Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.02.2012, Blaðsíða 2
15. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR2 HÖNNUN „Tillagan snýst um lág- marks rask í gjánni og hefur það sjónarmið að maðurinn skuli halda sig til hlés á þessum helgum stað,“ segir í tillögu Studio Granda og verkfræðistofunnar Eflu sem fékk fyrstu verðlaun í samkeppni Þing- vallanefndar um gönguleið niður í Almannagjá eftir að sprunga opnað- ist þar óvænt í fyrra. „Framkvæmdin er hugsuð eins einföld og hægt er þar sem tíminn er naumur og áhersla er lögð á að auðvelt verði fjarlægja mannvirkið án þess að nokkur ummerki sjáist,“ segja höfundar tillögunnar sem fá 400 þúsund krónur í verðlaun. Átta tillögur bárust. Gólf brúarinnar verður úr sitka- greni úr Skorradal og á að hvíla á langbitum úr rekaviði og laga sig að sprungunni. Handriðið verður úr ryðguðum efnispípum sem net úr basalttrefjum verður strengt á milli. „Stígurinn liggur þétt við klapp- ir og annað undirlag í sprungunni og lagar sig að nokkru leyti að legu hennar án þess þó að þekja hana eða draga athygli að henni um of,“ segir í umsögn dómnefndar sem kveður verðlaunatillöguna áreynslulausa. - gar Átta tillögur bárust í samkeppni Þingvallanefndar um nýjar gönguleiðir yfir óvænt jarðfall í þjóðgarðinum: „Maðurinn haldi sig til hlés á þessum helga stað“ Á KÁRASTAÐASTÍG „Göngubrúin er upp- haf gönguleiðarinnar um þinghelgina,“ segja höfundar tillögunnar sem hlaut fyrstu verðlaun dómnefndar Þingvallanefndar. MYND/STUDIO GRANDI - EFLA SKIPULAGSMÁL „Það er ekki hægt að vera með hálfbyggt hús, sem er í raun slysagildra, utan á einni glæsilegustu verslunarmiðstöð landsins,“ segir Sturla Eðvarðs- son, framkvæmdastjóri Eignar- haldsfélagsins Smáralindar ehf. Sturla hefur skrifað bæjaryfir- völdum í Kópavogi vegna svokall- aðs Norðurturns sem hefur setið hálfkláraður utan á vesturenda Smáralindar frá því á árinu 2008. Hann kveðst ósáttur við að verk- ið hafi verið stopp í mörg ár hjá skiptastjóra og kröfuhöfum. „Það er enginn skilningur – menn fara á sínum hraða og ég veit ekki hvað þeir ætla sér. Það eru ekki fyrirliggjandi neinar breytingar á því þannig að ég ósk- aði eftir því við Kópavogsbæ að hann myndi hlutast til um þessa eign. Menn verða að axla ábyrgð á því að vera með svona eignir í þrotabúi. Annað hvort klára menn bygginguna eða ekki. Það er ekk- ert annað að gera,“ segir Sturla. Að sögn framkvæmdastjórans hefur tilvist Norðurturnsins slæm áhrif á einn megininnganga Smáralindar sem orðið hafi fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tapi. Sjálf hafi Smáralind meðal annars lagt tugi milljóna króna í lagfæringar á innganginum. „Við óskum eftir skýrari svörum um framtíð þessa húss því það er náttúrulega ekki hægt að búa við að það sé með þessum hætti næstu árin,“ undir- strikar Sturla. Fasteignafélag Íslands var móðurfélag bæði Smáralindar og Norðurturnsins. Meðal kröfuhafa í bú Norðurturnsins eru Trygg- ingamiðstöðin, lífeyrissjóðir og Íslandsbanki. Heildarkrafan er um 5,5 milljarðar króna. Stærstu kröfuhafarnir eiga veðkröfu á sjálfa bygginguna. Skotið hefur verið á að verðmæti hennar sé á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Helstu lausnir fyrir kröfuhafana er að selja mannvirkið í núverandi mynd eða leggja fé í að ljúka bygg- ingu þess. Kaupendur bíða ekki í röðum og mikil áhætta fylgir því að verja fjármagni í bygginguna sem á að verða fimmtán hæðir. Það flækir málin frekar að þrota- bú Norðurturnsins krefst þess að eigendur Smáralindar greiði búinu 1,3 milljarða króna. Það sé sam- kvæmt samkomulagi sem meðal annars tengist afnotum Smára- lindar af bílakjallara í turninum. Smáralind segir samkomulag um það ekki hafa legið fyrir og það verður því verkefni dómstóla að skera úr um réttmæti kröfunnar. gar@frettabladid.is Smáralind heimtar turn upp eða niður Eigendur Smáralindar vilja að Kópavogsbær þvingi kröfuhafa Norðurturnsins til að ljúka við að reisa turninn eða rífa hann. Þrotabú turnsins telur Smáralind hins vegar skulda því 1,3 milljarða króna. Lausn virðist ekki í augsýn á næstunni. STURLA EÐVARÐSSON Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Smáralindar segir kröfuhafana sem eru eigendur Norðurturnsins verða að sýna ábyrgð og annaðhvort ljúka við byggingu skrifstofuhússins eða rífa það sem komið er. