Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2012, Qupperneq 97

Fréttablaðið - 21.01.2012, Qupperneq 97
LAUGARDAGUR 21. janúar 2012 65 HANDBOLTI Íslenska landsliðið komst áfram í milliriðla á EM í handbolta í Serbíu þrátt fyrir tap á móti Slóvenum í gær og spilar sinn fyrsta leik í milliriðlinum á móti Ungverjum á morgun. Króatar og Slóvenar hjálpuðu strákunum upp úr riðlinum, Króatar með því að vinna Norðmenn í lokaleik riðilsins og Slóvenar með því að gefa íslenska liðinu tvö mörk í lok leiksins í gær. Fjögurra marka sigur Slóvena hefði komið Norðmönnum áfram en þá hefðu Slóvenar líka farið án stiga inn í milliriðilinn. Frétta- blaðið hitti á Robert Hedin, þjálf- ara norska liðsins, í gær. “Þeir fengu tækifæri til þess að komast áfram með tvö stig og þeir nýttu sér það. Þetta er kannski ekki mjög heiðarlegt en um þetta snýst leikurinn og ég skil það. Ég tel að það hafi verið rétt hjá þeim að gera þetta,” sagði Hedin. Íslenska liðið fer ekki með neitt stig með sér upp úr riðlinum en Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakka eru í sömu stöðu eftir óvænt tap á móti Ungverjum í gær. Danir eru líka án stiga þegar keppni í milliriðli eitt hefst í dag og það er óhætt að segja að það hafi verið nóg af óvæntum úrslitum í Serbíu. Ungverjar hafa komið mjög á óvart í keppninni en þeir hafa ekki enn tapað leik. Ungverska liðið hafi gert jafntefli við Rússa og Spánverja áður en kom að leikn- um við Frakka í gær. Íslenska liðið spilar síðan við Spánverja í öðrum leik sínum á þriðjudaginn og mætir síðan Frökkum á miðvikudag. - óój, - hbg Íslenska handboltalandsliðið mætir sjóðheitu liði Ungverja á sunnudaginn: Án stiga eins og Frakkar og Danir ERFIÐIR LEIKIR FRAMUNDAN Róbert Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Ungverjum á morgun en ungverska liðið er taplaust á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EM 2012 Varnarjaxlinn Sverre Andreas Jakobsson var með böggum hildar eftir tapið gegn Slóvenum í gær. Sverre og félagar hans í vörninni hafa engan veginn fundið taktinn það sem af er EM. „Við erum vel undir búnir, erum með áætlun en við erum ekki með teng ingu á milli manna og ekki með það traust sem þarf að vera á milli manna. Það er engin sam- vinna á milli varnar og mark- vörslu. Við erum ekki að hjálpa mark vörðunum. Það er mikið óöryggi í varnar leiknum og vantar 15 til 20 prósent upp á það sem við erum að reyna að gera,“ sagði Sverre svekktur. „Ég held að hausinn sé alveg rétt skrúfaður á menn. Mótlætið brýtur okkur, stemningin brýtur okkur líka en við erum að reyna. Þetta bara smellur ekki saman hjá okkur. Það er stanslaust mótlæti og við erum í vandræðum,“ segir Sverre en hann er eðlilega fúll með að fara stigalaus í milliriðil. „Það verður ekkert auðvelt að rífa sig upp eftir þetta. Nú taka við gríðarlega erfiðir leikir. Þar verður allt að vinna en engu að tapa. Við þurfum líka að hafa meira gaman af þessu og finna okkar leik aftur. Við viljum ljúka þessari keppni á jákvæðum nótum og munum rífa okkur upp. Nú reynir á að við verðum að axla ábyrgð.“ - hbg Hvað segir Sverre Jakobsson um varnarleikinn? Það vantar traust SVERRE JAKOBSSON Sést hér í vörninni á móti Slóveníu i gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EM 2012 „Þetta er bara 5. flokks frammistaða hjá okkur. Án þess að ég muni það nákvæmlega þá held ég að þessi leikur sé eitthvað það lélegasta sem við höfum sýnt í langan tíma,“ sagði hundsvekktur Arnór Atlason eftir tapið gegn Slóveníu í gær. „Síðustu tveir leikir hafa verið lélegir. Sóknin hikstaði aðeins í dag en við skorum samt 32 mörk. Við erum langt á eftir þeim í varnar leiknum og ég veit ekki hvað er að. Ég er nánast orðlaus yfir þessu.“ Arnór segir að augljóslega sé ýmislegt að hjá liðinu og þar á meðal stemningin. „Mér finnst vanta stemningu í okkur. Við erum allt of rólegir. Það er óþolandi. Við þurfum að vera klikkaðir ef við ætlum að ná árangri. Það vantar alla geðveiki í okkur og þetta tap er alveg rosa- lega sárt,“ segir Arnór en hann hafi ekki áttað sig á því fyrr en eftir leikinn að Slóvenar hefðu gefið Íslandi mörk undir lokin. Arnór segir að menn muni hafa metnað til þess að mæta í milli- riðil með ekkert stig. „Ef menn hafa ekki metnað til þess þá eiga þeir að fara heim. Þá hafa þeir ekkert að gera hérna. Við eigum eftir að spila í lands- liðstreyjunni áfram á þessu móti og þeir sem hafa ekki áhuga á því eiga að fara heim.“ - hbg Arnór Atlason vill sjá meiri stemningu hjá liðinu: Það vantar geðveikina BESTI MAÐUR ÍSLENSKA LIÐSINS Arnór Atlason var valinn besti leikmaður Íslands af mótshöldurum en hann var með 5 mörk og 8 stoðsendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi tekur til starfa í dag, laugardaginn 21. janúar 2012. Opið hús milli kl. 11 og 16 á Suðurgötu 10 í Reykjavík. Suðurgata 10 – 101 Reykjavík – Sími 527 5700 – evropustofa@evropustofa.is – evropustofa.is Ráðhúsið T jö rn in Alþingi Landakotskirkja Su ðu rg at a Túngata Vonarstræ ti Tj ar na rg at a P OPIÐ HÚS Í DAG! Hvað viltu vita? Hlutverk Evrópustofu er að auka skilning og þekkingu á Evrópusambandinu. Til okkar er fólk velkomið, óháð afstöðu til ESB eða mögulegrar aðildar Íslands að sambandinu. Allir velkomnir! Í opna húsinu geta gestir fræðst um Evrópusambandið og prófað þekkingu sína í Evrópumálum, lagt fram spurningar og tjáð skoðanir sínar á „kassanum“ þar sem hægt er að kveða sér hljóðs yfir daginn með örstutt erindi. Léttar veitingar, kaffi og kakó í boði fyrir börnin. Kl. 11:00: Opnunarathöfn. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi. Ljósmyndasamkeppni kynnt. Kl. 11:30: „Kassinn“. Fulltrúar Heimssýnar og Sterkara Íslands stíga á stokk og viðra skoðanir sínar. Kl. 12:00: Sigríður Thorlacius tekur lagið við gítarundirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar. Kl. 12:30: Belgískar vöfflur, kaffi og heitt kakó. Kl. 13:00: „Kassinn“. Umræður á kassanum um kosti og galla krónu og evru. Kl. 14:00: Sigríður Thorlacius tekur lagið við gítarundirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar. Kl. 14:30: ESB kakan skorin. Stór súkkulaðikaka í boði fyrir gesti og gangandi. Komið og fáið sneið af „Evrópukökunni“. Dagskrá:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.