneytinu, var hún búin að ferðast vítt og breitt um Egypta- land, norður til Alexandríu og suður eftir, alveg niður að landa- mærum Norður-Súdan. Í Kaíró bjó hún meðal annars á Tahrir-torginu sjálfu, þar sem þúsundir Egypta höfðu mótmælt fyrr á árinu, sem leiddi til þess að Hosni Mubarak forseti hrökklaðist úr embætti. Á meðan Lára var úti var upp- þot meðal kristinna Kopta og átök brutust út á torginu, stuttu eftir að hún var farin frá Egyptalandi. Það truflaði Láru ekki að vera ein á ferð á svo róstusömu svæði. „Mér finnst bara spennandi að fara á framandi og kannski dálítið „shaky“ staði,“ segir hún, og tekur fram að henni finnist ekkert að því að ferðast ein- sömul. „Mér finnst fínt að vera ein með sjálfri mér. Þá get ég stokkið til og breytt um plan með klukku- tíma fyrirvara og þarf ekki að taka ábyrgð á öðrum en sjálfri mér. Línur úr gömlum dægurlagatexta koma oft upp í hugann á mér þegar ég er ein á ferðinni: „Ég er frjáls eins og fuglinn …“ syngur hún og hlær. „Mín reynsla er að það taka allir einsamalli konu, ferðalangi, opnum örmum. Ég hef kynnst svo yndislegu fólki. Í Egyptalandi voru flestir ferðalangar líka einir eins og ég og þannig er auðvelt að kynnast fólki. Egyptar eru ofsalega opnir og yndislegir. Svo er gott að muna að þó að þú farir á skrýtna staði, sem þú hefur aldrei komið á áður, finnast alltaf einhverjar teng- ingar, þó að þú áttir þig ekki endi- lega á þeim.“ Fylltist von á Gasa Starf Félagsins Ísland-Palestína gengur út á að kynna mál stað Palestínu og ekki síst að safna fé sem rennur til styrktar verk efnum þar. Lára er gjald keri félagsins og hafði sem fyrr segir áhuga á að sjá hvernig þau verk efni sem félagið styrkir ganga og hitta það fólk sem stýrir þeim. Hún heim sótti meðal annars Aid and Hope Center, sem er eftir með ferðar miðstöð fyrir krabba meins sjúkar konur og börn, Aisha-miðstöðina, sem er starf rækt fyrir konur sem hafa þurft að þola ofbeldi, and legt, líkam legt eða kyn- ferðis legt, Rachel Corrie Center í Rafah og ALPC, Artificial Limbs and Polio Center, sem hefur verið í miklu sam starfi við Ísland-Palestínu undanfarin ár. Þá fræddist hún um og hreifst af Gasamaraþoninu, sem segir frá í hliðar efni hér á síðunni. Lára fylltist von við að heim sækja Gasa. „Það er tekið á móti öllum út lendingum sem koma til Gasa eins og þeir séu þjóð höfðingjar. Palestínu menn eru ofsa lega stoltir af upp runa sínum og fullir baráttu- hug, þrátt fyrir að þarna sé 80 pró senta atvinnu leysi og 60 pró- sent barna séu van nærð. Ástandið er rosa legt og það sést hvar vetna hvernig Ísraels menn vinna að því að eyða pale stínsku þjóðinni. Sam- einuðu þjóðirnar halda uppi þeirri litlu þjónustu sem þarna er. Leik- skólar, skólar og sjúkra hús eru rekin af þeim og stór hluti fólks reiðir sig á matar gjafir frá þeim.“ Á Gasa býr meirihluti fólks í flóttamannabúðum, flest fólk sem hefur verið rekið úr þorpum sínum á Vesturbakkanum. Lára heimsótti flóttamannabúðirnar Beach Camp, þriðju stærstu flóttamannabúðir á Gasa, þar sem 82 þúsund manns búa á hálfum ferkílómetra. „Tilvera fólks sem þarna býr er upp á líf og dauða, hvern einasta dag. Þar var tekið svo vel á móti mér, mér boðnir ávextir og te, af fólki sem á bókstaflega ekki neitt. Svona mikil gestrisni í þessari svakalegu eymd var bæði hjartaskerandi og upplífgandi. Þrátt fyrir alla þeirra erfiðleika er fólkið sem þarna býr ekki búið að gleyma því hvernig það er að vera manneskja.