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jónas Halldór Haralz, hag- fræðingur og fyrrverandi bankastjóri, er látinn á 93. ald- ursári. Hann fæddist í Reykja- vík 6. október árið 1919. Jónas lauk stúdents- prófi frá MR 1938. Hann nam efna- verkfræði, hagfræði, tölfræði, stjórnmála- fræði og heimspeki í Stokkhólmi. Jónas starfaði meðal annars sem hagfræðingur hjá Alþjóða- bankanum í Washington og var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 1969 til 1988. Fyrri kona Jónasar var Guð- rún Erna Þorgeirsdóttir. Hún lést árið 1982. Sonur þeirra er Jónas Halldór Haralz. Síðari kona hans var Sylvía Haralz. Hún lést árið 1996. Jónas H. Haralz látinn SJÁVARÚTVEGUR Þess er nú freistað að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna á þessu ári, meðal annars um skiptingu kvóta milli Íslands, Noregs, Evrópu- sambandsríkja og Færeyja, auk Rússlands. Fundur ríkjanna hófst í Reykjavík í gær og gæti staðið út þessa viku. Þegar framgangur viðræðna til þessa er hafður í huga má full- yrða að nú sé lokatækifærið til að ná samkomulagi um makrílveiðar þessa árs. Ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins (ICES) hljóðaði upp á 646 þúsund tonna heildarafla á síð- asta ári. Veiðin var samtals rúm- lega 900 þúsund tonn, þar sem ekkert samkomulag náðist. - shá Makrílviðræður í Reykjavík: Lokatilraun um kvóta þessa árs NEYTENDUR Fimmtán stærstu sveitarfélögin hafa öll hækkað stakt gjald í sund milli ára. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti ASÍ. Lægst er gjaldið í Reykja- nesbæ, eða 370 krónur, en hæst í Árborg og Kópavogi þar sem kostar 550 krónur í sund. Mesta hækkun var í Hafnarfirði, eða um 23 prósent, en minnst á Akureyri eða fjögur prósent. Af 15 stærstu sveitarfélög- unum hafa aðeins Reykjavík, Reykjanes, Árborg og Seltjarnar- nes ekki hækkað árskort að sund- stöðum á milli ára. Árskort full- orðinna hafa hækkað í hinum 11 sveitarfélögunum um 3 til 23 prósent. - kóp Dýrara í sund en í fyrra: Dýrast í Árborg og Kópavogi Gyða, er þá hægt að kaupa sér ást? „Nei, ástin er ókeypis. Það er þó hægt að verja peningum til að gera leitina að ást auðveldari.“ Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur stendur, ásamt Sóleyju D. Davíðsdóttur, fyrir nám- skeiði fyrir fólk í makaleit. FJÁRMÁL Fjárfestirinn Róbert Guð- finnsson áskilur sér allan rétt vegna tjóns sem hann telur sig geta orðið fyrir vegna breytinga á útboði Seðlabankans á íslensk- um krónum sem fram fer í dag. Róbert, sem kveðst hafa stundað við - skipti erlendis frá árinu 2005 meðal annars í Mexíkó, Síle og Eystrasalts- löndunum, seg- ist vilja flytja erlendan gjaldeyri til Íslands og kaupa 800 milljónir króna. Féð ætli hann meðal annars að nota í uppbyggingu ferðaþjónustu á Siglufirði. Þar rekur hann Kaffi Rauðku og fleira. Að sögn Róberts samþykkti Seðlabankinn félag hans, Salen- der Holdings Ltd., sem þátttak- anda í krónuútboðinu. Skilyrðið er að nota jafnháa upphæð á móti til að kaupa krónur á opinberu gengi Seðlabankans. Í bréfum lögmanns Róberts til Seðlabankans og Umboðsmanns Alþingis segir að þó að útboðs- lýsing hafi legið fyrir 12. janúar hafi Seðlabankinn tilkynnt það 10. febrúar að lífeyrissjóðir njóti sérstakra skattaívilnana í útboð- inu. Tilboðsgjöfum sé því mis- munað og verulegur vafi leiki á lögmæti útboðsins. „Þetta hefði verið í lagi ef þetta hefði verið tekið fram í útboðs- gögnunum svo menn vissu að hverju þeir gengju en í þessu ráðstjórnarríki sem við búum í í dag virðist það ekki skipta máli,“ segir Róbert Guðfinnsson. - gar Ætlaði að kaupa 800 milljónir í útboði en er ósáttur við sérkjör lífeyrissjóða: Telur útboð Seðlabankans ólöglegt SEÐLABANKINN Róbert Guðfinnsson ætlaði að bjóða í krónur hjá Seðla- bankanum en telur útboð Seðlabankans hygla lífeyrissjóðum og vera ósanngjarnt gagnvart öðrum. RÓBERT GUÐFINNSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, var í gærkvöldi kjörinn bæjarstjóri í Kópavogi. Bæjarstjórn- arfundur var haldinn í gær- kvöldi þar sem nýr meirihluti sjálfstæðis- manna, fram- sóknarmanna og lista Kópa- vogsbúa tók við völdum. Mar- grét Björns- dóttir, bæjar- fulltrúi sjálfstæðismanna, var kjörin forseti bæjarstjórnar. Guðrún Pálsdóttir, sem hefur verið bæjarstjóri frá því í júní 2010, hefur látið af störfum. Hún verður sviðsstjóri hjá bænum á ný, en hún gegndi því starfi einn- ig áður en hún var ráðin bæjar- stjóri. - þeb Stjórnarskipti í Kópavogi: Ármann orðinn að bæjarstjóra ÁRMANN KR. ÓLAFSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.