Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 10
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Icepharm a KEMUR HEILSUNNI Í LAG ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR STJÓRNSÝSLA Þorbjörn Jónsson, for- maður Læknafélags Íslands (LÍ), snýr út úr ummælum staðgeng- ils skattrannsóknarstjóra ríkisins, Gunnars Thorberg, í bréfi til emb- ættisins á föstudaginn. Þetta er mat Bryndísar Kristjánsdóttur skatt- rannsóknarstjóra sem greint var frá í fréttum Bylgjunnar í gær. Þorbjörn segir í bréfi til skatt- rannsóknarstjóra að í ummælum Gunnars í Fréttablaðinu á föstudag hafi falist alvarlegar ásakanir um skattalagabrot allra lækna. Gunnar sagði að það væri „ekkert sérlega gaman að vita af því að [læknar] séu ekki með sitt á hreinu,“ varðandi núverandi rann- sókn embættisins á fjármálum lýta- læknis og hugsanlega fleiri lækna í kjölfarið. Bryndís segir í svarbréfi til LÍ að Gunnar sé augljóslega ekki að vísa til allra lækna í þeim skiln- ingi að skattsvik hvers og eins séu athugunarverð, heldur að þetta ein- staka mál bendi til þess að skatt- skil atvinnugreinarinnar séu ekki án undantekninga í samræmi við lög. Ekki sé því annað séð en LÍ setji annan og jafnvel andstæðan skilning í umrædd orð Gunnars. Vegna þessa telur Bryndís að engar forsendur séu til að embættið grípi til aðgerða, en LÍ fór fram á að embættið birti leiðréttingu í Frétta- blaðinu og á Vísi vegna ummæla Gunnars á föstudag. - sv Skattrannsóknarstjóri svarar gagnrýni formanns Læknafélags Íslands: Læknafélagið snýr út úr ummælum ÞORBJÖRN JÓNSSON BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR VIÐSKIPTI „Ég vil fá upplýsingar um bréf sem Landsbankinn átti í sjálfum sér, hafði að veði og lán- veitingar til þessara félaga,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem hefur höfðað mál á hendur slitastjórn Landsbank- ans og krefst þess að hún afhendi honum gögn um stöðu bankans fyrir og eftir hrun. Beiðnin var lögð fyrir Héraðs- dóm 31. janúar. Þar fer Vilhjálm- ur fram á upplýsingar um eign Landsbankans í sjálfum sér og fjölda bréfa í sjálfum sér sem lágu að veði fyrir lánum hans á þrem- ur tilgreindum tímapunktum: 31. desember 2006, 31. desember 2007 og loks daginn sem Fjár- málaeftirlitið tók bankann yfir, 7. október 2008. Þá krefst Vilhjálmur sömu- leiðis kröfulýsinga hins fallna banka í þrotabú Björgólfs Guð- mundssonar og fjögurra félaga sem voru í hans eigu, Fjárfest- ingafélagsins Grettis, Samsonar, Samson Global Holding og Sam- son Properties. „Að baki þessu býr að ef Lands- bankinn hefur verið yfir mörkum um eign í eigin hlutabréfum þá er spurning hvort bankinn hefur verið starfhæfur,“ segir Vilhjálm- ur. Það geti bakað stjórnendum bankans skaðabótaskyldu gagn- vart hluthöfum eins og honum sjálfum. Það sama eigi við ef í ljós komi að reglur um lán til tengdra aðila hafi verið þverbrotnar. Fram kemur í beiðni Vilhjálms að hann hafi í tvígang sent slitastjórninni bréf vorið 2010 og óskað eftir þessum upplýsingum en hvorugu þeirra hafi verið svar- að. Í því síðara hafi komið fram að hann hefði fullan hug á að láta reyna á rétt sinn gagnvart fyrrum stjórnendum bankans og aðaleig- endunum, Björgólfi Guðmunds- syni og syni hans Björgólfi Thor. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstu- dag. stigur@frettabladid.is Krefst upplýsinga um stöðu Landsbankans Fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason hefur höfðað mál gegn gamla Landsbank- anum til að fá afhent gögn um eign bankans í sjálfum sér og lán til tengdra aðila. Hyggur á skaðabótamál gegn stjórnendum bankans og Björgólfsfeðgum. LANDSBANKINN Slitastjórn bankans hefur neitað Vilhjálmi um gögnin en hann hefur nú farið með málið fyrir dóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hæstiréttur veitti Vilhjálmi Bjarna- syni aðgang að sambærilegum gögnum frá Glitni í mars í fyrra. Héraðsdómur hafði áður hafnað