Fréttablaðið - 21.01.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 21.01.2012, Síða 34
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR34 E inn allra sigur sælasti leik maður íslenskrar knattspyrnu, Sigur- steinn Gísla son, féll frá mánudaginn 16. janúar eftir stutta en harða baráttu við krabbamein, aðeins 43 ára að aldri. Sigursteinn lék lengst af með ÍA og KR en með þessum félögum vann hann alls níu meistaratitla í efstu deild og þrjá bikarmeistaratitla, auk fjölda annarra bikara í smærri mótum. Þá lék Sigursteinn 22 A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var kosinn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu haustið 1994 og var sæmdur gullmerki KSÍ á síðasta ári. Sigurganga á Skaganum Sigursteinn var fæddur og upp- alinn á Akranesi og til heyrði mikilli knattspyrnu ætt, en eftir því sem næst verður komist hafa að minnsta kosti átta afkomendur ömmu Sigursteins leikið með meistaraflokki ÍA. Hann lék með ÍA í yngri flokkum þar til hans fluttist í vesturbæ Reykjavíkur haustið 1985 og gekk þá til liðs við KR, þar sem hann hlaut sína eldskírn í efstu deild sumarið 1987. Að tímabilinu loknu sneri hann aftur upp á Skaga og varð mikil- vægur hlekkur í hinu ótrú lega sterka og sigur sæla liði ÍA sem tryggði sér sæti í efstu deild haustið 1991. Árin á eftir tók við óslitin sigur ganga þar sem fimm Íslands- meistara titlar komu í hús á árunum 1992 til 1996. Þar af unnu Skaga- menn tvöfalt, Íslandsmót og bikar, árin 1993 og 1996 og er þetta lið af mörgum talið með þeim öflugustu í íslenskri knattspyrnusögu. Ásamt óbilandi sigurvilja þótti Sigursteinn einnig einkar laginn við að tileinka sér flestar stöður á vellinum, þótt lengst af hafi hann leikið í vörninni. Mikilvægasta gjöfin til KR Eftir að hafa glímt við meiðsli tíma- bilin 1997 og 1998 gekk Sigursteinn til liðs við KR-inga á ný og tók þátt í að færa fylgis mönnum liðsins mikil vægustu gjöf sem þeir gátu hugsað sér: Fyrsta Íslands meistara- titil félagsins í 31 ár haustið 1999. Á þessu aldarafmælisári KR tryggði félagið sér einnig bikarmeistaratitil, en þrír aðrir Íslandsmeistaratitlar fylgdu í kjölfarið árin 2000, 2002 og 2003. Í millitíðinni reyndi Sigursteinn fyrir sér hjá Stoke undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar á hálfs árs lánssamningi, þá 31 árs gamall. Meiðsli settu strik í reikninginn í Englandi, en alls lék Sigursteinn átta leiki með Stoke. Þá stóð honum til boða að skrifa undir samning hjá sænska félaginu Örgryte hausið 1994 en kaus heldur að taka þátt í áframhaldandi velgengni Skagamanna. Sigursteinn var spilandi aðstoðar- þjálfari hjá Víkingi í efstu deild sumarið 2004 en hóf að því loknu þjálfun 2. flokks KR og tók svo við þjálfun meistaraflokks KR frá miðju sumri 2005 og út tíma bilið. Hann var svo aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR tímabilin 2005, 2006, síðari hluta 2007 og 2008. Haustið 2008 gerðist Sigursteinn þjálfari meistaraflokks Leiknis í Breiðholti. Hann gegndi þeirri stöðu þar til hann fór í veikinda- frí á vordögum 2011 þegar hann greindist með krabbamein í nýrum og lungum. Vinsæll og hugrakkur Í júní síðastliðnum skipulögðu vinir og velunnarar knatt spyrnu leik til stuðnings Sigursteini og fjölskyldu hans milli ÍA og KR á Akranes- velli, þar sem margir af fyrrum liðs félögum hans og fleiri leik menn víðs vegar að tóku þátt. Tæp lega 4.000 áhorfendur mættu á völlinn þennan laugar dag, enda Sigur steinn vin sæll maður sem þótti sýna mikið hug rekki og æðru leysi í baráttu sinni. Sigursteinn lætur eftir sig eigin- konuna Önnu Elínu Daníelsdóttir og þrjú börn: Magnús Svein, Unni Elínu og Teit Leó. Einn sá allra sigursælasti Knattspyrnumaðurinn Sigursteinn Gíslason lést í vikunni eftir harða baráttu við krabbamein. Sigursteinn lék lengst af með ÍA og KR og er einn allra sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnusögu, en alls