Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Miðvikudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Prentsmiðjur Apótek 15. febrúar 2012 39. tölublað 12. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Royal Enfield-klúbburinn á Íslandi heldur myndasögukvöld á veitingahúsinu Skólabrú, 3. hæð, fimmtudagskvöldið 16. febrúar næstkomandi klukk- an 20.30. Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur og sonur hans, Ragnar Ólafsson tónlistarmaður, munu segja frá ævintýralegri för sinni á Royal Enfield-mótor- hjólum í nóvember síðastliðnum um frumskóga og strendur suðvestur-Indlands. Anna Gyða Sigurgísladóttir og Sigurjón Jóhannsson fóru til Búrma og hittu Aung San Suu Kyi.Fólk veit aldrei hver er að hlusta V ið vorum saman í lýðháskóla í Danmörku, Krogerup Højskole, sem leggur áherslu á alþjóða-mál, hnattvæðingu og umhverf-ismál. Við völdum okkur braut sem lagði áherslu á Búrma, lærðum um sögu landsins og ástand í þrjá mánuði, fórum svo til Taílands og Búrma í tólf manna hópi og dvöldum þar í einn mánuð,“ segja þau Anna Gyða Sigurgísladóttir og Sigur-jón Jóhannsson spurð hvernig það hafi komið til að þau fóru til Búrma og hittu meðal annarra Aung San Suu Kyi, aðalritara Lýðræðis-flokksins NLD. 2 Enskuskóli Erlu Ara - enskafyriralla.isEnska í Englandi fyrir 13-16 áraTvær vikur i Kent School of English Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Skráning í síma 8917576 og erlaara@gmail.com Tæplega 1000 nemendur hafa komið með frá árinu 2000 Nánari upplýsingar á enskafyriralla.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Opið á laugard. 10-14. Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK® sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: Arisona. Verð: 12.885,- Stærðir 36 - 48 PRENTSMIÐJUR MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Kyn ing rblað Tækninýjungar, fjölbreytni, umhverfismál, sagnfræði og fróðleikur. Þ að sem einkennir Odda umfram aðrar prentsmiðj-ur á Íslandi er að við erum með afar breiða vörulínu og stór-an kúnnahóp með mismunandi þarfir,“ segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri prentsmiðj-unnar Odda ehf. sem er stærsta og fjölbreyttasta prentsmiðja lands-ins þar sem starfa um 240 manns.Fjölbreytileikinn í fyrirrúmi „Við þurfum í raun að geta gert allt enda verkefnin af mismun-andi stærðum og gerðum,“ segir Jón Ómar en Oddi afgreiðir um fimmtán þúsund mismunandi verkefni á ári eða um fimmtíu á dag. „Á sama degi getum við verið að prenta hundrað nafnspjöld og afgreiða hundrað þúsund pappa-kassa,“ lýsir hann. Hjá Odda er boðið upp á allt það sem viðkemur prentun. „Enda þjónustum við íslenska markað-inn eins og hann leggur sig,“ segir Jón Ómar og bendir á að vel hafi tekist að aðlaga prentsmiðjuna að fjölbreyttum verkefnum til að geta sem best sinnt þörfum breiðrar flóru viðskiptavina. Sem dæmi um verkefni Odda má nefna prentun á bókum en Oddi er stærsti bókaframleið-andi á Íslandi auk þess sem fyr-irtækið prentar bækur fyrir erlendan markað Þá Gestgjafann. Þá er mikið að gera í rekstrarprentverki við að prenta umslög, reikningse ð Jón Ómar og bendir á ðtæk Oddi þjónustar allan íslenska prentmarkaðinn Prentsmiðjan Oddi byrjaði smátt árið 1943 en hefur vaxið og dafnað og er í dag í hópi fullkomnustu og fjölhæfustu prentsmiðja á Norðurlöndum. Markmið fyrirtækisins er að veita