Fréttablaðið - 21.01.2012, Síða 102

Fréttablaðið - 21.01.2012, Síða 102
21. janúar 2012 LAUGARDAGUR70 PERSÓNAN Bæjarlind 16 - 201 Kópavogur - Sími 553 7100 -www.linan.is Opið mán - fös 12:00 - 18:00 I laugardaga 11:00 - !6:00 25%afsláttur 25%afsláttur 20%afsláttur 25%afsláttur 44%afsláttur 30%afsláttur Bordeaux - eikarskápar Bombai Warmland Verdi Fama Edge áður kr. 206.800 / nú kr. 166.400 áður kr. 327.600 / nú kr. 245.700 áður kr. 136.900 / nú kr. 95.800 áður kr. 248.800 / nú kr. 186.600 áður kr. 8.750 nú kr. 4.900 Stærð: 200x280 áður kr. 506.800 / nú kr. 379.000 útsalanenn í gangi kúruteppi 170x130 Takmarkað magn af hverri vöru Þórunn Erna Clausen, ekkja tónlistar- mannsins Sjonna Brink, ætlar að gefa út lag síðar á þessu ári sem Sjonni var að vinna að þegar hann lést fyrir ári, langt fyrir aldur fram. Lagið verður unnið í samvinnu við Vigni Snæ Vigfússon úr hljómsveitinni Vinum Sjonna. „Ég mun reyna að gera allt sem ég get til að leyfa sem flestum að njóta tónlistarinnar hans,“ segir Þórunn Erna. Hún er þessa dagana að æfa fyrir leikritið Gulleyjuna á Akureyri. Þar gerðist skrítið atvik þegar hún kom að tölvunni sinni, sem var í eigu Sjonna, með opnu upptökuforriti þar sem prufuútgáfu af lagi hans var að finna. „Ég hafði hugsað mér að klára þetta lag en það eru svo mörg verkefni búin að vera í gangi, þannig að ég var búin að gleyma þessu. Þetta var mjög skrítið því ég hef ekki opnað þetta forrit sjálf. Hann hefur kannski verið að minna á lagið,“ segir hún og á við Sjonna. Síðasta þriðjudag var ár liðið síðan Sjonni dó og af því tilefni ákvað Þórunn Erna að bjóða aðdáendum hans að sækja tónlist hans frítt á heimasíðu hans. „Ég fékk hugmyndina á þriðjudagsmorgni. Hann gaf alltaf svo mikið af sér sem manneskja og ég hugsaði með mér að það væri alveg í hans anda að gefa tónlistina hans.“ - fb Gefur út nýtt lag með Sjonna LAG MEÐ SJONNA Þórunn Erna Clausen ætlar að gefa út nýtt lag með Sjonna Brink síðar á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta eru mjög amerískar upp- skriftir. Ég held að þær henti íslenskum bragðlaukum vel,“ segir Bandaríkjamaðurinn Ben Chomp- ers. Hann hefur stofnað bakaríið Hveiti og smjör sem sérhæfir sig í kökum og alls kyns eftirréttum. Hið óvenjulega er að Chompers sendist með vörurnar sjálfur um Reykjavík á sérhönnuðu reiðhjóli og bankar upp á bæði hjá fyrirtækjum og í heimahúsum. Hægt er að gerast áskrifandi á heimasíðunni hans og borga átta þúsund króna mánaðargjald gegn því að Chompers sendist einu sinni í viku með mismunandi tegundir gómsætra eftirrétta, átta skammta, sem áskrifendurnir geta skoðað fyrirfram á heimasíðu hans og pantað. Chompers er í samstarfi við kaffihúsið Litla bóndabæinn við Laugaveg 41 og notar eldhúsið þar við baksturinn. Í staðinn er hægt að kaupa bakkelsið hans á kaffihúsinu. Chompers bakar hnetus mjörs- bökur, jarðar berja kökur, súkkulaði- smá kökur, döðlu kökur með karamellu kremi og margt fleira. Hann starf rækir einnig veislu- þjónustu sem hægt er að panta hvenær sem er og Björk Guðmunds- dóttir er einn þeirra viðskiptavina sem hafa hrifist af kökunum hans. Bakaríið er umhverfisvænt að því leytinu að Chompers notast við hjól en ekki bíl, kökunum er pakkað inn í umhverfisvænan pappír og þær eru geymdar í sérhönnuðum neongrænum reiðhjólakössum. Hinn