Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 4
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR4 NÁTTÚRA Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxa- stofna, telur áhugavert að gera úttekt á því hvort gera megi Þjórsá að stangveiðiparadís með því að minnka framburðinn í ánni. Fyrsta skrefið yrði alltaf að kalla til hóp sérfræðinga til að skoða hvort um raunhæfan kost sé að ræða. Reynist svo vera gætu möguleikar til verðmætasköp- unar með stang- veiði verið afar miklir. „Ef það væri hægt að minnka framburðinn og hleypa sólar- ljósinu betur að þá myndi frum- framleiðslan í ánni stóraukast með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Það má minna á það að Þjórsá, eins og Blanda, á upptök sín í Hofsjökli. Með Blöndu- virkjun hreinsaðist áin og úr varð sú góða veiðiá sem við þekkjum,“ segir Orri og undirstrikar að um hugmynd sé að ræða og það liggi fyrir að mjög erfitt sé að hreinsa jafn mikið vatnsfall og Þjórsá. „Ég tel þó áhugavert að gera rannsókn á vatnasvæði Þjórsár með þetta í huga.“ Orri segir að líklega yrði að koma til einhvers konar mann- virki sem myndi hreinsa jökul- gruggið úr árvatninu, til dæmis settjarnir. Hann minnir á að fyrir eru virkjanir í efri hluta Þjórsár, sem hugsanlega gætu leikið hlut- verk við hreinsun framburðarins. Laxastofninn í Þjórsá er lík- lega stærsti villti laxastofn á Íslandi og meðal þeirra stærstu í Atlantshafi. Þess utan eru góðir stofnar sjóbirtings, auk stað- bundins urriða og bleikju. Veiði í ánni hefur nær eingöngu verið bundin við netaveiði. Ástæðan er sú að Þjórsá er svo gruggug að lax og annar fiskur sér lítt hefð- bundið agn veiðimanna og tekur það því illa eða ekki. Veiði hefur hins vegar verið nokkur í þverám Þjórsár þó að uppvaxtarsvæði lax- ins séu í Þjórsá sjálfri. Eins og kunnugt er hefur Landsvirkjun áformað byggingu þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár; Hvamms-, Holta-, og Urriðafossvirk jun. Áform um að gera Þjórsá að kosti til stangveiði fer ekki saman við þær hugmynd- ir, að mati Orra sem hefur bent á að líklega séu allar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir lax fyrir ofan Urriðafoss. Mat Orra er að verði virkjunaráform að veruleika séu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir líklegir til að deyja út. Ef hugmyndir um hreinsun Þjórsár reyndust raunhæfar og gengju eftir telur Orri líklegt að úr yrði ein besta laxveiðiá við Atlantshaf. „Þetta yrði mikil tekjulind fyrir samfélagið, enda hefur reynslan sýnt að hverjir 40 laxar sem eru veiddir á stöng skila einu ársverki. Tólf hundruð störf liggja að baki 50 þúsund laxa veiði á stöng. Það skilar 12 milljörðum í beinar og afleiddar tekjur fyrir þjóðfélagið,“ segir Orri. svavar@frettabladid.is Þetta yrði mikil tekjulind fyrir sam- félagið, enda hefur reynslan sýnt að hverjir 40 laxar sem eru veiddir á stöng skila einu ársverki. ORRI VIGFÚSSON FORMAÐUR NASF ALÞINGI Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, líkti aðgerðum Akureyrarbæjar vegna Snorra Óskarssonar, kennara við Brekkuskóla, við ofbeldi og valdníðslu. Á Alþingi í gær sagði Árni að málið snerist um mannrétt- indi, virðingu fyrir skoð- anafrelsi og trúfrelsi á Íslandi. Þá harmar hann niðurstöður bæjarstjórnar- innar að hafa „ráðist á opinberan starfsmann og rekið hann úr starfi“. Akureyrarbær hefur sett Snorra í sex mánaða launað leyfi frá störfum eftir að skrif hans á bloggsíðu voru tekin fyrir. Í skrifum sínum fordæmdi Snorri samkynhneigð. - sv Árni Johnsen á Alþingi: Brotið á rétt- indum Snorra ÁRNI JOHNSEN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 4° 2° 3° 5° 1° 1° 1° 18° 10° 12° 10° 27° -1° 8° 14° -2°Á MORGUN Sums staðar strekkingur með ströndum, annars hægari. FÖSTUDAGUR Strekkingur á V-fjörðum en annars hægari. -4 -4 -3 -3-2 0 0 0 12 4 4 4 8 8 6 6 6 3 3 1 8 10 15 10 7 10 5 12 6 5 10 KÓLNANDI veður verður á landinu næstu daga og strax í kvöld má búast við éljum vestanlands. Á föstudag og laugardag verður svo frost um allt land. Fram undan er dálítil snjókoma eða él, ekki þó um allt land á sama tíma. