Fréttablaðið - 21.01.2012, Side 65

Fréttablaðið - 21.01.2012, Side 65
KYNNING − AUGLÝSING Ferðir21. JANÚAR 2012 LAUGARDAGUR 5 4 Flugfrelsi heitir ný og spennandi vara sem Flugfélag Íslands hefur hafið sölu á. „Um er að ræða nokkurs konar klippikort sem hentar vel þeim sem eru mikið á ferðinni innanlands,“ útskýrir Eva Björk Guðjónsdóttir, deildarstjóri þjónustu- vers Flugfélags Íslands. Flugfrelsi er ætlað fólki sextán ára og eldra. Þá eru keyptir sex flugleggir á sér- stöku tilboðsverði en Flugfrelsi kost- ar 64.500 krónur sem gera 10.750 krón- ur fyrir hvern fluglegg. „Þá eru skilmálar Flugfrelsisins einnig mjög góðir. Til dæmis er enginn bókunarfyrirvari og farið er endurgreitt að fullu ef afbókað er og látið vita fyrir brottför,“ útskýrir Eva Björk. Hún útskýrir að Flugfrelsiskortin virki svipað og klippikort. „Þegar kortið er keypt fær kaupandinn númer kortsins og það númer er gefið upp þegar flug er bókað og það flug svo dregið af inneign á kortinu,“ lýsir hún. Eva Björk segir sölu Flugfrelsisins fara vel af stað og því ljóst að þessi nýjung leggst vel í viðskiptavini Flugfélags Íslands. „Við höfum líka ákveðið að bjóða upp á Flugfrelsi á til- boðsverði út janúar,“ segir Eva Björk en á til- boðinu kostar Flugfrelsiskortið 59.850 krón- ur, eða 9.975 krónur flugleggurinn. Afsláttarkjör fyrir börn og unglinga Flugfrelsi er byggt á eldri vöru sem hefur verið í boði hjá Flugfélagi Íslands. Flugfélag Íslands hefur til dæmis síðan 2005 boðið afsláttarkjör fyrir börn sem fljúga reglulega ein á milli landshluta. „Við köllum þessa krakka Flugkappa,“ segir Eva Björk glaðlega. Afslátturinn fæst með því að foreldrar eða forráðamenn kaupa kort með tíu flugleggj- um á afsláttarkjörum. „Þessi kort eru mjög vinsæl og eru Flugkapparnir orðnir margir.“ Árið 2008 bætti Flugfélag Íslands síðan við nýrri vöru, SMU (sem þýðir: súper mikilvægur unglingur) sem er inneignar- kort með sex flugleggjum. „SMU er ætlað fyrir tólf til sextán ára unglinga. Börnin verða unglingar og unglingarnir verða full- orðnir og fljótlega fór Flugfélag Íslands að fá fyrirspurnir um sambærileg afsláttarkjör fyrir fullorðna fólkið og þá varð Flugfrelsi til,“ segir Eva Björk og er ánægð með frábær- ar viðtökur. Hægt er að kaupa og fá allar upplýsing- ar um Flugfrelsi á heimasíðu Flugfélags Íslands www.flugfelag.is. Skilmálar eru mjög góðir. Til dæmis er enginn bókunarfyrirvari. Flugfrelsi fyrir sextán ára og eldri Flugfélag Íslands býður upp á nýjan kost fyrir fólk sem er mikið á ferðinni innanlands. Flugfrelsi kallast þessi nýja vara en í því felst að keyptir eru sex flugleggir en kortin virka svipað og klippikort. Nýjungin leggst vel í viðskiptavini sem margir hverjir hafa nýtt sér þetta nýja tækifæri. „Um er að ræða nokkurs konar klippikort sem hentar vel þeim sem eru mikið á ferðinni innanlands,” segir Eva Björk Guðjónsdóttir hjá Flugfélagi Íslands. MYND/STEFÁN 1 Meiji-helgidómurinn og Sensoji-hofið í Tókýó. 30 milljónir gestir árlega Meiji-helgidómurinn var byggður fyrir hundrað árum til að heiðra keisarahjónin japönsku, Meiji og Shoken. Sensoji-hofið sem einn- ig er í miðri Tókýó var tileinkað Bodhisattva Kannon, samúðar- fyllsta Búddanum, árið 628. 2 Kashi Vishwanath-hofið í Varanasi á Indlandi. 21,9 milljónir gesta Hofið, með sínum tveimur gullnu hvolfþökum, stendur við vest- ari bakka Ganges-fljótsins og er ásamt f ljótinu einn heilagasti staður hindúa. 3 Basilíkan í Guadalupe í Mexíkó borg. 20 milljónir gesta Bygging eldri basilíkunnar hófst snemma á sextándu öld og lauk árið 1709. Hin nýja basilíka var byggð upp úr 1970 og lítur út eins og íþróttaleikvangur. Þar eiga að komast fyrir um 50 þúsund gestir. 4 Tirupati Tirumala Devastha-nams-hofið í Andhra Pradesh á Indlandi. 18,25 milljónir gesta Hópur fólks af hindúatrú sem lagði áherslu á jöfnuð og ást byrj- aði byggingu þessa hofs fyrir um 1200 árum. 5 Notre Dame-dómkirkjan í París. 13,65 milljónir gesta Notre Dame er vinsælasti ferða- mannastaður Frakklands. Kirkj- an var reist á árunum 1163 til 1345. 6 Sacré Coeur-basilíkan í París. 10,5 milljónir gesta Basilíka hins heilaga hjarta stendur björt og fögur á toppi hæðar þar sem gott útsýni er yfir Parísarborg. Mest sóttu must- erin og hofin Vefsíðan www.travelandleisure.com hefur tekið saman lista yfir þá helgu staði í heiminum sem eru mest heimsóttir af ferðamönnum. 2 1 3 5 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.