góða og hraða þjónustu í miklum gæðum. „Við þurfum í raun að geta gert allt enda verkefnin af mismunandi stærðum og gerðum,“ segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJAPrentsmiðjan Oddi hefur verið leiðandi í umhverfismálum hér á landi í prentiðnaði. Umhverfismál hafa ávallt skipað stóran sess í rekstri fyrirtækisins og hafa eigendur Odda ávallt leitast við að fara vel með hráefni og draga úr umhverfisáhrifum rekstrarins á skilvirkan hátt. Öll fra l UMBÚÐAHÖNNUN 2012Prentsmiðjan Oddi og Félag íslenskra teiknara (FÍT) standa að opinni hönnunarsamkeppni umbúða úr kartoni og/eða bylgjupappír. Keppnin er öllum opin án endurgjalds en tillögur skulu miða við það hráefni sem keppnishaldarar leggja til en þátt- takendum er frjálst að velja sér viðfangsefni. Lokaskil á tillögum er 23. febrúar en úrslitakvöldið verður haldið 1. mars í Norræna húsinu. Nánari upplýsingar á www.oddi.is APÓTEKMIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Lyf Vítamín Fæðubótarefni Hjúkrunarvörur Snyrtivörur Fróðleikur Við k Haukur Ingason apótekari með fríðum flokki starfskvenna sinna, en glaðlegt viðmót þeirra og einstök þjónustulipurð er rómuð meðal viðskiptavina Garðs Apóteks. Garðs Apótek er staðsett í miðju borgarinnar, á horni Sogavegs og Réttarholtsvegs. MYND/GVA 7 dagar til Öskudags Sjáðu búningana okkar á Facebook Barnabúnin gar: 1.490, 2.990 og 4.990 Nýr tilboðsbæklingur í dag SAMFÉLAGSMÁL Sjálfsvígshugleið- ingar og ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga eru margfalt algengari meðal samkynhneigðra unglinga hér á landi heldur en gagnkyn- hneigðra jafnaldra þeirra. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Þórodds Bjarnasonar og Ársæls Más Arnarssonar, pró- fessora við Háskólann á Akur- eyri, eru samkynhneigðir ung- lingar nærri tólf sinnum líklegri til að hugsa ítrekað um sjálfsvíg og allt að 25 sinnum líklegri en aðrir íslenskir unglingar til að hafa reynt að fremja sjálfsvíg margsinnis. Í rannsókninni voru spurning- ar lagðar fyrir nemendur tíunda bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Um tvö prósent stráka og stelpna sögðust hafa verið skotin í einhverjum af sama kyni. Rúm tvö prósent stráka og eitt prósent stelpna höfðu sofið hjá einhverjum af sama kyni. Þóroddur segir niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi mikla höfnun og andúð, sérstak- lega í skólasamfélaginu. „Lífsánægja þeirra er mun minni, þau eru mun líklegri til að vera þunglynd og kvíðin og líða illa í skólanum og þau eru mun líklegri til að finnast skóla- félagarnir vera óvingjarnlegir,“ segir Þóroddur. „Það er augljóst að þau þurfa á miklum stuðningi og skilningi að halda og kennarar og skólayfirvöld bera afar mikla ábyrgð á því að rækta samfélag þar sem þessir unglingar eru jafnvelkomnir og aðrir.“ Í því samhengi vísar Þóroddur í skrif Snorra Óskarssonar, kenn- ara í Brekkuskóla á Akureyri, um samkynhneigð. „Skólayfirvöld á Akureyri hafa tekið á þessu af mikilli festu og staðið með börnunum í erfiðu máli sem vekur mikilvægar spurning- ar um réttindi og skyldur grunn- skólakennara,“ segir hann. Akureyrarbær hefur sett Snorra í sex mánaða launað leyfi frá störfum eftir að skrif hans voru tekin fyrir. - sv Lífsánægja samkynhneigðra unglinga er margfalt minni Samkynhneigðir unglingar eru mun líklegri til að hugsa um sjálfsvíg