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Kaupmáttur launa hefur rýrnað um 7,5 prósent frá árinu 2007. Launavísitalan hefur hækkað um 33 prósent frá árinu 2007 en á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 44 prósent. Uppsafnaður kaupmáttur ráð- stöfunartekna hefur hins vegar minnkað um 27,4 prósent á árun- um 2007 til 2010, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hilmar Ögmunds- son, hagfræðingur BSRB, hélt erindi um þróun launa og ráðstöf- unartekna á trúnaðarmannaráðs- fundi SFR í síðustu viku þar sem þetta kom fram. Ástæður þessarar rýrnunar ráð- stöfunartekna eru meðal annars skattahækkanir og breytingar á skattakerfinu. Persónuafsláttur hefur ekki fylgt launahækkunum, bætur hafa verið frystar eða lækk- aðar og gjöld hækkuð. Útborguð laun félagsmanna SFR rýrnuðu um rúm 13 prósent á árunum 2007 til 2011. Rýrnun kaupmáttarins er mismunandi eftir hópum, því fólk sem er með börn á framfæri, leig- ir eða skuldar húsnæði varð fyrir kaupmáttarrýrnun upp á rúm 27 prósent en aðrir upp á rúm 12 prósent. - þeb Launavísitalan hefur hækkað um 33% síðan 2007 en verðlagið um 44%: Kaupmáttur rýrnaði um 27% MINNA MILLI HANDANNA Ráðstöfunar- tekjur fólks hafa minnkað mikið á síðustu árum og þeir sem eru með börn á framfæri, leigja eða skulda hús- næði hafa 27 prósentum minna milli handanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BAREIN, AP Fjölmennt lið öryggis- sveita í Barein kæfði í gær mót- mæli sjía-múslima, sem höfðu komið saman víða um land til að minnast þess að eitt ár var liðið frá því að mótmæli þeirra gegn stjórn súnní-múslíma hófust. Stjórnvöld lofuðu umbótum eftir að hafa barið niður mótmæl- in síðasta vor, en staðið hefur á efndum. Að minnsta kosti 40 manns hafa látist í átökum í landinu frá því mótmælin hófust í febrúar á síðasta ári. - gb Fagna ársafmæli uppreisnar: Öryggissveitir bæla mótmæli GENGIÐ 14.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,1054 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,24 122,82 192,62 193,56 161,36 162,26 21,705 21,833 21,403 21,529 18,367 18,475 1,5657 1,5749 189,19 190,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is við hlustum! FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ! INNIHELDUR 100% XYLITOL Spyr hvort hægt sé að gera tæra laxveiðiperlu úr Þjórsá Rannsókn á því hvort gera megi Þjórsá að veiðiparadís með minni framburði, er verðugt verkefni að mati Orra Vigfússonar, formanns NASF. Fyrsta skref yrði mat sérfræðinga á því hvort hugmyndin sé raunhæf. ORRI VIGFÚSSON VÍÐA VEIÐILEG Orri segir að þrátt fyrir „þúsund spurningar“ séu tækifærin slík að rannsaka megi að hreinsa ána svo hún henti til stangveiða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun hefur nú sent Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins upp- lýsingar um háa lekatíðni PIP- brjóstafyllinga hér á landi. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að hvergi annars staðar hafi verið ráðist í skipu- lega ómskoðun kvenna með PIP- púða svo vitað sé. Því séu sam- anburðarhæfar upplýsingar um lekatíðni frá öðrum þjóðum ekki fyrir hendi. 105 konur hafa verið skoðaðar hér á landi og hefur leki greinst hjá 71 konu, eða um 68 prósent kvennanna. - sv PIP-upplýsingar sendar út: Samanburður ekki fyrir hendi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.