Fréttablaðið - 15.02.2012, Page 43

Fréttablaðið - 15.02.2012, Page 43
MIÐVIKUDAGUR 15. febrúar 2012 27 2 fyrir 1 Lambakjöt og bernaise í febrúar. Nýbýlavegi 32 www.supersub.is Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. FÓTBOLTI Evrópumeistarar Barce- lona eru í frábærum málum eftir 3-1 útisigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistara- deildarinnar í gærkvöldi. Síle- maðurinn Alexis Sánchez var hetja kvöldsins hjá Börsungum því hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins sitt í hvorum hálfleiknum og Lionel Messi innsiglaði síðan sigurinn í lokin. Barcelona var mun meira með boltann frá byrjun leiks en ekkert gekk hjá liðinu að skapa sér færi. Þolinmæði Barcelona skilaði sér hins vegar á 41. mínútu. Alexis Sánchez vann þá skallaeinvígi og boltinn barst til Lionel Messi sem stakk honum inn fyrir vörnina þar sem Sánchez var sloppinn einn í gegn og skoraði undir Bernd Leno. Fyrri hálfleikurinn var róleg- ur en mun meira fjör var í þeim seinni. Bayer Leverkusen var ekk- ert á því að gefast upp því bak- vörðurinn Michal Kadlec skoraði með skalla úr markteignum á 51. mínútu eftir fyrirgjöf frá Vedran Corluka. Alexis Sánchez var aðeins fjórar mínútur að koma Barca yfir á ný eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Cesc Fabregas. Sánchez slapp í gegn, lék á markvörðinn og skoraði í autt markið. Lionel Messi sýndi nokkrum sinnum snilli sína í seinni hálfleik og innsiglaði síðan sigurinn í lokin eftir sendingu frá Dani Alves. Messi er þar með orðinn marka- hæstur í sögu útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. - óój Barcelona vann Leverkusen 3-1 í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Börsungar í frábærum málum MAÐUR KVÖLDSINS Alexis Sánchez fagnar hér fyrra marki sínu á móti Leverkusen í gær. FRÉTTABLAÐIÐAP Meistaradeildin í fótb. í gær 16 LIÐA ÚRSLIT - FYRRI LEIKUR Bayer Leverkusen - Barcelona 1-3 0-1 Alexis Sánchez (41.), 1-1 Michal Kadlec (51.), 1-2 Alexis Sánchez (55.), 1-3 Lionel Messi (88.) Lyon - APOEL Nicosia 1-0 1-0 Alexandre Lacazette (58.) Enska b-deildin í fótb. í gær Cardiff - Peterborough 3-1 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff en var tekinn útaf á 72. mínútu í stöðunni 3-0. Coventry - Leeds 2-1 Hermann Hreiðarsson lék ekki vegna meiðsla. Sænski körfuboltinn Lf Basket-Jamtland Basket 81-79 (41-48) Brynjar Þór Björnsson skoraði 7 stig á 23 mín. og hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum. ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Carlos Tevez lenti í Manchester í gær og mætti í kjölfarið á æfingasvæði Manchester City en þar hefur hann ekki látið sjá sig síðan að hann stalst til Argentínu 7. nóvember síðastliðinn eða fyrir 99 dögum. City er búið að sekta Tevez um 1,2 milljónir punda (232 milljónir) fyrir að neita að koma aftur til Englands auk þess sem Tevez hefur ekki fengið launin sín borguð þennan tíma en hann fær 200 þúsund pund á viku (38 milljónir). City tókst ekki að selja Tevez í janúar og hann er á 25 manna leikmannalista liðsins fyrir seinni hluta tímabilsins. Tevez hefur talað um að Roberto Mancini, stjóri City, hafi komið fram við sig eins og hund í München í september en ítalski stjórinn, sem afneitaði Argentínumanninum á sínum tíma, segist vera tilbúinn til að taka Tevez aftur inn í liðið sé hann í formi til þess að spila. - óój Tevez mættur til Manchester: 99 daga útlegð er á enda CARLOS TEVEZ Með dóttur sinni á flugvellinum í Manchester í gær. AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.