Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 19
APÓTEK MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Lyf Vítamín Fæðubótarefni Hjúkrunarvörur Snyrtivörur Fróðleikur Viðskiptavinum fjölgar bara og fjölgar þótt að við aug-lýsum ekki mikið. Það kemur til af því að við höfum alltaf komið mjög vel út úr verðkönnun- um á lyfjum, hvort sem um er að ræða lyfseðilsskyld lyf eða lyf sem eru seld án lyfseðils,“ segir Hauk- ur Ingason, apótekari í Garðs Apó- teki. Hann segir æ fleiri komast að raun um að hægt sé að gera góð kaup á f leiru en lyfjum í Garðs Apóteki. „Margir koma gagngert til að kaupa fæðubótarefni og vítam- ín sem fást í úrvali, hjúkrunar- vörur, snyrtivörur og næringar- drykki, því verð er almennt lágt í apótekinu.“ Að sögn Hauks kunna við- skiptavinir því einkar vel að Garðs Apótek sé einkarekið. „Eftir bankahrunið er fólk orðið meðvitaðra um við hvern það verslar og virðist hafa feng- ið nóg af lyfjakeðjum, hvort sem þær heita Lyf og heilsa, Lyfja, Apó- tekið, Apótekarinn eða Skipholts Apótek,“ upplýsir Haukur. Í Garðs Apóteki er notalegur kaffikrókur þar sem hægt er að setjast niður með ilmandi kaffi, te eða vatnsglas í boði hússins. „Hverfisbúar koma hingað oft og tíðum og stundum er apótek- ið eins og hverfismiðstöð þar sem íbúarnir hittast og spjalla saman,“ segir Haukur ánægður. „Við erum í leiðinni f yrir íbúa stærstu hverfa borgarinn- ar og með tilkomu rafrænna lyf- seðla finnst mörgum þægilegt að hringja á undan sér, láta taka til lyfin sín og sækja þau á heim- leiðinni upp í Breiðholt, Árbæ eða Grafarvog og nágrannasveit- arfélögin Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og víðar,“ segir Haukur. Það sem gerir Garðs Apótek að fyrsta vali viðskiptavina er þó fyrst og fremst fyrirmyndarþjón- usta og hlýlegt viðmót starfsfólks- ins, í kaupauka við lága verðið. „Nýverið jukum við þjónustu í kringum stómavörur og þvag- leggi, og nú geta þeir sem nota slíkar vörur snúið sér til okkar og fengið þær afhentar í apótek- inu eða sendar heim til sín, hvert á land sem er,“ segir Haukur og bætir við: „Svo eru alltaf einhverjir sem segjast koma bara af því að hér starfi flottustu afgreiðslustúlkur bæjarins, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það; eins og svo margt annað,“ segir Haukur og brosir. Garðs Apótek er á horni Soga- vegs og Réttarholtsvegs, við brúna yfir Miklubraut. Sími 5680990. Opið er virka daga frá kl. 9-18 en lokað um helgar. Sjá nánar á www. gardsapotek.is. Viðskiptavinum fjölgar bara og fjölgar í Garðs Apóteki á Sogavegi Garðs Apótek er vel þekkt meðal landsmanna fyrir lágt lyfjaverð og úrvals þjónustu. Meðal nýjunga í apótekinu eru stómavörur, þvagleggir og næringardrykkir. Garðs Apótek er í alfaraleið í miðju borgarinnar og rómað fyrir notalegt andrúmsloft og lipura þjónustu í hvívetna. Haukur Ingason apótekari með fríðum flokki starfskvenna sinna, en glaðlegt viðmót þeirra og einstök þjónustulipurð er rómuð meðal viðskiptavina Garðs Apóteks. MYND/GVA Garðs Apótek er staðsett í miðju borgarinnar, á horni Sogavegs og Réttarholtsvegs. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.