Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 42
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is SVERRIR GARÐARSSON hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu en þetta kom fram á stuðningsmannasíðu FH í gær. Sverrir stóð í launadeilu við knattspyrnudeildina en nú er búið að finna lausn á því máli. Leikmaður- inn hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. Hann þurfti að leggja skóna á hilluna árið 2010 vegna höfuðmeiðsla en dró þá fram ári síðar. Hann náði þó ekkert að spila í síðasta sumar vegna meiðsla. Þetta var bara vinaleg stríðni Eftir leikinn á mánudag fóru Lennon og Gary Martin, leikmaður ÍA, mikinn á samskiptasíðunni Twitter þar sem þeir gerðu stólpagrín að Skúla Jóni Friðgeirssyni, leikmanni KR. „Númer 7 í vörninni hefur tvo gíra. Hann er svakalega fljótur,“ sagði kaldhæðinn Martin og Lennon svaraði: „Var hann ekki valinn í landsliðið? Ég hef spilað við betri leikmenn í yngri flokkunum.“ Þessi ummæli þeirra, og fleiri til, fóru fyrir brjóstið á mörgum sem fannst þeir sýna Skúla Jóni algert virðingarleysi. „Þetta var bara saklaus og vinaleg stríðni. Það er eðlilegt í Bretlandi að haga sér svona. Ég ætlaði ekki að vera með neitt virðingarleysi út í Skúla. Við vorum bara að grínast,“ sagði Lennon. „Ef Skúli tekur þessu illa þá munum við Gary biðja hann afsökunar en eins og ég segi þá var þetta bara grín.“ KR og Fram mætast næst þann 23. febrúar í Lengju- bikarnum. Er þegar byrjað að tala um íslenska handa- bandaspennu í anda enska boltans. „Það verður bara skemmtilegur leikur. Ég hef ekki trú á öðru en að við Skúli heilsumst. Þetta var saklaust hjá mér. Við erum vanir að kynda hvor annan heima hjá mér og kannski vantar meiri slíkan húmor á Íslandi.“ FÓTBOLTI Hinn 24 ára gamli Skoti, Steven Lennon, átti stórbrotinn leik fyrir Fram gegn KR í úrslita- leik Reykjavíkurmótsins á mánu- dag. Fram vann leikinn 5-0 og skoraði Lennon öll mörk leiksins. Mögnuð frammistaða. Framherjinn skæði er greini- lega í hörkugóðu formi og heldur áfram þar sem frá var horfið síð- asta sumar. Lennon var nefnilega í lykilhlutverki í „flóttanum mikla“ hjá Fram síðasta sumar er liðið bjargaði sér frá falli í Pepsi-deild- inni með ævintýralegum enda- spretti. Lennon skoraði fimm mörk í tólf leikjum með Fram á síðasta tímabili og mörkin afar mikilvæg. „Það er alltaf gaman að vinna titla. Ég var kannski að gera mér vonir um að skora eitt til tvö mörk í leiknum en ég sá það ekki alveg fyrir að ég myndi skora fimm mörk. Það var afar ánægjulegur bónus sem og að vinna stórt. Allt liðið stóð sig gríðarlega vel og við erum sáttir.“ Framherjinn smái en knái virð- ist kunna vel við sig því er hann lék síðast bikarúrslitaleik, með unglingaliði Rangers gegn Celtic árið 2007, skoraði hann þrennu í 5-0 sigri Rangers. Lennon er a l inn upp í knattspyrnu akademíu skoska stórliðsins Glasgow Rangers. Byrj- aði sem miðjumaður en var síðar færður í framlínuna. Hann var afar duglegur að skora fyrir ung- lingalið félagsins og var svo orð- inn fastamaður í varaliði félagsins. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Rangers í lok ársins 2006 og ári síðar skrifaði hann undir samning við Rangers til ársins 2010. Lennon náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Rangers og var því lánaður til Partick Thistle og síðan Lincoln City. Lincoln vildi skrifa undir lengri samn- ing við Lennon en ekkert varð af því þar sem leikmaðurinn sagð- ist ekki geta fundið stað til þess að búa. Á endanum dró Lincoln samningstilboðið til baka. Framherjinn var að lokum leyst- ur undan samningi við Rangers. Hann fór þá til írska liðsins Dun- dalk en fótbrotnaði eftir mánuð hjá félaginu og náði ekki að sýna sig þar. Eftir það lá leiðin til Newport County. Hann spilaði með liðinu í nokkra mánuði en vildi ekki fram- lengja við þá í maí á síðasta ári. Hann var því í leit að félagi er hann kom til Fram í júlí síðasta sumar. „Ég er ekkert að fara fram úr sjálfum mér og veit að það er enn undirbúningstímabil. Ég er með tveggja ára samning við Fram og er ekki að hugsa um neitt annað en að standa mig vel með liðinu í sumar,“ sagði Lennon en heyri mátti áhyggjuraddir hjá einhverj- um stuðningsmönnum félagsins sem óttuðust að hann færi fyrr frekar en seinna ef hann ætlaði að spila svona áfram. Lennon kom til móts við Fram- liðið upp úr áramótum og allir útlendingarnir byrjuðu þá að æfa með Fram-liðinu. Er það augljós- lega mikill styrkur fyrir liðið að geta spilað sig saman í fjóra mánuði. „Liðið lítur vel út hjá okkur. Í lok síðasta tímabils vorum við komnir á fína siglingu. Sýndum og sönnuð- um þá að við erum með gott lið og höfum haldið áfram á sömu braut. Vonandi verður framhald á þess- ari spilamennsku,“ sagði Lennon en Fram var á botni deildarinn- ar með þrjú stig er hann kom til þeirra í fyrra. Hann vonast til þess að Fram- arar bíti frá sér í efri hlutanum í sumar. „Okkar markmið verður líklega að ná sæti í Evrópukeppninni og allt meira en það verður bónus. Við teljum okkur geta staðið undir því,“ sagði Lennon sem hefur ekki sett sér nein markmið varðandi markaskorun en hann ætlar að koma grimmur inn í sumarið til þess að opna dyr fyrir framtíðina. „Auðvitað vil ég spila í stærri deild en það gerist ekki nema ég standi mig vel með Fram. Það eina sem ég er því að hugsa um núna er að standa mig í Pepsi-deildinni.