Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 8
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR8 1. Hvaða trúfélagi stýrir kennarinn Snorri Óskarsson, sem hefur verið sendur í launað leyfi vegna ummæla sinna um samkynhneigð? 2. Hvert er Tobba Marinósdóttir að flytja? 3. Hver hlaut flest verðlaun á nýaf- staðinni Grammy-verðlaunahátíð? SVÖR 1. Betel 2. Ránargötu í Reykjavík 3. Adele VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi mældist 7,2 pró- sent í janúar og lækkaði um 0,1 prósentustig frá því í desember. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar um ástand á vinnu- markaði. Atvinnulausir voru að meðaltali 11.452 í janú- ar og fækkaði um 308 frá desember. Atvinnu- lausum körlum fjölgaði um 61 að meðaltali í mánuðinum en konum fækkaði um 369. Þá fækkaði atvinnulausum á höfuðborgarsvæðinu um 313 en fjölgaði um fimm á landsbyggðinni. Mest atvinnuleysi er sem fyrr á Suðurnesj- um, 12,5 prósent, en minnst á Norðurlandi vestra þar sem það er 2,8 prósent. Atvinnuleysi er 7,5 prósent meðal karla en 6,8 prósent meðal kvenna. Fram kemur í tilkynningu Vinnumálastofn- unar að atvinnuleitendum fjölgi yfirleitt nokkuð á milli desember og janúar. Fækkunin nú skýr- ist aðallega af tvennu. Annars vegar því að flestir þeirra ríflega 900 einstaklinga sem tóku þátt í námsátakinu „Nám er vinnandi vegur“ halda áfram námi í vor og fóru því af atvinnuleysisskrá um áramótin. Hins vegar rann út um áramótin bráðabirgða- ákvæði um minnkað starfshlutfall en sam- stundis afskráðust af atvinnuleysisskrá nærri 500 manns sem höfðu fengið greiddar atvinnu- leysisbætur með hlutastarfi. Þá telur Vinnumálastofnun líklegt að atvinnu- leysi aukist í febrúar og verði á bilinu 7,1 til 7,4 prósent. - mþl Vinnumálastofnun birti nýjar tölur um ástand á vinnumarkaði í gær: Atvinnuleysi minnkaði lítillega í janúar GISSUR PÉTURSSON, FORSTJÓRI VINNUMÁLASTOFN- UNAR Meirihluti þeirra 900 sem tóku þátt í náms- átakinu „Nám er vinnandi vegur“ hélt áfram í námi eftir áramót og fór því af atvinnuleysisskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GRIKKLAND, AP Efnahagur Grikk- lands dróst saman um sjö prósent á tímabilinu frá fjórða ársfjórð- ungi 2010 til fjórða ársfjórðungs 2011. Þetta er meiri samdráttur en reiknað hafði verið með, þrátt fyrir harðan niðurskurð á fjár- lögum, skattahækkanir og ýmsar sparnaðarráðstafanir. Gríska þingið samþykkti nýj- ustu niðurskurðaráformin á sunnudag, en í dag ætla fjármála- ráðherrar evruríkjanna að hittast til að leggja blessun sína yfir þau áform, sem eru skilyrði þess að Grikkir fái 130 milljarða aðstoð frá ESB og AGS. Kröfurnar, sem ESB og AGS gera til Grikkja, sýna að grískum stjórnvöldum er varla treyst til að standa við fögru áformin um nið- urskurð í ríkisfjármálum. Und- anfarin ár hefur grískum stjórn- völdum gengið illa að standa við loforð um niðurskurð og hagræð- ingu. Meðal annars hafa áform um stórfellda sölu ríkiseigna og einkavæðingu ekki skilað þeim tekjum í ríkissjóð sem stjórnin gekk út frá í áætlunum sínum. Í þetta skiptið vilja því ESB og AGS sjá áþreifanlegar niðurstöð- ur áður en frekari fjárhagsaðstoð er veitt. Gríska stjórnin vinnur meðal annars hörðum höndum þessa dagana við að ljúka samningum við marga helstu lánardrottna ríkisins, einkum gríska og erlenda einkabanka, um niður- fellingu skulda. Samdrátturinn og niðurskurð- urinn hafa bitnað harkalega á almenningi í landinu, sem er stjórnvöldum ævareiður fyrir að láta undan kröfum Evrópusam- bandsins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um niðurskurð. Um hundrað og fimmtíu fyrir- tæki skemmdust illa í óeirðum í Aþenu á sunnudag, meðan gríska þingið var að greiða atkvæði um sparnaðaraðgerðirnar. Tugir þingmanna hættu þetta kvöld stuðningi við ríkisstjórnina og nú hefur verið boðað til kosninga í apríl, þegar Grikkir hafa lokið við að greiða næstu afborganir af ríkisskuldum sínum. Leiðtogar Evrópusambandsins, þeir Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og José Manu- el Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, heimsóttu í gær Wen Jibao, forsætisráðherra Kína. Hann vildi engu ákveðnu lofa um þátttöku Kínverja í fjár- mögnun stöðugleikasjóðs evru- ríkjanna, gaf hins vegar almenn loforð um að Kínverjar muni gera sitt til þess að aðstoða evruríkin. Evrópusambandið hefur hins vegar áður fengið loforð af þessu tagi frá Kínverjum, en efndirnar hafa látið standa á sér. gudsteinn@frettabladid.is Treysta Grikkjum ekki til að standa við sparnaðaráform Efnahagur Grikklands heldur áfram að versna, þrátt fyrir strangar sparnaðarráðstafanir og fjárhagsaðstoð að utan. Grikkjum ekki treyst til að standa við niðurskurðaráformin. Kínverjar gefa óljós loforð um aðstoð. EFTIRLAUNAÞEGAR MÓTMÆLA Mikil reiði er meðal almennings í Grikklandi út í stjórnvöld og sparnaðaráform þeirra. NORDICPHOTOS/AFP VEIÐI Um 3.400 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða höfðu borist til Umhverfisstofnun- ar í gær. Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi rennur út í dag. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út komast ekki í pottinn. Heimilt verður að veiða allt að 1.009 dýr í ár. Það er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Leyft verð- ur að veiða 588 kýr og 421 tarf. Veturgamlir tarfar eru alfrið- aðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. - shá Hreindýraveiðin 2012: 3.400 hafa sótt um 1.009 dýr SJÁVARÚTVEGUR Góðir markaðir eru fyrir loðnuafurðir um þessar mundir. Á heimasíðu HB Granda kemur fram að 5.200 tonn af loðnuafurðum hafa verið flutt út frá áramótum á Vopnafirði. Áætlað er að skipa út 13 þúsund tonnum af mjöli og lýsi á fyrsta ársfjórðungi. Svavar Svavarsson, markaðs- stjóri HB Granda, segir vinnslu ganga vel enda loðnan stór og góð. Afskipanir eru hraðar og birgðir litlar. Það er mikilvægt nú þegar loðnuvertíðin er að kom- ast á fullan skrið, eftir að loðnan tók að ganga upp á grunnið við suðaustanvert landið. Miklu skiptir að afskipun séu í sam- ræmi við framleiðsluna, að sögn Svavars. - shá Góður markaður fyrir loðnu: 5.200 tonn flutt frá Vopnafirði VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.