varð hann níu sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari, og hlaut fjölda annarra titla. Kjartan Guðmundsson leit yfir feril þessa mikla sigurvegara. „Ég man eftir Steina þegar hann var smápolli í fótbolta á Merkurtúni,“ segir Guðjón Þórðarson knattspyrnu- stjóri, sem þjálfaði Sigurstein hjá ÍA og einnig um skeið hjá Stoke, en milli fjölskyldna Sigursteins og Guðjóns mynduðust sterk tengsl. „Eitt haustið þurfti ég að vera erlendis í á fjórðu viku og þá fluttu Steini og Anna inn í húsið og pössuðu tvo yngstu strákana mína allan tímann. Heimili þeirra var líka alltaf opið fyrir öllum strákunum mínum og við höfum öll misst afar góðan og tryggan trúnaðarvin.“ Guðjón lýsir Sigursteini sem jafnlyndum og góðum dreng sem var ávallt reiðubúinn til að takast á við það sem ætlast var af honum. „Hann leitaði alltaf lausna í stað þess að væla og vera með vandræðagang. En ekki skipti minna máli hversu staðráðinn hann var í að gera alltaf gott úr hlutunum og sjá húmorinn í öllu. Ég hef oft sagt að karakterar fólks kristallist á fótboltavellinum og þar var Steini eins og í lífinu sjálfu, lagði sig allan fram og var jafnframt mjög hvetjandi fyrir alla í kringum sig. Steini skilur eftir sig stórt skarð sem verður aldrei fyllt,“ segir Guðjón. ■ SKARÐ SEM EKKI VERÐUR FYLLT MEISTARI Guðjón Þórðarson og Sigur- steinn, sem klæddist sérhannaðri ÍA og KR-treyju í stuðningsleiknum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR BJARKI „Ég var svo heppinn að kynnast Sigursteini þegar hann kom til KR fyrir tímabilið 1999. KR hafði verið í vandræðum með að vinna Íslandsmeistaratitil og ég er sannfærður um að koma hans til félagsins hjálpaði mikið til við að landa titlinum. Sigurvegarinn skein af honum,“ segir Guðmundur Benediktsson sem lék með Sigursteini hjá KR og kynntist honum og fjölskyldu hans vel. Guðmundur bætir við að fátt hafi verið leiðinlegra en að vera á móti Sigursteini á æfingum. „Hann ekki sérlega skemmtilegur andstæðingur þegar hann var að vinna mann, en þannig er það oft með þá sigursælustu. Það er á hreinu að það var mun betra en hafa Steina í liði með sér en á móti.“ Guðmundur segir það forréttindi að hafa fengið að kynnast Sigursteini og söknuðurinn sé mikill. „Steini var aldrei með neitt múður heldur gerði það vel sem hann tók sér fyrir hendur og ætlaðist einnig til þess af öðrum. Árangur hans sem þjálfari, þegar hann var svo nálægt því að koma Leikni upp um deild, kom alls ekki á óvart því þar var Steini bara að halda áfram því starfi sem hann vann sem leikmaður.“ Guðmundur var einn þeirra leikmanna sem tóku þátt í stuðningsleiknum milli ÍA og KR á Akranesi í sumar og segir það hafa verið frábæran dag í alla staði. „Þar sýndi það sig svart á hvítu hvaða hug allir báru og bera til Steina. Allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum og settu það ekki fyrir sig hvar í heiminum þeir voru eða hvernig stóð á hjá þeim. Þessu hefur maður líka tekið eftir svo um munar síðustu mánuði og það segir það sem segja þarf um Steina.“ ■ SIGURVEGARINN SKEIN AF HONUM LANGÞRÁÐIR TITLAR Sigursteinn Gíslason og Guðmundur Benediktsson fagna bikarmeistaratitli KR-inga haustið 1999 ásamt félögum sínum. MYND/HILMAR ÞÓR GUÐMUNDSSON SÁ NÍUNDI Haustið 2003 fagnaði Sigursteinn sínum níunda Íslandsmeistaratitli ásamt Magnúsi Sveini syni sínum. Sigursteinn grínaðist gjarnan með að KR yrði ekki Íslandsmeistari fyrr en hann sjálfur sneri aftur til félagsins, en sú varð einmitt raunin. MYND/EINAR ÓLASON BESTUR Sigursteinn var valinn leikmaður tímabilsins 1994, en Skagamenn unnu fimm Íslandsmót í röð á árunum 1992 til 1996. MYND/BRYNJAR GAUTI SVEINSSON Á SKIPASKAGA Sigursteinn var mikilvægur hlekkur í hinu sigursæla liði ÍA í upphafi tíunda áratugarins. ÞJÁLFARINN Sigursteinn þjálfaði Leikni frá 2008 til 2011. Hér er hann í leik gegn Haukum sumarið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.