þrítugi Chompers starfaði hjá tölvu leikja fyrir tækinu CCP ásamt íslenskum eigin manni sínum. Eftir að hafa flutt til Þýska- lands í eitt ár sneru þeir aftur til Íslands. Chompers fékk vinnu við þrívíddarmyndina Hetjur Valhallar – Þór en að verkinu loknu var honum sagt upp ásamt sjö öðrum starfsmönnum. Þá fékk hann hugmyndina að bakaríinu. „Ég fékk innblástur frá konu sem gerir svipaða hluti í New York, nema með ís, og fyrirtækið heitir Milk Made. Eitt af því sem rak mig af stað var einnig hversu íslensku bakaríin eru lík.“ Chompers stundar víkinga þrek af miklum krafti hjá Mjölni og segir það fara vel saman með öllu bakkelsinu. „Ég bjó til aug lýsingu með einum kennaranum sem er með rosa lega maga vöðva. Hann heldur á einni kökunni og þar stendur: „Einu sinni í viku getur ekki skaðað“. Hug myndin er að jafnvel hann með nánast enga líkams fitu getur borðað kökur og smá kökur.“ Nánari upplýsingar um bakaríið má finna á síðunni Hveitiogsmjör. com. freyr@frettabladid.is BEN CHOMPERS: ÞETTA ERU MJÖG AMERÍSKAR UPPSKRIFTIR Bakar kökur og hjólar með þær til viðskiptavina sinna „Við hittum hann og toguðum hann í létta mynda- töku,“ segir Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþrótta- fréttamaður Sjónvarpsins. Hann og kollegar hans, Einar Örn Jónsson og Henry Birgir Gunnarsson, hittu knattspyrnustjórann heimsþekkta, Avram Grant, í Serbíu þar sem þeir eru staddir vegna EM í handbolta. „Við spjölluðum aðeins við hann og Avram hlóð í nokkrar sögur af Hemma Hreiðars en hann þjálfaði hann í Portsmouth,“ segir Þorkell Gunnar. Grant, sem hefur einnig stýrt Chelsea og West Ham, var nýlega ráðinn knattspyrnustjóri Partizan Belgrad í Serbíu og rákust þeir félagar á hann þegar þeir fengu sér mat um borð í fljótabát við ána Sava. Aðspurður segir Þorkell Gunnar að tíminn í Belgrad hafi verið skemmti legur. „Þetta er búið að vera voða fínt fyrir utan úrslitin í fyrsta leik. Þótt það sé smá kuldi er hann ekkert svo mikill. Hann bítur aðallega í kinnarnar.“ Helst kvartar hann yfir matnum í handbolta- höllinni þar sem Ísland hefur spilað. „Það er alltaf boðið upp á einhverjar brimsaltar kryddpylsur. Það borðar þær ekki nokkur maður nema helst Einar Örn, hann er mikið fyrir saltaðan mat,“ segir Þorkell Gunnar léttur. „Ég er eiginlega farinn að sjá eftir að hafa ekki tekið með fullt af bollasúpum eins og tengdamamma lagði til.“ - fb Sagði sögur af Hemma Hreiðars MEÐ AVRAM GRANT Vel fór á með Þorkatli Gunnari, Henry Birgi og knattspyrnustjóranum Avram Grant í Serbíu. MYND/EINAR ÖRN JÓNSSON HJÁ KÖKUKÖSSUM Ben Chompers sendist með vörur sínar í þar til gerðum kössum sem eru festir á reiðhjól hans. Verið er að leggja lokahönd á kassana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svala Hjörleifsdóttir Aldur: 28 ára. Starf: Framkvæmda- stýra og hönnuður í Undralandinu. Foreldrar: Sigur- björg Guðmundsdóttir og Hjörleifur Pétursson atvinnubílstjóri. Fjölskylda: Gift Herði Ágústssyni, framkvæmdastjóra og einum af eigendum Macland. Þau eiga tvær dætur, Matthildi Evu 3ja ára og Hrafnhildi Lilju 19 mánaða. Búseta: Álfheimar, Reykjavík. Stjörnumerki: Fiskur. Svala Hjörleifsdóttir er ein af fjórum bekkjarsystrum úr LHÍ sem stofnuðu auglýsingaskrifstofuna Undralandið nú nýlega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.