Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 25
15. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR Leitaðu alltaf tilboða hjá Litróf þegar þig vantar vandaða prentun á hagstæðum kjörum. Það kostar ekkert en gæti margborgað sig. HRATT OG ÖRUGGLEGA – litrof.is – Í tilefni af nýrri þjónustu bjóðum við nafnspjöld á m/vsk1.990 kr. 150 stk., prentun öðru megin, 4 litir, 300 g silk. Tilboðið gildir til 1. mars 2012. Við bættum við okkur nýrri stafrænni prentvél fyrir áramótin og erum því að stíga skrefið inn í stafræna prentheiminn, sem við höfum ek ki t i lheyrt áður að neinu gagni. Ástæðan var að okkur fannst gæði slíkra véla ekki vera nægilega góð. Nú eru hins vegar komnar vélar á markaðinn sem ná offsetgæðum, eða því sem næst,“ segir Konráð Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri prentsmiðj- unnar Litrófs að Vatnagörðum 14 í Reykjavík. „Stafræna vélin hentar vel í minni upplög og hraða af- greiðslu. Nú getur til dæmis við- skiptavinurinn pantað hjá okkur 100 bæklinga að morgni og feng- ið afgreitt samdægurs og í góðum gæðum. Í samfélaginu í dag er þörf á slíkri þjónustu,“ bendir Konráð á. Að hans sögn stefnir Lit- róf á að verða umhverfisvottuð prentsmiðja á næstu vikum. „Við notum jurtaliti á prentvélarn- ar okkar og hreinsum þær með jurtaolíu, og vottuðum hreinsi- efnum. Í fyrra tókum við í gagn- ið nýja plötugerðarvél fyrir off- setvélarnar okkar þar sem engin spilliefni koma við sögu. Platan skrifast einungis með leisergeisla og engrar framköllunar er þörf. Örfáar prentsmiðjur á landinu geta státað af því að nota engin spilliefni í offsetplötugerð,“ segir Konráð. Hann segir Litróf millistóra prentsmiðju sem hafi haldið sjó undanfarin ár. „Fyrirtækið var upphaf lega stofnað árið 1943, en ég tók við því árið 1983. Við fórum yfir í prentsmiðjurekstur árið 1996 og síðan þá höfum við bætt við vélakost okkar jafnt og þétt, aukið þjónustu og tekið í notkun nýjustu tækni.“ Hjá Litrófi starfa í dag átján starfsmenn. Allir eru faglærðir í sínu fagi og með mikla og góða reynslu í prentgeiranum. Almenn prentun í boði Konráð Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Litrófs. MYND/STEFÁN Litróf er prentsmiðja sem getur tekið allt að sér sem viðkemur prentun, bæði stórt og smátt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.