Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 15.02.2012, Qupperneq 30
KYNNING − AUGLÝSINGApótek MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 20124 UNDRALYFIÐ KÓK Dr. John Sith Pemberton (1831- 1888), lyfjafræðingur í Atlanta í Georgíu, Bandaríkjunum, framleiddi fyrst sírópið sem varð þekkt sem Coca-Cola árið 1886. Hann var að reyna að finna upp vökva sem læknaði höfuðverk. Pemberton lét blanda kolsýrðu vatni saman við sírópið í apóteki í nágrenninu og seldi í glösum á 5 sent stykkið. Uppruna- legi drykkurinn innihélt kókaín. Seinna keypti athafnamaðurinn Asa Griggs Chandler (1851-1929) framleiðslu- réttinn að kóki og stofnaði Coca Cola- fyrirtækið. Nú er kók ein þekktasta vörutegund í heiminum. Heimild: visindavefur. hi.is HEIMATILBÚINN TEPOKI Fátt er betra fyrir sáran háls en heitt og mjúkt te. Einfalt er að nota kaffisíupoka úr bréfi í heima- tilbúinn tepoka undir engifer og dýfa í sjóðandi vatn. Raspaðu engiferrót niður með fínu rifjárni þar til það fyllir um það bil teskeið. Skóflaðu rifnu engiferrótinni í botninn á kaffi- poka og snúðu upp á til að loka. Dýfðu pokanum ofan í sjóðandi vatn í bolla í um það bil tvær mín- útur. Fjarlægðu þá pokann svo teið verði ekki of rammt. Bættu tveimur teskeiðum af hunangi í bollann og kreistu nokkra dropa úr sítrónu út í. Hrærðu þar til hunangið leysist upp. SAGA PENISILLÍNS Ernest Duchesne, franskur læknanemi, uppgötvaði bakteríudrepandi eiginleika penisillíns fyrstur manna árið 1896 þegar hann skoðaði mygluna Penicillum glaucum sem notuð er til að búa til gorgonzola-ost. Uppgötvun hans vakti enga sérstaka athygli. Skoska vísindamanninum Alexander Fleming er yfirleitt eignaður heiðurinn af uppgötvun penisillíns. Hann enduruppgötvaði það árið 1928 þegar hann uppgötvaði að sveppurinn Penicillum notatum gaf frá sér bakteríudrepandi efni. Efnið var kallað penisillín eftir sveppnum. Fleming taldi hins vegar að áhrif pensillíns væru ekki nógu langvarandi til að lækna sjúkdóma. Hann hætti því rannsóknum á því 1931. Ástralski meinafræðingurinn Howard Florey og þýski lífefnafræðingurinn Ernst Chain við Oxford- háskóla fóru aftur að rannsaka áhrif penisillíns 1939. Rannsóknirnar leiddu til framleiðslu á penisillíni og vöktu von um að hægt yrði að útrýma sjúkdómum. Fleming, Florey og Chain voru veitt Nóbels- verðlaunin í lífeðlisfræði eða læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar árið 1945. Heimildir: visindavefur.hi.is og wikipedia.org Penisillín er kennt við sveppinn Penicillum notatum. FRAMLEIDD EFTIR GÖMLUM LYFJAUPPSKRIFTUM SEM NOTAÐAR HAFA VERIÐ Í ALDANNA RÁS ÍSLENSK GÆÐAVARA FÆST Í HELSTU APÓTEKUM PharmArctica · Grenivík · pharma.is MUNN- OG TANNHIRÐA MIXTÚRUR KREM OLÍUR SÓTTHREINSANDI UNDRALYFIÐ LÝSI Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiski, ýmist heilum (til dæmis loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (til dæmis þorskalýsi úr þorskalifur). Meðan enn voru stundaðar hvalveiðar við Ísland var einnig framleitt lýsi úr hval. Sumar þjóðir framleiða lýsi úr selspiki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.