Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 46
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR30 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta á íslenska tónlist, enda eru eingöngu spiluð íslensk lög í vinnunni. Gömul sem ný!“ Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Íslensku Hamborgarafabrikkunnar og Íslensku kaffistofunnar. „Þetta verður svakalegt ævintýri,“ segir tónlistarkonan Lay Low. Hún hitar upp fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men á stórri tón- leikaferð um Bandaríkin og Kanada í mars og apríl. Tónleikarnir verða átján talsins og verða þeir fyrstu í Los Angeles 20. mars en þeir síðustu í Toronto 12. apríl. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Ég hef ekki túrað svona mikið í einu um Bandaríkin áður,“ segir Lay Low. „Það verður gaman að vera með krökkun- um. Það er að ganga svona blússandi vel hjá þeim og allir í megastuði fyrir þeim úti, þannig að ég fæ að fljóta með í þessa miklu hamingju.“ Hún verður ein á ferð með kassagít- arinn og skilur því tónleikabandið sitt eftir í þetta sinn, enda kostar mikið að fara með heila hljómsveit vestur um haf. Aðspurð hvort hún geti ekki gefið nýliðunum Of Monsters and Men góð ráð í ferðinni segist hún vonast til þess enda búin að spila á sumum af þessum stöðum áður. „En ég er alltaf að læra sjálf. Ég get ekki farið að miðla voða miklu, nema bara benda þeim á einhverja góða veitingastaði.“ Hún gaf út plötuna Brostinn strengur fyrir síðustu jól en er strax byrjuð að taka upp nýja. Sú verður á ensku og er ætluð fyrir erlendan markað. Hún kemur líklega út í haust. „Mér sýnist á öllu að ég verði að vinna í svipuðum „fíling“ og á síðustu plötu,“ segir hún um upptökurnar. - fb Ævintýri með Of Monsters SPENNT Lay Low er mjög spennt fyrir tónleikaferðinni með Of Monsters and Men. „Ég svaf allan tímann. Það er asnalegt hvað þetta var þægi- legt,“ segir Sindri Már Sigrúnar- son, aðdáandi rokksveitarinnar Endless Dark sem er ættuð frá Ólafsvík og Grundarfirði. Hann gerði sér lítið fyrir og lét húðflúra nafn sveitarinn- ar á höfuðið fyrir skömmu. „Ég er mjög mikill aðdáandi End- less Dark. Frá því að ég heyrði í þeim í fyrsta skipti hef ég hlust- að mikið á þá og viljað fá þetta tattú. Ég var á tónleikum með þeim um daginn og ákvað að láta slag standa og kýla á þetta,“ segir Sindri Már. Hann dreif sig í Bleksmiðjuna í Reykjavík og segist ekki hafa fundið fyrir neinu. „Þetta var bara svæfandi. Ég var byrjaður að slefa og læti. Þetta var lúxus miðað við marga aðra staði.“ Sindri Már er með hvorki fleiri né færri en 27 önnur húðflúr á líkamanum, þar af eitt annað á höfðinu með hljómsveitinni Urm- ull. Hún er frá Ísafirði, rétt eins og hann sjálfur. „Ég heyrði fyrst í Urmul 1994 þegar hún gaf út plöt- una Ull á víðavangi. Ég hef ekki hætt að hlusta á Urmul síðan og á plötuna þeirra enn þá í plastinu.“ Annað húðflúr er í vinnslu, tileinkað bandarísku þungarokk- sveitinni Avenge Sevenfold. Það verður risastórt og mun ná yfir allan brjóstkassann á honum. „Maður er soddan rokkari.“ Atli Sigursveinsson, gítarleik- ari Endless Dark, kynntist Sindra Má fyrst þegar hann keypti bassa af Hólmkeli Leó Aðalsteinssyni úr Endless Dark. „Það er kúl að einhver sé að fá sér tattú með okkur, hvað þá á hausinn,“ segir Atli. „Þetta er samt seinasti stað- urinn sem ég myndi fá mér tattú á. Þetta er dálítið brjálæði en samt kúl fyrir okkur.“ freyr@frettabladid.is SINDRI MÁR SIGRÚNARSON: LÉT SLAG STANDA EFTIR TÓNLEIKA Svaf á meðan Endless Dark var húðflúrað á höfuð hans ÞÆGILEGT Sindri Már Sigrúnarson svaf allan tímann á meðan hann lét húðflúra Endless Dark á höfuðið á sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég missi ekki svefn þótt ég fari aldrei í Eurovision. Þetta er rosalega skemmti- legt en ég kemst alveg af,“ segir Magni Ásgeirsson, sem var að keppa í fjórða sinn í Eurovision og hefur aldrei komist í lokakeppnina. Í fyrra lenti hann í öðru sæti með lagið Ég trúi á betra líf, á eftir sigurlagi Vina Sjonna. Í þetta sinn lenti Hugarró, eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Þórunni Clau- sen, í öðru sæti hjá dómnefndinni en því þriðja í símakosningunni. „Fyrstu tvö skiptin voru meira vinargreiði og þá var ekkert verið að keppa að titlinum en síð- ustu tvö ár er þetta búið að vera alvöru.“ Inntur eftir hvort hann sé búinn að gefast upp á því að reyna að komast í lokakeppnina segir hann: „Þetta er orðið ágætt, nema ef einhver kemur með þriggja mínútna Karma Police í hend- urnar á mér. Þá er ég til í að gera þetta aftur,“ segir Magni. Fram undan hjá Magna eru tónleikar til heiðurs hljómsveitinni Queen á Akur- eyri annað kvöld og í Spot í Kópavogi á laugardagskvöld. „Svo er ég að taka upp fullt af efni og leika mér,“ segir hann hress. Semurðu ekki bara þitt eigið Eurovisi- on-sigurlag? „Ég á rosalega erfitt með að semja þriggja mínútna Eurovision- lag, með fullri virðingu fyrir Eurovision. Ég virðist ekki kunna þessa Eurovision- formúlu.“ - fb Missir ekki svefn yfir Eurovision KANNSKI EINU SINNI ENN Magni Ásgeirsson ræðir við Rósu Birgittu Ísfeld baksviðs í Eurovision-keppninni um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.