“ Ég er frjáls eins og fuglinn Þegar Lára Jónsdóttir var um fimmtugt seldi hún þakið ofan af höfði sér, sagði upp góðri framkvæmdastjórastöðu og fann til mikils léttis. Síðan hefur hún ferðast vítt og breitt um heimsbyggðina, meðal annars til hins hertekna Gasasvæðis, þar sem hún kynntist botnlausri gestrisni mitt í ólýsanlegri neyð. Lára sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur óvenjulega sögu sína. GASABORG AÐ BAKI Lára Jónsdóttir er gjaldkeri Félagsins Ísland-Palestína og hafði lengi látið sig dreyma um að heimsækja Gasasvæðið. Hún lét verða af því í október síðastliðnum. MYND/ÚR EINKASAFNI Tilvera fólks sem þarna býr er upp á líf og dauða, hvern einasta dag. Þar var tekið svo vel á móti mér, mér boðnir ávextir og te, af fólki sem á bókstaflega ekki neitt. Svona mikil gestrisni í þessari svakalegu eymd var bæði hjarta- skerandi og upplífgandi. Eitt þeirra verkefna sem Ísland -Palestína styrkir er Gasa maraþonið sem fram fer 1. mars næst komandi í annað sinn. Gasa svæðið er mjó strand lengja, 42 kíló- metra löng, sem er einmitt vega lengd heils maraþons. Hlaupið verður frá Beit Hanoun í Egypta landi í norðri, suður til Rafah í suðri. Búist er við að um 1.000 palestínsk börn taki þátt. „Þau fá skó, bol til að hlaupa í og mat yfir daginn. Í einn dag fá þau að upp lifa sig sjálf eins og börn sem skipta máli og um heimurinn lætur sig varða,“ segir Lára. Hún segir að börnin hlaupi þær vega lengdir sem þau treysti sér til, en mörg þeirra þjáist af næringar skorti og hafa því ekki fullan þrótt. Bæði atvinnu- og áhugahlauparar taka þátt í hlaupinu auk annarra stuðnings- manna Palestínumanna víðs vegar að. Þátttaka er öllum frjáls. Það fé sem þátttakendur greiða fyrir hlaupið rennur til Sumarleika Sameinuðu þjóðanna, sem 250 þúsund börnum á Gasa býðst að taka þátt í næsta sumar. Búðum verður slegið upp víðs vegar um Gasasvæðið, þar sem börnum gefst tæki- færi til að taka þátt í íþróttum, listrænu starfi, tónlistarsköpun og fleiru sem börn í öðrum löndum þekkja frá sínum leikja- námskeiðum. Þar geta þau dvalið óttalaus. Sumarbúðirnar eru kærkomin hvíld frá erfiðum hversdagsleika þeirra sem ein- kennist af fátækt, örvæntingu og ófriði. „Það væri ekkert að gera fyrir 250 þúsund börn á Gasa, ef Sameinuðu þjóðirnar settu ekki upp þessar sumarbúðir,“ segir Lára og hvetur hlaupara til að taka þátt í maraþoninu í mars. Hafa má samband við Láru vegna hlaupsins í gegnum vefsíðu Félagsins Ísland-Palestína. ■ HLAUPA MARAÞON Á GASA FYRIR BÖRNIN PALESTÍNSKIR HLAUPADRENGIR Þessi mynd var tekin í fyrra, þegar Gasamaraþonið fór fram í fyrsta sinn. Búist er við að um þúsund palestínsk börn taki þátt í Gasamaraþoninu sem fram fer í mars næstkomandi. Öllum er frjálst að taka þátt í hlaupinu og rennur þátt- tökufé beint í Sumarbúðir Sameinuðu þjóðanna, sem öllum börnum á Gasa verður boðið að taka þátt í.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.