en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Prófessor gagnrýnir bloggskrif grunnskólakennara á Akureyri. Bandarískt ævintýri Lay Low hitar upp fyrir Of Monsters and Men á stórri tónleikaferð um N-Ameríku. fólk 30 Gloppótt sýning Of mikið fullorðinsdaður er í sýningunni Gói og baunagrasið að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins. menning 22 Rannsóknin Heilsa og lífskjör skólanema var unnin í 40 löndum um allan heim fyrir tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO. Spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur á Íslandi í 6., 8. og 10. bekk á fjögurra ára fresti, ríflega 4.000 í hverjum árgangi eða um 13.000 í allt. Spurningar um kynhegðun og ýmsa áhættuhegðun voru lagðar fyrir elsta aldurshópinn og sumar voru sérstaklega hannaðar til að meta kynhneigð út frá tilfinningum og hegðun. Þessar spurningar voru bara lagðar fyrir nemendur í 10. bekk og hafa ekki verið notaðar í hinum löndunum enn sem komið er. 13.000 íslenskir unglingar spurðir NÁTTÚRA Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxa- stofna, varpar fram þeirri hug- mynd hvort gerlegt sé að draga úr framburði í Þjórsá og breyta ánni í veiðiparadís. Fyrsta skref- ið að mati Orra er alltaf að kalla saman hóp sérfræðinga til að rannsaka vatnasvæðið með þessa hugmynd bak við eyrað. Ef hugmyndir um „hreinsun“ Þjórsár reyndust raunhæfar og gengju eftir telur Orri líklegt að úr yrði ein besta laxveiðiá við Atlantshaf og mikil tekjulind fyrir þjóðfélagið allt. „Það má minna á það að Þjórsá, eins og Blanda, á upptök sín í Hofsjökli. Með Blönduvirkjun hreinsaðist áin og úr varð sú góða veiðiá sem við þekkjum,“ segir Orri og undirstrikar að um hugmynd sé að ræða og „eftir sé að svara þúsund spurningum“. Eins og kunnugt er hefur Landsvirkjun áformað bygg- ingu þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár. Hugmyndir um að gera Þjórsá að kosti til að stunda stangveiði fara ekki saman við þær hugmyndir, segir Orri. Hann hefur í ræðu og riti gert því skóna að fiskistofnarnir í ánni myndu líklega aldrei bera sitt barr ef af virkjununum verður. - shá / sjá síðu 4 Orri Vigfússon vill rannsaka hvort gera megi Þjórsá tæra og breyta í laxveiðiá: Þjórsá verði tær stangveiðiperla ÞJÓRSÁ Eins og Blanda á Þjórsá upptök sín í Hofsjökli. RIGNING eða slydda vestanlands fyrri hluta dags og í kvöld gengur þar í él með vaxandi vindi. Austan til verður bjart með köflum og úrkomulítið. Kólnandi veður. VEÐUR 4 8 63 4 6 FÓLK „Blár Ópal hefur ekki sung- ið sitt síðasta, partýið er bara rétt að byrja,“ segir Kristmund- ur Axel Krist- mundsson, einn fjögurra söngv- ara hljómsveit- arinnar sem vinnur nú að nýju efni. Honum þykir það mikill heiður að hafa fengið að keppa við jafn frá- bæra tónlistar- menn og voru í keppninni. Krist- mundur segir ekki neina biturð vera í herbúðum Blás Ópals yfir úrslitunum. - trs / sjá síðu 24 Blár Ópal vinnur að nýju efni: Engin biturð yfir úrslitunumFimm marka maðurinn Steven Lennon í Fram ræðir komandi fótboltasumar. sport 26 SÁMUR HEILSAÐI GESTUNUM Nýsköpunarverðlaunin voru veitt á Bessastöðum í gær. Dorrit Moussaieff forsetafrú sýndi Auði Aradóttur heimilishundinn Sám, sem fékk að taka þátt í veisluhöldunum úti á Álftanesi. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRISTMUNDUR AXEL KRISTMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.