beiðninni en Hæsti- réttur taldi að hann ætti lögvar- inna hagsmuna að gæta, enda gæti hann sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir einstaklings- bundnu tjóni við fall bankans í október 2008. Vilhjálmi var þó neitað um upplýsingar um starfslok Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra, hjá bankanum og sátt milli Bjarna og bankans um 650 milljóna króna endur- greiðslu Bjarna vegna hlutabréfa- viðskipta. Vann sambærilegt mál gegn Glitni HEILBRIGÐISMÁL Inflúensutilvikum sem greinast fjölgar enn, að sögn sóttvarnalæknis. „Og er líklegt að tilfellum haldi áfram að fjölga á næstunni,“ segir á vef Landlækn- is. Útbreiðsla flensunnar er sögð mjög svipuð og í fyrravetur. „Inflúensan hefur verið staðfest í öllum aldurshópum og í flest- um landshlutum,“ segir þar jafn- framt, en flensan hefur öll verið af inflúensu A (H3) stofni. Enn hefur enginn greinst með svínainflúensu (H1N1) eða inflúensu B. Þá segir sóttvarnalæknir nokk- uð hafa greinst af RS-veiru og metapneumóveirum í börnum síð- ustu vikur. „Flest börnin eru eins árs eða yngri.“ - óká Smábörn hafa verið lasin: Flensutilvikum fjölgar enn þá SÚKKULAÐISKÚLPTÚR Nemandi við listaháskólann í Zagreb í Króatíu vann að því að búa til höggmynd úr 250 kílóa þungum súkkulaðiklumpi. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAMÁL Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, samkvæmt könnun sem MMR vann fyrir Ferðamálastofu. Hlutfallið er svipað og síðustu ár. „Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3 prósent, en var 56,3 pró- sent í sambærilegri könnun fyrir ári síðan,“ segir á vef Ferðamála- stofu. Ekki munu vera greinan- legar miklar breytingar í ferða- áformum fólks fyrir nýbyrjað ár. Langflestir hafa ferðalög af ein- hverju tagi á stefnuskránni. - óká Flestir ferðast innanlands: Tveir þriðju til útlanda í fyrra BRETLAND, AP „Ég óttast að herská veraldarhyggjuvæðing sé að ná völdum í þjóðfélögum okkar,“ segir Sayeeda Warsi, ráðherra í bresku ríkisstjórninni, og hvet- ur til þess að trúin fái að gegna stærra hlutverki í stjórnmálum. „Evrópa þarf að öðlast meiri fullvissu um kristna trú,“ segir hún. Ummæli hennar hafa vakið töluvert umtal í Bretlandi. Hún er múslími og barónessa, hefur ævilangt sæti í öldunga- deild þingsins, er annar tveggja framkvæmdastjóra breska Íhaldsflokksins og hefur óskil- greint ráðherraembætti í ríkis- stjórn Davids Cameron. - gb Breskur ráðherra: Vill verjast her- skáu trúleysi SAYEEDA WARSI Ummæli hennar hafa vakið umtal í Bretlandi. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL „Kynferðislegur áhugi á börnum á ekkert sammerkt með samkynhneigð,“ segir í ályktun frá Samtökunum ´78 í til- efni dóms sem féll í Héraðsdómi Vesturlands fyrir helgi vegna barnavændis. Í málinu var fyrrverandi fram- haldsskólakennari dæmdur fyrir að kaupa vændisþjónustu af fjórtán ára dreng og sérstaklega tekið fram að hann hefði átt erfitt með að koma út úr skápnum. Í ályktuninni segir að það sé „mjög varhugavert að tengja erfiðleika við að koma út úr skápnum við þá hegðun sem hér hefur verið dæmt fyrir“. - sh Dómur vegna barnavændis: Ekkert tengt samkynhneigð ÍRAN, AP Írönsk eftirlitsskip og herþotur fylgdu eftir bandarísk- um herskipaflota þegar honum var siglt um Hormús-sund í gær með flugmóðurskipið Abraham Lincoln í fararbroddi. Íranar hafa hótað því að loka sundinu, láti Vesturlönd ekki af refsiaðgerðum og hótunum vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Um það bil fimmtungur af allri þeirri olíu, sem seld er í heiminum, er fluttur um Hormús-sund frá olíu- framleiðsluríkjum við Persaflóa. Þrátt fyrir hótanir sínar hafa Íranar til þessa ekki gert neinar tilraunir til að hindra siglingar olíuskipa um sundið. - gb Íranar minna á sig: Bandarískum herflota fylgt ABRAHAM LINCOLN Bandaríska flug- móðurskipið fékk íranska fylgd. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.