“ henry@frettabladid.is Stefnum á Evrópusæti í sumar Framherjinn Steven Lennon segir að Fram-liðið ætli ekki að vera í neinni fallbaráttu í sumar. Hann skoraði fimm mörk í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn KR. Lennon er með tveggja ára samning við Fram og ætlar að sýna sig og sanna í sumar svo fleiri möguleikar opnist varðandi framtíðina hjá honum. SJÓÐHEITUR Lennon sýndi síðasta sumar að hann er skeinuhættur framherji og er líklegur til þess að raða inn mörkum fyrir Fram í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Kvennalið KR verður án tveggja lykilmanna á næst- unni en liðið stendur í harðri bar- áttu um sæti í úrslitakeppninni. Varafyrirliðinn Helga Einars- dóttir verður ekkert meira með á tímabilinu vegna meiðsla í baki og Bryndís Guðmundsdóttir miss- ir af næstu þremur til fjórum vikum. Meiðsli Bryndísar voru samt ekki eins alvarleg og óttast var. Hún meiddist á sama hné og hún sleit krossband fyrir nokkrum árum en fékk þær jákvæðu fréttir í gær að krossbandið væri heilt. „Ég verð ekki með næstu þrjár til fjórar vikurnar. Það var mik- ill léttir að krossbandið er í lagi. Þetta er auðvitað pirrandi en manni finnst þessi meiðsli ekki vera neitt miðað við hitt. Ég varð því mjög fegin,“ sagði Bryndís og bætti við: „Ég má bara hjóla og synda næstu vikurnar.“ „Helga er líka alveg frá en það kom í ljós í dag að hún verður ekki meira með á tímabilinu,“ sagði Bryndís um varafyrirliðann Helgu Einarsdóttur. „Það vantar tvo stóra hlekki í liðið núna þannig að nú er spurn- ing hvað verður gert. Ef við ætlum okkur í fyrsta lagi að kom- ast í úrslitakeppnina verða menn eins og Böðvar að fara að skoða eitthvað fyrir okkur,“ sagði Bryn- dís og beindi orðum sínum til Böðvars Guðjónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar KR. KR er eina liðið í deildinni sem hefur bara einn erlendan leikmann. - óój Meiðsli í kvennaliði KR: Bryndís slapp en Helga er úr leik BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Kemur inn á ný eftir 3 til 4 vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Arsenal heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinn- ar í fótbolta en Lundúnaliðið er eina enska liðið sem komst upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherj- ann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að ger- ast á San Síró. Þetta er líklega síð- asti leikur Thierrys Henry á ferl- inum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt,“ segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið“. Það er skipað iðn- aðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leik- ur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur“, sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraða- upphlaup.“ Pétur bendir knattspyrnu- áhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlat- an Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Eng- lendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvæg- asti leikmaður Arsenal,“ sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leik- inn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Péturs- borg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55. - seth Pétur Marteinsson spáir í spilin fyrir leik AC Milan gegn Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld THIERRY HENRY Skoraði sigurmark Arsenal í síðasta leik. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur sent frá sér opinber- lega afsökunarbeiðni á ummæl- um sínum eftir jafntefli Fram á móti Aftureldingu í N1 deild karla í síðustu viku. „Undirritaður vill hér með opinberlega biðjast afsökunar á þeim orðum sem féllu um dóm- ara leiksins, þá Gísla Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson, eftir leikinn sl. fimmtudag. Ummæl- in voru ómakleg og sögð í hita leiksins, en þeir Gísli og Haf- steinn eru eitt okkar fremsta dómarapar. Með handbolta- kveðju, Einar Jónsson, þjálfari Fram.“ - óój Einar Jónsson, þjálfari Fram: Bað Hafstein og Gísla afsökunar EINAR JÓNSSON FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.